Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 30. mars 2016 18:36 Atvinnuvegaráðherra segir augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Umræðan um eignarhaldsfélög ráðherra og maka þeirra í útlöndum hafi ekki veikt ríkisstjórnina. Heilbrigðisráðherra segir umræðuna hins vegar hafa augljós áhrif og nauðsynlegt sé að ræða málin í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórnin afgreiddi nokkur mál frá borði sínu í dag en aflandsmál ráðherranna voru ekki rædd. Hvorki Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra né Ólöf Nordal innanríkisráðherra voru á fundinum; fjármálaráðherra í útlöndum og innanríkisráðherra í veikindaleyfi. Eignarhaldsfélög í eigu ráðherra og maka þeirra í Luxemburg og á aflandseyjum hafa heltekið pólitíska umræðu í landinu undanfarna daga, en bæði Bjarni og Ólöf birtu í gær útskýringar á félögum í þeirra eigu á Facebook. Bjarni taldi félag sem hann átti hlut í reyndar vera í Luxemburg en ekki Seychelles-eyjum eins og raunin er en félagið hafi verið lagt niður árið 2009 án þess að hafa sinnt nokkrum viðskiptum. Þá segir Ólöf að félag sem Landsbankinn stofnaði fyrir eiginmann hennar í Luxemburg aldrei hafa komist í eigu hans og verið úr sögunni áður en hún var kosin á þing. Ráðherrarnir voru mismikið að flýta sér eftir ríkisstjórnarfund í dag. Þannig gaf Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra ekki kost á viðtali og sagðist vera orðin sein á fund. En Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnar fundinum að málin yrðu rædd á þingflokksfundi Sjálfstæðismanna sem hófst klukkan sex í dag. Heldur þú að þetta hafi eitthvað veikt ríkisstjórnina, þessar upplýsingar? „Það held ég ekki,“ sagði Kristján Þór Og þú trúir því að þetta séu allt eðlilegar skýringar sem hafa komið fram? „Ég hef engar forsendur til annars en taka þær eins og þær eru settar fram.“ Þér finnst að þetta ætti ekkert að trufla ríkisstjórnina né traust á henni? „Auðvitað hefur öll þessi umræða einhver áhrif. Við þurfum að taka þá umræðu innan okkar raða og hef engar ástæður til að ætla annað en við vinnum okkur út í gegnum það,“ sagði Kristján Þór. „Einhvers staðar verða peningarnir að vera“ Sigurður Ingi Jóhannsson atvinnuvegaráðherra sagði þessa umræðu orðna langa. „Og talsverður misskilningur að um sé að ræða skattaskjól eða aflandsfélög eins og menn hafa greint frá. Þannig að ég tel stöðu ríkisstjórnarinnar býsna sterka og met það út frá því hvernig staða mála er hér í landinu á flestum sviðum,“ sagði Sigurður Ingi.Þeir staðir sem nefndir hefðu verið væru hins vegar eðlilega ekki í hávegum hafðir hjá almenningi en engin lög hafi verið brotin í málum ráðherranna og allir skattar greiddir. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og kona hans hafi greint mjög vel frá sínum málum með skýrum greinargerðum og yfirlýsingum. Er eðlilegt að forsætisráðherrann og kona hans eigi stórar upphæðir á Tortola? „Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Það er ekkert að því að fólk sé efnað á Íslandi,“ segir Sigurður. En að eiga peninga á Tortola? „Einhvers staðar verða peningarnir að vera. Ég er ekki viss um að umræðan ef forsætisráðherrafrúin hefði verið í miklum fjárfestingum á Íslandi væri í meira jafnvægi.“ En þetta eru stórar fjárhæðir og þetta er eitthvað sem almenningi býðst ekki að hafa fjármuni þarna. Það er dálítill aðstöðumunur? „Fólk hefur misjafnar aðstæður,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Panama-skjölin Tengdar fréttir Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30 Tíu þúsund manns kalla eftir afsögn Tíu þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem forsætisráðherra og þingmaður. 29. mars 2016 15:06 Boða til mótmæla á Austurvelli og krefjast kosninga Búið er að boða til mótmæla á Austurvelli næstkomandi mánudag klukkan 17 en klukkan 15 kemur Alþingi saman á ný eftir páskahlé. 30. mars 2016 11:53 Vill rjúfa þing og efna til kosninga „Hið eina rétta að gera við núverandi aðstæður að rjúfa þing og efna til kosninga,“ segir Helgi Hjörvar. 30. mars 2016 15:46 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Atvinnuvegaráðherra segir augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Umræðan um eignarhaldsfélög ráðherra og maka þeirra í útlöndum hafi ekki veikt ríkisstjórnina. Heilbrigðisráðherra segir umræðuna hins vegar hafa augljós áhrif og nauðsynlegt sé að ræða málin í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórnin afgreiddi nokkur mál frá borði sínu í dag en aflandsmál ráðherranna voru ekki rædd. Hvorki Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra né Ólöf Nordal innanríkisráðherra voru á fundinum; fjármálaráðherra í útlöndum og innanríkisráðherra í veikindaleyfi. Eignarhaldsfélög í eigu ráðherra og maka þeirra í Luxemburg og á aflandseyjum hafa heltekið pólitíska umræðu í landinu undanfarna daga, en bæði Bjarni og Ólöf birtu í gær útskýringar á félögum í þeirra eigu á Facebook. Bjarni taldi félag sem hann átti hlut í reyndar vera í Luxemburg en ekki Seychelles-eyjum eins og raunin er en félagið hafi verið lagt niður árið 2009 án þess að hafa sinnt nokkrum viðskiptum. Þá segir Ólöf að félag sem Landsbankinn stofnaði fyrir eiginmann hennar í Luxemburg aldrei hafa komist í eigu hans og verið úr sögunni áður en hún var kosin á þing. Ráðherrarnir voru mismikið að flýta sér eftir ríkisstjórnarfund í dag. Þannig gaf Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra ekki kost á viðtali og sagðist vera orðin sein á fund. En Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði að loknum ríkisstjórnar fundinum að málin yrðu rædd á þingflokksfundi Sjálfstæðismanna sem hófst klukkan sex í dag. Heldur þú að þetta hafi eitthvað veikt ríkisstjórnina, þessar upplýsingar? „Það held ég ekki,“ sagði Kristján Þór Og þú trúir því að þetta séu allt eðlilegar skýringar sem hafa komið fram? „Ég hef engar forsendur til annars en taka þær eins og þær eru settar fram.“ Þér finnst að þetta ætti ekkert að trufla ríkisstjórnina né traust á henni? „Auðvitað hefur öll þessi umræða einhver áhrif. Við þurfum að taka þá umræðu innan okkar raða og hef engar ástæður til að ætla annað en við vinnum okkur út í gegnum það,“ sagði Kristján Þór. „Einhvers staðar verða peningarnir að vera“ Sigurður Ingi Jóhannsson atvinnuvegaráðherra sagði þessa umræðu orðna langa. „Og talsverður misskilningur að um sé að ræða skattaskjól eða aflandsfélög eins og menn hafa greint frá. Þannig að ég tel stöðu ríkisstjórnarinnar býsna sterka og met það út frá því hvernig staða mála er hér í landinu á flestum sviðum,“ sagði Sigurður Ingi.Þeir staðir sem nefndir hefðu verið væru hins vegar eðlilega ekki í hávegum hafðir hjá almenningi en engin lög hafi verið brotin í málum ráðherranna og allir skattar greiddir. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og kona hans hafi greint mjög vel frá sínum málum með skýrum greinargerðum og yfirlýsingum. Er eðlilegt að forsætisráðherrann og kona hans eigi stórar upphæðir á Tortola? „Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Það er ekkert að því að fólk sé efnað á Íslandi,“ segir Sigurður. En að eiga peninga á Tortola? „Einhvers staðar verða peningarnir að vera. Ég er ekki viss um að umræðan ef forsætisráðherrafrúin hefði verið í miklum fjárfestingum á Íslandi væri í meira jafnvægi.“ En þetta eru stórar fjárhæðir og þetta er eitthvað sem almenningi býðst ekki að hafa fjármuni þarna. Það er dálítill aðstöðumunur? „Fólk hefur misjafnar aðstæður,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30 Tíu þúsund manns kalla eftir afsögn Tíu þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem forsætisráðherra og þingmaður. 29. mars 2016 15:06 Boða til mótmæla á Austurvelli og krefjast kosninga Búið er að boða til mótmæla á Austurvelli næstkomandi mánudag klukkan 17 en klukkan 15 kemur Alþingi saman á ný eftir páskahlé. 30. mars 2016 11:53 Vill rjúfa þing og efna til kosninga „Hið eina rétta að gera við núverandi aðstæður að rjúfa þing og efna til kosninga,“ segir Helgi Hjörvar. 30. mars 2016 15:46 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08
Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30
Tíu þúsund manns kalla eftir afsögn Tíu þúsund manns hafa nú skrifað undir í undirskriftasöfnun á netinu þar sem þess er krafist að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segi af sér sem forsætisráðherra og þingmaður. 29. mars 2016 15:06
Boða til mótmæla á Austurvelli og krefjast kosninga Búið er að boða til mótmæla á Austurvelli næstkomandi mánudag klukkan 17 en klukkan 15 kemur Alþingi saman á ný eftir páskahlé. 30. mars 2016 11:53
Vill rjúfa þing og efna til kosninga „Hið eina rétta að gera við núverandi aðstæður að rjúfa þing og efna til kosninga,“ segir Helgi Hjörvar. 30. mars 2016 15:46