Sigmundur aftur á hliðarlínuna Sveinn Arnarsson skrifar 8. apríl 2016 07:00 Ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannsonar er skipuð jafnmörgum konum og körlum. Á myndina vantar Ólöfu Nordal innanríkisráðherra. Fréttablaðið/Anton Brink Ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við völdum á Bessastöðum í gær. Konum fjölgar í ríkisstjórninni. Eru jafnmargir ráðherrar af hvoru kyni í ríkisstjórn Sigurðar Inga. Fyrr um daginn kom til snarpra átaka milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, mætti til Bessastaða um klukkan tvö í gær og baðst lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Fundurinn stóð yfir í um klukkustund. Þegar Sigmundur Davíð gekk út af Bessastöðum óskaði hann nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í störfum sínum og sagðist stoltur af árangri sinnar ríkisstjórnar. Nú tæki við að verja ríkisstjórnina falli í dag og svo ætlaði hann í frí með konu sinni og barni. „Auðvitað hefði maður viljað fylgja þessum verkefnum eftir til enda en aðalatriðið er að verkefnið klárist,“ sagði Sigmundur á tröppunum utan við forsetabústaðinn. „Það var áhugavert að sitja minn fyrsta ríkisráðsfund og ég fann til mikillar ábyrgðar og auðmýktar fyrir þeirri mikilvægu vinnu sem fram undan er,“ segir nýr utanríkisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Hún tekur við af Gunnari Braga Sveinssyni sem verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra „Nú þurfum við að vanda til verka. Ríkisstjórnin hefur ekki langan tíma og hefur skuldbundið sig til að klára brýn mál.“Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra Lilja útilokaði ekki að taka þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Hins vegar væri of snemmt að ræða slíka hluti. „Tíminn verður að leiða það í ljós. Það er of snemmt að tala um það á þessari stundu. Ég útiloka ekki neitt í þeim efnum,“ svaraði Lilja. Fyrsta ráðuneyti Sigurðar Inga er nokkuð merkilegt fyrir þær sakir að í fyrsta skipti eru fleiri ráðherrar Framsóknarflokksins konur. Af fimm ráðherrum flokksins eru þrjár konur en tveir karlar. Aldrei hefur það gerst áður. Einnig er þetta í fyrsta skipti á lýðveldistímanum sem Framsóknarflokkur í tveggja flokka ríkisstjórn skipar ekki ráðherra af Norðausturlandi, sem hefur verið eitt höfuðvígi flokksins. Á lýðveldistímanum hefur það reyndar aðeins einu sinni gerst. Það var í samsteypustjórn Ólafs Jóhannessonar frá 1971 til 1974. Fyrir ríkisráðsfundinn fór fram þingfundur þar sem stjórnarandstaðan gagnrýndi meirihlutann fyrir að hlusta ekki á vilja þjóðarinnar. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði að þjóðin væri ekki tilbúin í „leikrit“ og boðaði málþóf í öllum málum. „Það tekur ekki þátt í þessu. Það er enginn valkostur eftir fyrir stjórnarandstöðuna annar en að segja við þessa stjórnarflokka: Það fara engin mál hér í gegnum þetta þing. Engin mál,“ sagði Róbert á Alþingi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 8. Apríl Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Sjá meira
Ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við völdum á Bessastöðum í gær. Konum fjölgar í ríkisstjórninni. Eru jafnmargir ráðherrar af hvoru kyni í ríkisstjórn Sigurðar Inga. Fyrr um daginn kom til snarpra átaka milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, mætti til Bessastaða um klukkan tvö í gær og baðst lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Fundurinn stóð yfir í um klukkustund. Þegar Sigmundur Davíð gekk út af Bessastöðum óskaði hann nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í störfum sínum og sagðist stoltur af árangri sinnar ríkisstjórnar. Nú tæki við að verja ríkisstjórnina falli í dag og svo ætlaði hann í frí með konu sinni og barni. „Auðvitað hefði maður viljað fylgja þessum verkefnum eftir til enda en aðalatriðið er að verkefnið klárist,“ sagði Sigmundur á tröppunum utan við forsetabústaðinn. „Það var áhugavert að sitja minn fyrsta ríkisráðsfund og ég fann til mikillar ábyrgðar og auðmýktar fyrir þeirri mikilvægu vinnu sem fram undan er,“ segir nýr utanríkisráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir. Hún tekur við af Gunnari Braga Sveinssyni sem verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra „Nú þurfum við að vanda til verka. Ríkisstjórnin hefur ekki langan tíma og hefur skuldbundið sig til að klára brýn mál.“Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra Lilja útilokaði ekki að taka þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Hins vegar væri of snemmt að ræða slíka hluti. „Tíminn verður að leiða það í ljós. Það er of snemmt að tala um það á þessari stundu. Ég útiloka ekki neitt í þeim efnum,“ svaraði Lilja. Fyrsta ráðuneyti Sigurðar Inga er nokkuð merkilegt fyrir þær sakir að í fyrsta skipti eru fleiri ráðherrar Framsóknarflokksins konur. Af fimm ráðherrum flokksins eru þrjár konur en tveir karlar. Aldrei hefur það gerst áður. Einnig er þetta í fyrsta skipti á lýðveldistímanum sem Framsóknarflokkur í tveggja flokka ríkisstjórn skipar ekki ráðherra af Norðausturlandi, sem hefur verið eitt höfuðvígi flokksins. Á lýðveldistímanum hefur það reyndar aðeins einu sinni gerst. Það var í samsteypustjórn Ólafs Jóhannessonar frá 1971 til 1974. Fyrir ríkisráðsfundinn fór fram þingfundur þar sem stjórnarandstaðan gagnrýndi meirihlutann fyrir að hlusta ekki á vilja þjóðarinnar. Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði að þjóðin væri ekki tilbúin í „leikrit“ og boðaði málþóf í öllum málum. „Það tekur ekki þátt í þessu. Það er enginn valkostur eftir fyrir stjórnarandstöðuna annar en að segja við þessa stjórnarflokka: Það fara engin mál hér í gegnum þetta þing. Engin mál,“ sagði Róbert á Alþingi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 8. Apríl
Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“