Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. mars 2016 07:00 „Við höfum velt þessu upp í okkar samræðum. Þetta er einhvern veginn alveg fordæmalaus staða og kemur alveg vel til greina,“ segir Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, aðspurður hvort til greina komi að leggja fram vantrauststillögu á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV í gær að slík vantrauststillaga hefði verið til umræðu innan allra stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi. Ástæðan er upplýsingar sem bárust í síðustu viku um að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona ráðherrans, eigi verulegar eignir inni í félaginu Wintris, sem skráð er á Bresku Jómfrúreyjunum. Anna Sigurlaug greindi frá félaginu í ítarlegri færslu um fjármál sín sem hún birti á Facebook í síðustu viku. Félagið var stofnað árið 2007 en hún tók við því í ársbyrjun 2008. Ekki er minnst á félagið í hagsmunaskrá forsætisráðherra en honum er ekki skylt að gefa upp séreignir maka. Daginn eftir að Anna Sigurlaug upplýsti um félag sitt samþykkti Alþingi þingsályktun um siðareglur þingmanna þar sem kveðið er á um að þingmenn skuli við störf sín „forðast árekstra milli almannahagsmuna og fjárhagslegra hagsmuna þeirra eða annarra hagsmuna sem eru faglegir, persónulegir eða tengdir fjölskyldu þeirra, hvort sem þeir eru raunverulegir eða hugsanlegir.“ Þá segir að takist þingmanni ekki að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra af þessu tagi skuli hann upplýsa um þá. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði við RÚV að óhugsandi væri að forsætisráðherra sæti áfram í ljósi upplýsinga sem fram hefðu komið. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir ekkert hafa verið ákveðið um að leggja fram vantrauststillögu á ráðherrann. „Ég hef heyrt af þessum vangaveltum en við höfum ekki rætt það í okkar þingflokki,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um mögulega vantrauststillögu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, tekur í sama streng. „Það hefur ekkert verið rætt formlega innan þingflokks VG en þetta hefur verið til umræðu hjá einstaka þingmönnum,“ segir hún.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars. Panama-skjölin Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Sjá meira
„Við höfum velt þessu upp í okkar samræðum. Þetta er einhvern veginn alveg fordæmalaus staða og kemur alveg vel til greina,“ segir Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, aðspurður hvort til greina komi að leggja fram vantrauststillögu á Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV í gær að slík vantrauststillaga hefði verið til umræðu innan allra stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi. Ástæðan er upplýsingar sem bárust í síðustu viku um að Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona ráðherrans, eigi verulegar eignir inni í félaginu Wintris, sem skráð er á Bresku Jómfrúreyjunum. Anna Sigurlaug greindi frá félaginu í ítarlegri færslu um fjármál sín sem hún birti á Facebook í síðustu viku. Félagið var stofnað árið 2007 en hún tók við því í ársbyrjun 2008. Ekki er minnst á félagið í hagsmunaskrá forsætisráðherra en honum er ekki skylt að gefa upp séreignir maka. Daginn eftir að Anna Sigurlaug upplýsti um félag sitt samþykkti Alþingi þingsályktun um siðareglur þingmanna þar sem kveðið er á um að þingmenn skuli við störf sín „forðast árekstra milli almannahagsmuna og fjárhagslegra hagsmuna þeirra eða annarra hagsmuna sem eru faglegir, persónulegir eða tengdir fjölskyldu þeirra, hvort sem þeir eru raunverulegir eða hugsanlegir.“ Þá segir að takist þingmanni ekki að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra af þessu tagi skuli hann upplýsa um þá. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði við RÚV að óhugsandi væri að forsætisráðherra sæti áfram í ljósi upplýsinga sem fram hefðu komið. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir ekkert hafa verið ákveðið um að leggja fram vantrauststillögu á ráðherrann. „Ég hef heyrt af þessum vangaveltum en við höfum ekki rætt það í okkar þingflokki,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um mögulega vantrauststillögu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, tekur í sama streng. „Það hefur ekkert verið rætt formlega innan þingflokks VG en þetta hefur verið til umræðu hjá einstaka þingmönnum,“ segir hún.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars.
Panama-skjölin Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Sjá meira