Yngsti meðlimur MisFit Athletics teymisins frá upphafi Guðrún Ansnes skrifar 11. apríl 2016 11:38 Haraldur tekur CrossFit alla leið og segist sjálfur ekki þrífast án þessa að hreyfa sig duglega. Vísir/Ernir „Ég er sá eini utan Bandaríkjanna og eini unglingurinn á heimsvísu sem hefur fengið að vera með í þessu,“ segir Haraldur Holgersson, 17 ára, sem nýlega var boðið að verða svokallaður MisFit Athlete.„Þetta er mjög stórt, enda eitt þekktasta CrossFit-prógramm í heiminum.“ Hefur það í för með sér að Haraldur kemur til með að svara spurningum þeirra sem nýta sér prógrammið ásamt því að birta af sér myndbönd. Haraldur er fyrsti unglingurinn sem fær boð um að slást í hópinn og ber fyrirtækið honum söguna vel á Instagram-síðu sinni, þar sem segir meðal annars að afar fágætt sé að svo ungur einstaklingur nái jafn miklum framförum og Haraldur. Þá er hann jafnframt lofsamaður fyrir vinnusemina og sagður draumur hvers þjálfara en Haraldur hefur nýtt sér prógrammið í rúmt ár. „Hver sem er getur tekið þátt í forkeppninni sem er á vegum CrossFit Inc., maður þarf bara að hafa aðgang að CrossFit-stöð og þar eru þjálfarar sem geta dæmt þig. Þetta er fimm vikna keppni og í lokin birtast svo úrslit,“ útskýrir Haraldur. Til að komast á hina eftirsóknarverðu heimsleika þurfa keppendur að ná einu af efstu tíu sætunum og það gerði Haraldur í ár, náði 5. sæti, og keppir í flokki 16-17 ára unglinga á leikunum. „Það var markmiðið og draumur hvers þess sem æfir,“ segir hann ánægður og bætir við að í fyrra hafi hann reynt og lent þá í 43. sæti. Hann er að vonum spenntur fyrir að komast til Los Angeles þar sem leikarnir fara fram dagana 19. til 21. júlí næstkomandi, en þó hitinn heilli Íslendinginn þá gæti hann samtímis orðið honum áskorun. „Þetta er náttúrulega rosalegur hiti. Ég kem til með að undirbúa mig með því að æfa í sánu vikurnar áður og vera duglegur að mæta í hot jóga tíma. Auk þess stefnum við á að fara út tveimur vikum fyrir keppnina til að aðlagast hitanum. Annars verður maður bara að vera duglegur að drekka mikið vatn og passa upp á steinefnin í líkamanum,“ útskýrir hann. Aðspurður hvað það þýði fyrir ungling að komast svona langt, og hvort það þýði að bankabókin þykkni, hlær hann og segist ekki eiga von á því. „Það eru ekki miklir peningar í þessu fyrir unglinga, en það hefur mikil áhrif að fá að taka þátt. Þannig fæ ég athygli sem þýðir auknar líkur á að fyrirtæki sponsori mann. Svo er þetta bara mjög góð reynsla. Annars er ég búinn að fá heilmikið af fötum og svoleiðis, sem er ekki leiðinlegt.“ Með Haraldi fara móðir hans Katrín Halldórsdóttir og tveir þjálfarar sem hafa hjálpað honum gríðarlega, þau Árni Björn Kristjánsson og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, eigandi CrossFit XY þar sem Haraldur æfir. Haraldur hefur hug á að leggja sportið fyrir sig og gerast atvinnumaður í framtíðinni. „Ef það gengur ekki þá langar mig að verða þjálfari,“ segir hann af mikilli hógværð að lokum. Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
„Ég er sá eini utan Bandaríkjanna og eini unglingurinn á heimsvísu sem hefur fengið að vera með í þessu,“ segir Haraldur Holgersson, 17 ára, sem nýlega var boðið að verða svokallaður MisFit Athlete.„Þetta er mjög stórt, enda eitt þekktasta CrossFit-prógramm í heiminum.“ Hefur það í för með sér að Haraldur kemur til með að svara spurningum þeirra sem nýta sér prógrammið ásamt því að birta af sér myndbönd. Haraldur er fyrsti unglingurinn sem fær boð um að slást í hópinn og ber fyrirtækið honum söguna vel á Instagram-síðu sinni, þar sem segir meðal annars að afar fágætt sé að svo ungur einstaklingur nái jafn miklum framförum og Haraldur. Þá er hann jafnframt lofsamaður fyrir vinnusemina og sagður draumur hvers þjálfara en Haraldur hefur nýtt sér prógrammið í rúmt ár. „Hver sem er getur tekið þátt í forkeppninni sem er á vegum CrossFit Inc., maður þarf bara að hafa aðgang að CrossFit-stöð og þar eru þjálfarar sem geta dæmt þig. Þetta er fimm vikna keppni og í lokin birtast svo úrslit,“ útskýrir Haraldur. Til að komast á hina eftirsóknarverðu heimsleika þurfa keppendur að ná einu af efstu tíu sætunum og það gerði Haraldur í ár, náði 5. sæti, og keppir í flokki 16-17 ára unglinga á leikunum. „Það var markmiðið og draumur hvers þess sem æfir,“ segir hann ánægður og bætir við að í fyrra hafi hann reynt og lent þá í 43. sæti. Hann er að vonum spenntur fyrir að komast til Los Angeles þar sem leikarnir fara fram dagana 19. til 21. júlí næstkomandi, en þó hitinn heilli Íslendinginn þá gæti hann samtímis orðið honum áskorun. „Þetta er náttúrulega rosalegur hiti. Ég kem til með að undirbúa mig með því að æfa í sánu vikurnar áður og vera duglegur að mæta í hot jóga tíma. Auk þess stefnum við á að fara út tveimur vikum fyrir keppnina til að aðlagast hitanum. Annars verður maður bara að vera duglegur að drekka mikið vatn og passa upp á steinefnin í líkamanum,“ útskýrir hann. Aðspurður hvað það þýði fyrir ungling að komast svona langt, og hvort það þýði að bankabókin þykkni, hlær hann og segist ekki eiga von á því. „Það eru ekki miklir peningar í þessu fyrir unglinga, en það hefur mikil áhrif að fá að taka þátt. Þannig fæ ég athygli sem þýðir auknar líkur á að fyrirtæki sponsori mann. Svo er þetta bara mjög góð reynsla. Annars er ég búinn að fá heilmikið af fötum og svoleiðis, sem er ekki leiðinlegt.“ Með Haraldi fara móðir hans Katrín Halldórsdóttir og tveir þjálfarar sem hafa hjálpað honum gríðarlega, þau Árni Björn Kristjánsson og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, eigandi CrossFit XY þar sem Haraldur æfir. Haraldur hefur hug á að leggja sportið fyrir sig og gerast atvinnumaður í framtíðinni. „Ef það gengur ekki þá langar mig að verða þjálfari,“ segir hann af mikilli hógværð að lokum.
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira