Nítján ára með krabbamein tók við bikarnum: „Hjálpar mikið að fá svona andlegan styrk“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. mars 2016 13:30 Þórarinn Leví Traustason lyftir deildarmeistarabikarnum í miðri krabbameinsmeðferð. vísir/anton brink Það kom kannski einhverjum á óvart að Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, lyfti ekki bikarnum þegar Íslandsmeistararnir voru krýndir deildarmeistarar 2016 í Olís-deild karla í handbolta eftir sigur á Val í Schenker-höllinni að Ásvöllum á þriðjudagskvöldið. Það var heldur ekki Jón Þorbjörn Jóhannsson, Heimir Óli Heimisson, Tjörvi Þorgeirsson, Janus Daði Smárason eða önnur af stjörnum liðsins. Sá sem tók við bikarnum var hinn 19 ára gamli Þórarinn Leví Traustason, strákur sem hefur spilað með Haukum alla sína tíð. Þórarinn var að spila sinn fyrsta leik síðan í byrjun móts en þetta var aðeins í sjötta skipti sem hann var á skýrslu í vetur. Hann varð nefnilega fyrir því áfalli í október á síðasta ári að greinast með krabbamein. „Það var frábært að fá að vera í hóp og hita upp með strákunum. Ég bjóst kannski við að fá að fara inn á og taka eitt víti en strákarnir komu mér á óvart með því að leyfa mér að lyfta bikarnum. Það var ekki leiðinlegt að lyfta dollunni,“ segir Þórarinn Leví í viðtali við Vísi. „Þetta hjálpar alveg gríðarlega í veikindunum. Mamma átti líka afmæli þennan dag þannig þetta var bara stórkostlegt. Það hjálpar mér svo mikið að fá svona andlegan styrk.“Þórarinn Leví hefur bikarinn á loft með vinum sínum og liðsfélögum.vísir/anton brinkÚr melónu í vínber Þessi 19 ára gamli drengur greindist með krabbamein í vöðva í mjaðmagrind fyrir hálfu ári og hefur sem fyrr segir ekkert spilað síðan. Það er þó gaman frá því að segja að meðferðin gengur vonum framar. „Æxlið var orðið jafn stórt og melóna en lyfjagjöfin gekk svo vel að 90 prósent af því er farið þannig þetta er eins og vínber núna,“ segir Þórarinn léttur. „Læknarnir segja að þetta sé alveg magnað og vegna þess að það hefur minnkað svona mikið þá var hætt við aðgerðina sem stóð til. Það eru bestu fréttir sem ég hef fengið á ævinni.“ Meðferðin gengur svo vel hjá Þórarni að stefnt er að hann úrskrifist úr öllu nánast sléttu ári eftir að hann var fyrst greindur.vísir/anton brinkNámið nú í forgang „Þetta hefur gengið svo svakalega vel að samkvæmt plani eru fimm lyfjameðferðir eftir og ellefu geislameðferðir. Það er talað um útskrift í október. Eftir það verð ég bara í eftirliti en ekki lyfjameðferðum þannig þá get ég hægt og rólega komið mér í form og vonandi aftur í boltann,“ segir Þórarinn sem hefur mjög eðlilega lítið getað æft í veikindunum. „Ég reyni að æfa smá en það er nú samt eitthvað minna. Það skiptir mig miklu meira máli að fara að hitta strákana og vera hluti af hópnum af og til. Það gerir meira fyrir mig andlega heldur líkamlega. Ég viðurkenni líka alveg að ég hef fitnað smá,“ segir Þórarinn léttur í bragði. Þórarinn, sem varð Íslandsmeistari með Haukum í fyrra, vonast til að getað spilað handbolta sem fyrst aftur enda er það sportið sem brennur inn í honum. Hann er þó skynsamur og ætlar að passa upp á námið. „Handboltinn hefur alltaf verið í fyrsta sæti hjá mér en í veikindunum hef ég ekki getað stundað skólann þannig núna verð ég líklega að setja hann í fyrsta sæti,“ segir Þórarinn sem stundar nám við Flensborgarskólann eins og alvöru Hafnfirðingur. „Markmiðið hefur alltaf verið að standa sig í handboltanum en nú held ég að maður verði að drífa sig í skólann og læra frekar en að taka aukaæfingar,“ segir Þórarinn Leví Traustason. Olís-deild karla Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Það kom kannski einhverjum á óvart að Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, lyfti ekki bikarnum þegar Íslandsmeistararnir voru krýndir deildarmeistarar 2016 í Olís-deild karla í handbolta eftir sigur á Val í Schenker-höllinni að Ásvöllum á þriðjudagskvöldið. Það var heldur ekki Jón Þorbjörn Jóhannsson, Heimir Óli Heimisson, Tjörvi Þorgeirsson, Janus Daði Smárason eða önnur af stjörnum liðsins. Sá sem tók við bikarnum var hinn 19 ára gamli Þórarinn Leví Traustason, strákur sem hefur spilað með Haukum alla sína tíð. Þórarinn var að spila sinn fyrsta leik síðan í byrjun móts en þetta var aðeins í sjötta skipti sem hann var á skýrslu í vetur. Hann varð nefnilega fyrir því áfalli í október á síðasta ári að greinast með krabbamein. „Það var frábært að fá að vera í hóp og hita upp með strákunum. Ég bjóst kannski við að fá að fara inn á og taka eitt víti en strákarnir komu mér á óvart með því að leyfa mér að lyfta bikarnum. Það var ekki leiðinlegt að lyfta dollunni,“ segir Þórarinn Leví í viðtali við Vísi. „Þetta hjálpar alveg gríðarlega í veikindunum. Mamma átti líka afmæli þennan dag þannig þetta var bara stórkostlegt. Það hjálpar mér svo mikið að fá svona andlegan styrk.“Þórarinn Leví hefur bikarinn á loft með vinum sínum og liðsfélögum.vísir/anton brinkÚr melónu í vínber Þessi 19 ára gamli drengur greindist með krabbamein í vöðva í mjaðmagrind fyrir hálfu ári og hefur sem fyrr segir ekkert spilað síðan. Það er þó gaman frá því að segja að meðferðin gengur vonum framar. „Æxlið var orðið jafn stórt og melóna en lyfjagjöfin gekk svo vel að 90 prósent af því er farið þannig þetta er eins og vínber núna,“ segir Þórarinn léttur. „Læknarnir segja að þetta sé alveg magnað og vegna þess að það hefur minnkað svona mikið þá var hætt við aðgerðina sem stóð til. Það eru bestu fréttir sem ég hef fengið á ævinni.“ Meðferðin gengur svo vel hjá Þórarni að stefnt er að hann úrskrifist úr öllu nánast sléttu ári eftir að hann var fyrst greindur.vísir/anton brinkNámið nú í forgang „Þetta hefur gengið svo svakalega vel að samkvæmt plani eru fimm lyfjameðferðir eftir og ellefu geislameðferðir. Það er talað um útskrift í október. Eftir það verð ég bara í eftirliti en ekki lyfjameðferðum þannig þá get ég hægt og rólega komið mér í form og vonandi aftur í boltann,“ segir Þórarinn sem hefur mjög eðlilega lítið getað æft í veikindunum. „Ég reyni að æfa smá en það er nú samt eitthvað minna. Það skiptir mig miklu meira máli að fara að hitta strákana og vera hluti af hópnum af og til. Það gerir meira fyrir mig andlega heldur líkamlega. Ég viðurkenni líka alveg að ég hef fitnað smá,“ segir Þórarinn léttur í bragði. Þórarinn, sem varð Íslandsmeistari með Haukum í fyrra, vonast til að getað spilað handbolta sem fyrst aftur enda er það sportið sem brennur inn í honum. Hann er þó skynsamur og ætlar að passa upp á námið. „Handboltinn hefur alltaf verið í fyrsta sæti hjá mér en í veikindunum hef ég ekki getað stundað skólann þannig núna verð ég líklega að setja hann í fyrsta sæti,“ segir Þórarinn sem stundar nám við Flensborgarskólann eins og alvöru Hafnfirðingur. „Markmiðið hefur alltaf verið að standa sig í handboltanum en nú held ég að maður verði að drífa sig í skólann og læra frekar en að taka aukaæfingar,“ segir Þórarinn Leví Traustason.
Olís-deild karla Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira