Skattstjóri krefst þess að fá Panama-skjölin Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. apríl 2016 07:00 Skattayfirvöld telja að skjölin sem lekið var frá Mossack Fonseca séu ítarlegri en þau sem keypt voru í fyrra og vilja því komast yfir þau í eftirlitsskyni. Mynd/afp vísir/afp Ríkisskattstjóri hefur krafist þess að fá Panama-skjölin afhent frá Reykjavik Media á grundvelli 94. greinar tekjuskattslaga. Þar segir: „Öllum aðilum […] er skylt að láta skattyfirvöldum í té ókeypis og í því formi, sem óskað er, allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn er þau beiðast og unnt er að láta þeim í té. Ekki skiptir máli hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til […]. Ríkisskattstjóri sendi bréf til Reykjavik Media þessa efnis, sem hefur frest til að taka afstöðu til kröfunnar. Ríkisskattstjóri vill ekki gefa upp hvenær sá frestur rennur út. „Nú bíð ég bara eftir að Reykjavik Media tjái sig um málið,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.Jóhannes Kr. Kristjánsson Fréttablaðið/ErnirReykjavik Media hefur ekki afhent gögnin og virðist það ekki standa til á næstunni. „Reykjavik Media hefur ekkert forræði yfir gögnunum. Það hafa Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna (ICIJ),“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Reykjavik Media. „Varðandi óskir ríkisskattstjóra þá er lögmaður okkar að svara því erindi.“ Frekari svör fengust ekki frá ritstjóranum. Í lagaheimildinni sem ríkisskattstjóri vísar í segir að verði ágreiningur um skyldu aðila geti ríkisskattstjóri leitað um hann úrskurðar héraðsdóms. Gegni einhver ekki upplýsingaskyldu sinni megi vísa málinu til rannsóknar lögreglu. Skúli Eggert segir að ef Reykjavik Media afhendi ekki gögnin verði tekið á því þegar þar að komi. „Við skulum bara sjá til. Þeir verða að fá að svara fyrst.“ Embættið vill fá gögnin til að sinna eftirlitsskyldu. „Til að ganga úr skugga um hvort það kunni að vera einhver efni til að kanna skattskilin frekar,“ segir Skúli en gefur engin frekari svör um hvort grunur um lögbrot sé að ræða. „Þetta er í eftirlitsskyni.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag sagði Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri að þau gögn sem keypt voru í fyrra séu af svipuðum grunni og Panama-skjölin, en að þau síðarnefndu innihaldi að einhverju leyti ríkari gögn og fleiri félög. Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Ríkisskattstjóri hefur krafist þess að fá Panama-skjölin afhent frá Reykjavik Media á grundvelli 94. greinar tekjuskattslaga. Þar segir: „Öllum aðilum […] er skylt að láta skattyfirvöldum í té ókeypis og í því formi, sem óskað er, allar nauðsynlegar upplýsingar og gögn er þau beiðast og unnt er að láta þeim í té. Ekki skiptir máli hvort upplýsingarnar varða þann aðila sem beiðninni er beint til […]. Ríkisskattstjóri sendi bréf til Reykjavik Media þessa efnis, sem hefur frest til að taka afstöðu til kröfunnar. Ríkisskattstjóri vill ekki gefa upp hvenær sá frestur rennur út. „Nú bíð ég bara eftir að Reykjavik Media tjái sig um málið,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.Jóhannes Kr. Kristjánsson Fréttablaðið/ErnirReykjavik Media hefur ekki afhent gögnin og virðist það ekki standa til á næstunni. „Reykjavik Media hefur ekkert forræði yfir gögnunum. Það hafa Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna (ICIJ),“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Reykjavik Media. „Varðandi óskir ríkisskattstjóra þá er lögmaður okkar að svara því erindi.“ Frekari svör fengust ekki frá ritstjóranum. Í lagaheimildinni sem ríkisskattstjóri vísar í segir að verði ágreiningur um skyldu aðila geti ríkisskattstjóri leitað um hann úrskurðar héraðsdóms. Gegni einhver ekki upplýsingaskyldu sinni megi vísa málinu til rannsóknar lögreglu. Skúli Eggert segir að ef Reykjavik Media afhendi ekki gögnin verði tekið á því þegar þar að komi. „Við skulum bara sjá til. Þeir verða að fá að svara fyrst.“ Embættið vill fá gögnin til að sinna eftirlitsskyldu. „Til að ganga úr skugga um hvort það kunni að vera einhver efni til að kanna skattskilin frekar,“ segir Skúli en gefur engin frekari svör um hvort grunur um lögbrot sé að ræða. „Þetta er í eftirlitsskyni.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á mánudag sagði Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri að þau gögn sem keypt voru í fyrra séu af svipuðum grunni og Panama-skjölin, en að þau síðarnefndu innihaldi að einhverju leyti ríkari gögn og fleiri félög.
Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira