Unnur Brá segir já við þingrofi og kosningum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2016 18:00 Unnur Brá Konráðsdóttir vísir/Ernir Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði rétt í þessu já við tillögu stjórnarandstöðunnar um að rjúfa þing og boða til kosninga. Hún er eini stjórnarþingmaðurinn sem hefur samþykkt tillöguna til þessa. „Ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn sem og þjóðin öll hafi hag af því að fara í kosningar,“ sagði Unnur Brá þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu. Hún taldi það hollt fyrir lýðræðið og þjóðfélagið í heild. „Þegar verða mikil átök í pólitíkinni eins og hafa orðið nú vegna þessara atburða sem orðið hafa í vikunni, líka vegna þess sem gerðist þegar þjóðin felldi Icesave lögin á sínum tíma, þá á þingið að skoða hug sinn og sjá hvort það sé ekki rétt að kjósa. Við erum ekki hrædd við kosningar. Þess vegna styð ég það að við förum í kosningar og segi já.“ Rætt hafði verið um afstöðu Unnar í dag eftir að hún kom fram í fjölmiðlum í gær og skýrði frá óánægju sinni varðandi niðurstöðu stjórnarflokkanna um að halda áfram stjórnarsamstarfi. Þá hafði verið rætt um meinta óánægju Vigdísar Hauksdóttur þingmanns Framsóknarflokks, hún sagðist í þinginu ekki styðja tillögu stjórnarandstöðunnar. Tillaga um þingrof og kosningar var felld með 37 atkvæðum gegn 26. Áður en kosið var um tillöguna um þingrof og kosningar fór fram atkvæðagreiðsla um vantraust á ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar en sú tillaga var felld með 38 atkvæðum gegn 25. Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði rétt í þessu já við tillögu stjórnarandstöðunnar um að rjúfa þing og boða til kosninga. Hún er eini stjórnarþingmaðurinn sem hefur samþykkt tillöguna til þessa. „Ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn sem og þjóðin öll hafi hag af því að fara í kosningar,“ sagði Unnur Brá þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu. Hún taldi það hollt fyrir lýðræðið og þjóðfélagið í heild. „Þegar verða mikil átök í pólitíkinni eins og hafa orðið nú vegna þessara atburða sem orðið hafa í vikunni, líka vegna þess sem gerðist þegar þjóðin felldi Icesave lögin á sínum tíma, þá á þingið að skoða hug sinn og sjá hvort það sé ekki rétt að kjósa. Við erum ekki hrædd við kosningar. Þess vegna styð ég það að við förum í kosningar og segi já.“ Rætt hafði verið um afstöðu Unnar í dag eftir að hún kom fram í fjölmiðlum í gær og skýrði frá óánægju sinni varðandi niðurstöðu stjórnarflokkanna um að halda áfram stjórnarsamstarfi. Þá hafði verið rætt um meinta óánægju Vigdísar Hauksdóttur þingmanns Framsóknarflokks, hún sagðist í þinginu ekki styðja tillögu stjórnarandstöðunnar. Tillaga um þingrof og kosningar var felld með 37 atkvæðum gegn 26. Áður en kosið var um tillöguna um þingrof og kosningar fór fram atkvæðagreiðsla um vantraust á ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar en sú tillaga var felld með 38 atkvæðum gegn 25.
Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira