Eggert, Finnur og Róbert í minnispunktum Jóhannesar Kr. Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2016 13:02 "Þetta er ekki listinn. Hann er ekki til á neinu svona formi heldur eru þetta minnispunktar Jóhannesar Kr.,“ segir Aðalsteinn Kjartansson. vísir Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra, viðskiptajöfurinn Róbert Wessman og Eggert Skúlason, ritstjóri DV, eru á meðal Íslendinga sem er að finna á lista sem birtist í fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning sem sýndur var í sænska ríkisssjónvarpinu í gærkvöldi. DV greindi fyrst frá. Fleiri nöfn má sjá á listanum eins og viðskiptamannsins Boga Pálssonar, Loft Jóhannesson sem Vísir fjallaði um í gær, Sindra Sindrasonar, fyrrverandi stjórnarformann Eimskips , og Sigþórs Sigmarssonar, stjórnarmanni í Novator.Til umfjöllunar í þættinum voru Panama-skjölin og voru tengslin við Ísland fyrirferðamikil. Þar er því lýst hvernig sænsku fjölmiðlamennirnir í samvinnu við Jóhannes Kr. Kristjánsson undirbjuggu viðtalið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Viðtalið sem Sigmundur Davíð gekk út úr eftir að spurningarnar fóru að snúast að tengslum hans við Wintris. „Jebb. það er opinbert. Kallinn er í Panamaskjölunum. Sætti rannsókn skattayfirvalda og því máli er lokið. Greiddi skatta og skyldur. Endilega hrauna yfir kallinn. Koma svo, ekki láta sitt eftir liggja. Opið til klukkan 18 í dag,“ segir Eggert Skúlason á Facebook.Ekki listinn heldur minnispunktar Aðalsteinn Kjartansson, fréttamaður hjá Reykjavík Media, telur að listinn hafi verið birtur fyrir mistök í sjónvarpsþættinum. Ekki sé staðfest að öll nöfnin sem þar komi fram séu að finna í gögnunum sem lekið var. „Þetta er ekki listinn. Hann er ekki til á neinu svona formi heldur eru þetta minnispunktar Jóhannesar Kr. og Reyjavík Media hefur ekkert með birtinguna með þessu að gera.“ Aðalsteinn segir þetta auðvitað óheppilegt en ekkert við þessu að gera. Þeirra næstu skref væru áframhaldandi fréttavinnsla úr gögnunum. Höfðu þeir upplýst að nöfn um 600 Íslendinga væru að finna í gögnunum sem væru tengd um 800 félögum í aflandsfélögum í skattaskjólum.Hélt utan um hlut Róberts Félagið Aceway, skráð á Panama og í eigu Róbert Wessman er á listanum. Í skriflegu svari segir Halldór Kristmannsson, talsmaður Alvogen, þar sem Róbert er nú forstjóri, að Aceway hafi verið fjárfestingafélag stofnað á Panama í samstarfi við Landsbankann í Lúxemborg. „Tilgangur félagsins var að halda utan um eign Róberts í lyfjafyrirtækinu Actavis og uppsetning félagsins var samkvæmt ráðgjöf Landsbankans á þeim tíma. Actavis var á þessum tíma skráð í Kauphöll Íslands og eign Róberts í gegnum áðurnefnt félag því ávallt opinber í tilkynningum til Kauphallar,“ segir í svari Róberts til Vísis.Jóhann segist hafa verið boðið félagÞá er nafn Jóhanns Halldórssonar fjárfestis einnig á listanum í tengslum við félagið Acewood. Jóhann segir Landsbankann í Lúxemborg hafa boðið sér félagið til sölu en aldrei hafi orðið af þeim viðskiptum. Því hafi hann engin tengsl við Acewood og hef aldrei átt aðild að því félagi.DV greindi frá því árið 2010 að húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar væri í eigu félagsins Tenco Holding Services SA, sem skráð væri á Tortóla. Jóhann stýrir félaginu S8 sem hyggst reisa hótel á Hlíðarenda en félagið var í eigu Teco. Panama-skjölin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra, viðskiptajöfurinn Róbert Wessman og Eggert Skúlason, ritstjóri DV, eru á meðal Íslendinga sem er að finna á lista sem birtist í fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning sem sýndur var í sænska ríkisssjónvarpinu í gærkvöldi. DV greindi fyrst frá. Fleiri nöfn má sjá á listanum eins og viðskiptamannsins Boga Pálssonar, Loft Jóhannesson sem Vísir fjallaði um í gær, Sindra Sindrasonar, fyrrverandi stjórnarformann Eimskips , og Sigþórs Sigmarssonar, stjórnarmanni í Novator.Til umfjöllunar í þættinum voru Panama-skjölin og voru tengslin við Ísland fyrirferðamikil. Þar er því lýst hvernig sænsku fjölmiðlamennirnir í samvinnu við Jóhannes Kr. Kristjánsson undirbjuggu viðtalið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Viðtalið sem Sigmundur Davíð gekk út úr eftir að spurningarnar fóru að snúast að tengslum hans við Wintris. „Jebb. það er opinbert. Kallinn er í Panamaskjölunum. Sætti rannsókn skattayfirvalda og því máli er lokið. Greiddi skatta og skyldur. Endilega hrauna yfir kallinn. Koma svo, ekki láta sitt eftir liggja. Opið til klukkan 18 í dag,“ segir Eggert Skúlason á Facebook.Ekki listinn heldur minnispunktar Aðalsteinn Kjartansson, fréttamaður hjá Reykjavík Media, telur að listinn hafi verið birtur fyrir mistök í sjónvarpsþættinum. Ekki sé staðfest að öll nöfnin sem þar komi fram séu að finna í gögnunum sem lekið var. „Þetta er ekki listinn. Hann er ekki til á neinu svona formi heldur eru þetta minnispunktar Jóhannesar Kr. og Reyjavík Media hefur ekkert með birtinguna með þessu að gera.“ Aðalsteinn segir þetta auðvitað óheppilegt en ekkert við þessu að gera. Þeirra næstu skref væru áframhaldandi fréttavinnsla úr gögnunum. Höfðu þeir upplýst að nöfn um 600 Íslendinga væru að finna í gögnunum sem væru tengd um 800 félögum í aflandsfélögum í skattaskjólum.Hélt utan um hlut Róberts Félagið Aceway, skráð á Panama og í eigu Róbert Wessman er á listanum. Í skriflegu svari segir Halldór Kristmannsson, talsmaður Alvogen, þar sem Róbert er nú forstjóri, að Aceway hafi verið fjárfestingafélag stofnað á Panama í samstarfi við Landsbankann í Lúxemborg. „Tilgangur félagsins var að halda utan um eign Róberts í lyfjafyrirtækinu Actavis og uppsetning félagsins var samkvæmt ráðgjöf Landsbankans á þeim tíma. Actavis var á þessum tíma skráð í Kauphöll Íslands og eign Róberts í gegnum áðurnefnt félag því ávallt opinber í tilkynningum til Kauphallar,“ segir í svari Róberts til Vísis.Jóhann segist hafa verið boðið félagÞá er nafn Jóhanns Halldórssonar fjárfestis einnig á listanum í tengslum við félagið Acewood. Jóhann segir Landsbankann í Lúxemborg hafa boðið sér félagið til sölu en aldrei hafi orðið af þeim viðskiptum. Því hafi hann engin tengsl við Acewood og hef aldrei átt aðild að því félagi.DV greindi frá því árið 2010 að húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar væri í eigu félagsins Tenco Holding Services SA, sem skráð væri á Tortóla. Jóhann stýrir félaginu S8 sem hyggst reisa hótel á Hlíðarenda en félagið var í eigu Teco.
Panama-skjölin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira