Svefnleysi listaháskólanema innblástur verkefnisins Guðrjún Jóna Stefánsdóttir skrifar 9. apríl 2016 12:00 Iona Sjöfn, nemi í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands, býr til teppi sem endurspeglar mjúkar hreyfingar hins sofandi manns frettablaðið/ernir Iona Sjöfn Huntingdon-Williams, nemi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, býr til teppi sem endurspeglar mjúkar hreyfingar hins sofandi manns og fegurð svefnsins. Með því vill hún vekja athygli á mikilvægi svefns. Teppið sýnir mismunandi svefnmynstur og skapar rólegt andrúmsloft sem ýtir undir að fólk staldri við og njóti. „Ég er að gera verkefni um svefnmynstur, með verkefninu langar mig að upphefja svefn og hversu mikilvægur hann er fyrir okkur. Svefn hefur margvíslegan tilgang umfram það að veita hvíld til að safna orku fyrir næsta dag. Verkefnið á að ýta undir meðvitund á léttan hátt, mig langar alls ekki að predika yfir fólki hvernig það eigi að sofa, heldur fá fólk til þess að vera meðvitað um svefn og skilja sig og sína svefnrútínu,“ segir Iona Sjöfn. Svefn og svefnferlið hefur lítið verið í almennri umræðu hér á landi og fólk á það til að einblína meira á hollan lífsstíl, hreyfingu og mataræði. „Með verkefninu Svefnmynstur langar mig að skapa umræðu um svefn og sýna fram á hvað hann er mikilvægur fyrir alla, svefn ber með sér einstaklingsbundna fegurð þess sem sefur. Svefnvenjur fólks eru ólíkar og við eigum öll okkar eigið svefnmynstur,“ segir hún hress í bragði. Iona Sjöfn hefur sumsé eytt undanförnum mánuðum í mikla hugmyndavinnu fyrir verkefnið sitt en innblástur fékk hún frá samnemendum sínum í Listaháskólanum. Algengt er að nemendur skólans þjáist af svefnleysi þegar þeir eru undir miklu álagi og oft er það upphafið að slæmu svefnmynstri. „Hugmyndin kom í fyrstu út frá svefnleysi listaháskólanema. Við sofum í kringum þrjátíu prósent af lífi okkar en við vitum rosalega lítið um svefn og mikilvægi hans,“ segir Iona Sjöfn og bætir við að henni hafi þótt virkilega þægilegt að vinna að verkefninu á sama tíma og hún þráði meiri svefn þessum álagstíma í verkefnaskilum. Það er óhætt að segja að framkvæmd verkefnisins Svefnmynstur endurspegli á vissan hátt fegurð svefnsins og dragi fram þægilegheit sem flestir sækjast eftir. „Út frá rannsókn minni á svefni geri ég mynstur sem ég prenta á efni og bý til teppi í samstarfi við saumakonu. Mynstrið endurspeglar mjúkar hreyfingar hins sofandi manns sem aftur endurspeglar fegurð svefnsins. Með teppinu vil ég draga fram þægilegheit og skapa rólegt andrúmsloft sem ýtir undir að fólk stoppi og njóti,“ segir hún. Iona Sjöfn lýkur námi í grafískri hönnun í maí og fram undan taka við hin ýmsu ævintýri þar sem hún mun taka þátt í fjallhjólakeppnum, ásamt því að hefja feril sinn sem grafískur hönnuður. „Eftir útskrift mun ég byrja að vinna á auglýsingarstofunni Jónsson&Le'macks sem grafískur hönnuður. Þess á milli ætla ég að taka þátt í fjallahjólakeppnum og demba mér í brúðkaupsskipulagninu þar sem ég mun giftast unnusta mínum 20. ágúst,“ segir Iona Sjöfn. Tíska og hönnun Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Khalid kemur út úr skápnum Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Iona Sjöfn Huntingdon-Williams, nemi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, býr til teppi sem endurspeglar mjúkar hreyfingar hins sofandi manns og fegurð svefnsins. Með því vill hún vekja athygli á mikilvægi svefns. Teppið sýnir mismunandi svefnmynstur og skapar rólegt andrúmsloft sem ýtir undir að fólk staldri við og njóti. „Ég er að gera verkefni um svefnmynstur, með verkefninu langar mig að upphefja svefn og hversu mikilvægur hann er fyrir okkur. Svefn hefur margvíslegan tilgang umfram það að veita hvíld til að safna orku fyrir næsta dag. Verkefnið á að ýta undir meðvitund á léttan hátt, mig langar alls ekki að predika yfir fólki hvernig það eigi að sofa, heldur fá fólk til þess að vera meðvitað um svefn og skilja sig og sína svefnrútínu,“ segir Iona Sjöfn. Svefn og svefnferlið hefur lítið verið í almennri umræðu hér á landi og fólk á það til að einblína meira á hollan lífsstíl, hreyfingu og mataræði. „Með verkefninu Svefnmynstur langar mig að skapa umræðu um svefn og sýna fram á hvað hann er mikilvægur fyrir alla, svefn ber með sér einstaklingsbundna fegurð þess sem sefur. Svefnvenjur fólks eru ólíkar og við eigum öll okkar eigið svefnmynstur,“ segir hún hress í bragði. Iona Sjöfn hefur sumsé eytt undanförnum mánuðum í mikla hugmyndavinnu fyrir verkefnið sitt en innblástur fékk hún frá samnemendum sínum í Listaháskólanum. Algengt er að nemendur skólans þjáist af svefnleysi þegar þeir eru undir miklu álagi og oft er það upphafið að slæmu svefnmynstri. „Hugmyndin kom í fyrstu út frá svefnleysi listaháskólanema. Við sofum í kringum þrjátíu prósent af lífi okkar en við vitum rosalega lítið um svefn og mikilvægi hans,“ segir Iona Sjöfn og bætir við að henni hafi þótt virkilega þægilegt að vinna að verkefninu á sama tíma og hún þráði meiri svefn þessum álagstíma í verkefnaskilum. Það er óhætt að segja að framkvæmd verkefnisins Svefnmynstur endurspegli á vissan hátt fegurð svefnsins og dragi fram þægilegheit sem flestir sækjast eftir. „Út frá rannsókn minni á svefni geri ég mynstur sem ég prenta á efni og bý til teppi í samstarfi við saumakonu. Mynstrið endurspeglar mjúkar hreyfingar hins sofandi manns sem aftur endurspeglar fegurð svefnsins. Með teppinu vil ég draga fram þægilegheit og skapa rólegt andrúmsloft sem ýtir undir að fólk stoppi og njóti,“ segir hún. Iona Sjöfn lýkur námi í grafískri hönnun í maí og fram undan taka við hin ýmsu ævintýri þar sem hún mun taka þátt í fjallhjólakeppnum, ásamt því að hefja feril sinn sem grafískur hönnuður. „Eftir útskrift mun ég byrja að vinna á auglýsingarstofunni Jónsson&Le'macks sem grafískur hönnuður. Þess á milli ætla ég að taka þátt í fjallahjólakeppnum og demba mér í brúðkaupsskipulagninu þar sem ég mun giftast unnusta mínum 20. ágúst,“ segir Iona Sjöfn.
Tíska og hönnun Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Khalid kemur út úr skápnum Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira