Sjáðu fyrstu ræðu Lilju á þingi: „Stjórnarfarslegur stöðugleiki er kominn á í landinu“ Birgir Olgeirsson skrifar 8. apríl 2016 13:00 Lilja Alfreðsdóttir í ræðustól á Alþingi. Alþingi „Virðulegi forseti og góðir Íslendingar. Stjórnarfarslegur stöðugleiki er kominn á í landinu eftir pólitískt umrót síðastliðnu daga.“ Þetta voru fyrstu orð Lilju Alfreðsdóttur, nýs utanríkisráðherra, á þingi. Lilja kvaddi sér hljóðs við umræður um nýja ríkisstjórn en þar lagði hún meðal annars áherslu á að greina áhrif erlendrar umfjöllunar á orðspor Íslands. Sú umfjöllun hefur aðallega beinst að fráfarandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, vegna tengsla hans við aflandsfélagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Málið komst upp í kjölfar lekans á Panama-skjölunum.Sjáðu ræðuna í spilaranum hér fyrir neðan:Lilja sagði stjórnarflokkana hafa sameinast um að halda áfram að vinna að sínum góðu verkum með styrk og staðfestu til grundvallar. Markmið hennar sé að skapa forsendur fyrir áframhaldandi hagsæld á Íslandi. Lilja sagði greiðan aðgang að erlendum mörkuðum afar mikilvægan fyrir íslenskt þjóðarbú sem byggir hagsæld sína á útflutningi varnings, hugvits og menningar. „Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar mun ég beita mér fyrir öflugri hagsmunagæslu fyrir Ísland og áframhaldandi sókn á nýja markaði ekki síst í nýjum markaðsríkjum. Þannig munum við saman skapa aukin tækifæri fyrir kraftmikið íslenskt atvinnulíf,“ sagði Lilja. Hún sagði orðspor þjóðar vera fjöregg og að mikilvægt væri að undirstrika að Ísland hefur mikilvæga rödd á alþjóða vísu. „Við tölum fyrir lýðræðisumbótum,mannréttindum, jafnrétti og frelsi í viðskiptum. Það er mjög mikilvægt að við stöndum vörð um orðspor Íslands og þau gildi sem við stöndum fyrir sem þjóðfélag,“ sagði Lilja. Hún sagði þann storm sem hefur geisað síðust daga vissulega beina sjónum að orðspor Íslands. „Í ráðuneyti mínu er verið að greina áhrif þeirrar erlendu umfjöllunar sem hefur verið og sú vinna er ætíð í gangi. Það er brýnt að meta skaðsemi umræðunnar og bregðast við á viðeigandi hátt. Í raun má segja að með sama hætti að Ísland var fyrsta fórnarlamb hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu sem reið yfir á árunum 2008 og 2009, þá höfum við verið fyrst í skotlínunni núna. Mikilvægt er að koma öllum upplýsingum á framfæri af yfirvegun og festu. Mitt ráðuneyti mun leggja allt sitt af mörkum til þeirrar mála og við munum ekki slá slöku við í þeim efnum,“ sagði Lilja en horfa má á ræðu hennar í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Panama-skjölin Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
„Virðulegi forseti og góðir Íslendingar. Stjórnarfarslegur stöðugleiki er kominn á í landinu eftir pólitískt umrót síðastliðnu daga.“ Þetta voru fyrstu orð Lilju Alfreðsdóttur, nýs utanríkisráðherra, á þingi. Lilja kvaddi sér hljóðs við umræður um nýja ríkisstjórn en þar lagði hún meðal annars áherslu á að greina áhrif erlendrar umfjöllunar á orðspor Íslands. Sú umfjöllun hefur aðallega beinst að fráfarandi forsætisráðherra, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, vegna tengsla hans við aflandsfélagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Málið komst upp í kjölfar lekans á Panama-skjölunum.Sjáðu ræðuna í spilaranum hér fyrir neðan:Lilja sagði stjórnarflokkana hafa sameinast um að halda áfram að vinna að sínum góðu verkum með styrk og staðfestu til grundvallar. Markmið hennar sé að skapa forsendur fyrir áframhaldandi hagsæld á Íslandi. Lilja sagði greiðan aðgang að erlendum mörkuðum afar mikilvægan fyrir íslenskt þjóðarbú sem byggir hagsæld sína á útflutningi varnings, hugvits og menningar. „Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar mun ég beita mér fyrir öflugri hagsmunagæslu fyrir Ísland og áframhaldandi sókn á nýja markaði ekki síst í nýjum markaðsríkjum. Þannig munum við saman skapa aukin tækifæri fyrir kraftmikið íslenskt atvinnulíf,“ sagði Lilja. Hún sagði orðspor þjóðar vera fjöregg og að mikilvægt væri að undirstrika að Ísland hefur mikilvæga rödd á alþjóða vísu. „Við tölum fyrir lýðræðisumbótum,mannréttindum, jafnrétti og frelsi í viðskiptum. Það er mjög mikilvægt að við stöndum vörð um orðspor Íslands og þau gildi sem við stöndum fyrir sem þjóðfélag,“ sagði Lilja. Hún sagði þann storm sem hefur geisað síðust daga vissulega beina sjónum að orðspor Íslands. „Í ráðuneyti mínu er verið að greina áhrif þeirrar erlendu umfjöllunar sem hefur verið og sú vinna er ætíð í gangi. Það er brýnt að meta skaðsemi umræðunnar og bregðast við á viðeigandi hátt. Í raun má segja að með sama hætti að Ísland var fyrsta fórnarlamb hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu sem reið yfir á árunum 2008 og 2009, þá höfum við verið fyrst í skotlínunni núna. Mikilvægt er að koma öllum upplýsingum á framfæri af yfirvegun og festu. Mitt ráðuneyti mun leggja allt sitt af mörkum til þeirrar mála og við munum ekki slá slöku við í þeim efnum,“ sagði Lilja en horfa má á ræðu hennar í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Panama-skjölin Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira