Barnalegar NBA-stjörnur fengu báðir tæknivillu á sama tíma | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2016 23:30 DeMarcus Cousins og Rajon Rondo rífast mikið við dómara og oft í einum kór. Vísir/Getty DeMarcus Cousins og Rajon Rondo eru liðsfélagar hjá Sacramento Kings í NBA-deildinni í körfubolta og þeir eru báðir afar hæfileikaríkir körfuboltamenn. Cousins og Rondo eru samt duglegri að komast í fréttirnar fyrir látalæti sín og vandræði inná sem utan vallar en fyrir að vinna saman körfuboltaleiki. Gott dæmi um það var í blálokin á leik þeirra á móti Washington Wizards í nótt en Kings-liðið var þá fjórtán stigum yfir þegar aðeins sex sekúndur voru eftir af leiknum. DeMarcus Cousins og Rajon Rondo fengu þá báðir tæknivillu á sama tíma í stað þess að leyfa tímanum að renna út og fagna góðum sigri. Þeir mótmæltu þá dómi með því að klappa kaldhæðnislega fyrir dómaranum Marc Davis um leið og þeir gengu í átt að honum. Dómarinn sem heitir Marc Davis hikaði ekki og gaf þeim báðum tæknivillu. Þær voru afdrifaríkar þótt að þær breyttu engu um úrslit leiksins. Þetta var önnur tæknivilla Rajon Rondo í leiknum og hann var því rekinn út úr húsi. Þetta var síðan sextánda tæknivillan á DeMarcus Cousins á tímabilinu sem þýðir að hann er á leið í leikbann. DeMarcus Cousins og Rajon Rondo höfðu enga ástæðu til að láta svona enda búnir að vinna leikinn og skila flottum tölum. DeMarcus Cousins var með 29 stig, 10 fráköst, 5 stolna bolta og 4 varin skot en Rajon Rondo skoraði 15 stig, gaf 11 stoðsendingar og stal 4 boltum. Þeir voru tveir stigahæstu mennirnir í flottum sigri en enduðu leikinn engu að síður í fýlu og örugglega með óbragð í munninum.Kings' Rajon Rondo & DeMarcus Cousins get technical fouls for the simultaneous sarcastic clap at referee Marc Davis pic.twitter.com/osfOheS7Qg— Ben Golliver (@BenGolliver) March 31, 2016 NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
DeMarcus Cousins og Rajon Rondo eru liðsfélagar hjá Sacramento Kings í NBA-deildinni í körfubolta og þeir eru báðir afar hæfileikaríkir körfuboltamenn. Cousins og Rondo eru samt duglegri að komast í fréttirnar fyrir látalæti sín og vandræði inná sem utan vallar en fyrir að vinna saman körfuboltaleiki. Gott dæmi um það var í blálokin á leik þeirra á móti Washington Wizards í nótt en Kings-liðið var þá fjórtán stigum yfir þegar aðeins sex sekúndur voru eftir af leiknum. DeMarcus Cousins og Rajon Rondo fengu þá báðir tæknivillu á sama tíma í stað þess að leyfa tímanum að renna út og fagna góðum sigri. Þeir mótmæltu þá dómi með því að klappa kaldhæðnislega fyrir dómaranum Marc Davis um leið og þeir gengu í átt að honum. Dómarinn sem heitir Marc Davis hikaði ekki og gaf þeim báðum tæknivillu. Þær voru afdrifaríkar þótt að þær breyttu engu um úrslit leiksins. Þetta var önnur tæknivilla Rajon Rondo í leiknum og hann var því rekinn út úr húsi. Þetta var síðan sextánda tæknivillan á DeMarcus Cousins á tímabilinu sem þýðir að hann er á leið í leikbann. DeMarcus Cousins og Rajon Rondo höfðu enga ástæðu til að láta svona enda búnir að vinna leikinn og skila flottum tölum. DeMarcus Cousins var með 29 stig, 10 fráköst, 5 stolna bolta og 4 varin skot en Rajon Rondo skoraði 15 stig, gaf 11 stoðsendingar og stal 4 boltum. Þeir voru tveir stigahæstu mennirnir í flottum sigri en enduðu leikinn engu að síður í fýlu og örugglega með óbragð í munninum.Kings' Rajon Rondo & DeMarcus Cousins get technical fouls for the simultaneous sarcastic clap at referee Marc Davis pic.twitter.com/osfOheS7Qg— Ben Golliver (@BenGolliver) March 31, 2016
NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira