Eggert, Finnur og Róbert í minnispunktum Jóhannesar Kr. Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2016 13:02 "Þetta er ekki listinn. Hann er ekki til á neinu svona formi heldur eru þetta minnispunktar Jóhannesar Kr.,“ segir Aðalsteinn Kjartansson. vísir Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra, viðskiptajöfurinn Róbert Wessman og Eggert Skúlason, ritstjóri DV, eru á meðal Íslendinga sem er að finna á lista sem birtist í fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning sem sýndur var í sænska ríkisssjónvarpinu í gærkvöldi. DV greindi fyrst frá. Fleiri nöfn má sjá á listanum eins og viðskiptamannsins Boga Pálssonar, Loft Jóhannesson sem Vísir fjallaði um í gær, Sindra Sindrasonar, fyrrverandi stjórnarformann Eimskips , og Sigþórs Sigmarssonar, stjórnarmanni í Novator.Til umfjöllunar í þættinum voru Panama-skjölin og voru tengslin við Ísland fyrirferðamikil. Þar er því lýst hvernig sænsku fjölmiðlamennirnir í samvinnu við Jóhannes Kr. Kristjánsson undirbjuggu viðtalið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Viðtalið sem Sigmundur Davíð gekk út úr eftir að spurningarnar fóru að snúast að tengslum hans við Wintris. „Jebb. það er opinbert. Kallinn er í Panamaskjölunum. Sætti rannsókn skattayfirvalda og því máli er lokið. Greiddi skatta og skyldur. Endilega hrauna yfir kallinn. Koma svo, ekki láta sitt eftir liggja. Opið til klukkan 18 í dag,“ segir Eggert Skúlason á Facebook.Ekki listinn heldur minnispunktar Aðalsteinn Kjartansson, fréttamaður hjá Reykjavík Media, telur að listinn hafi verið birtur fyrir mistök í sjónvarpsþættinum. Ekki sé staðfest að öll nöfnin sem þar komi fram séu að finna í gögnunum sem lekið var. „Þetta er ekki listinn. Hann er ekki til á neinu svona formi heldur eru þetta minnispunktar Jóhannesar Kr. og Reyjavík Media hefur ekkert með birtinguna með þessu að gera.“ Aðalsteinn segir þetta auðvitað óheppilegt en ekkert við þessu að gera. Þeirra næstu skref væru áframhaldandi fréttavinnsla úr gögnunum. Höfðu þeir upplýst að nöfn um 600 Íslendinga væru að finna í gögnunum sem væru tengd um 800 félögum í aflandsfélögum í skattaskjólum.Hélt utan um hlut Róberts Félagið Aceway, skráð á Panama og í eigu Róbert Wessman er á listanum. Í skriflegu svari segir Halldór Kristmannsson, talsmaður Alvogen, þar sem Róbert er nú forstjóri, að Aceway hafi verið fjárfestingafélag stofnað á Panama í samstarfi við Landsbankann í Lúxemborg. „Tilgangur félagsins var að halda utan um eign Róberts í lyfjafyrirtækinu Actavis og uppsetning félagsins var samkvæmt ráðgjöf Landsbankans á þeim tíma. Actavis var á þessum tíma skráð í Kauphöll Íslands og eign Róberts í gegnum áðurnefnt félag því ávallt opinber í tilkynningum til Kauphallar,“ segir í svari Róberts til Vísis.Jóhann segist hafa verið boðið félagÞá er nafn Jóhanns Halldórssonar fjárfestis einnig á listanum í tengslum við félagið Acewood. Jóhann segir Landsbankann í Lúxemborg hafa boðið sér félagið til sölu en aldrei hafi orðið af þeim viðskiptum. Því hafi hann engin tengsl við Acewood og hef aldrei átt aðild að því félagi.DV greindi frá því árið 2010 að húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar væri í eigu félagsins Tenco Holding Services SA, sem skráð væri á Tortóla. Jóhann stýrir félaginu S8 sem hyggst reisa hótel á Hlíðarenda en félagið var í eigu Teco. Panama-skjölin Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra, viðskiptajöfurinn Róbert Wessman og Eggert Skúlason, ritstjóri DV, eru á meðal Íslendinga sem er að finna á lista sem birtist í fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning sem sýndur var í sænska ríkisssjónvarpinu í gærkvöldi. DV greindi fyrst frá. Fleiri nöfn má sjá á listanum eins og viðskiptamannsins Boga Pálssonar, Loft Jóhannesson sem Vísir fjallaði um í gær, Sindra Sindrasonar, fyrrverandi stjórnarformann Eimskips , og Sigþórs Sigmarssonar, stjórnarmanni í Novator.Til umfjöllunar í þættinum voru Panama-skjölin og voru tengslin við Ísland fyrirferðamikil. Þar er því lýst hvernig sænsku fjölmiðlamennirnir í samvinnu við Jóhannes Kr. Kristjánsson undirbjuggu viðtalið við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Viðtalið sem Sigmundur Davíð gekk út úr eftir að spurningarnar fóru að snúast að tengslum hans við Wintris. „Jebb. það er opinbert. Kallinn er í Panamaskjölunum. Sætti rannsókn skattayfirvalda og því máli er lokið. Greiddi skatta og skyldur. Endilega hrauna yfir kallinn. Koma svo, ekki láta sitt eftir liggja. Opið til klukkan 18 í dag,“ segir Eggert Skúlason á Facebook.Ekki listinn heldur minnispunktar Aðalsteinn Kjartansson, fréttamaður hjá Reykjavík Media, telur að listinn hafi verið birtur fyrir mistök í sjónvarpsþættinum. Ekki sé staðfest að öll nöfnin sem þar komi fram séu að finna í gögnunum sem lekið var. „Þetta er ekki listinn. Hann er ekki til á neinu svona formi heldur eru þetta minnispunktar Jóhannesar Kr. og Reyjavík Media hefur ekkert með birtinguna með þessu að gera.“ Aðalsteinn segir þetta auðvitað óheppilegt en ekkert við þessu að gera. Þeirra næstu skref væru áframhaldandi fréttavinnsla úr gögnunum. Höfðu þeir upplýst að nöfn um 600 Íslendinga væru að finna í gögnunum sem væru tengd um 800 félögum í aflandsfélögum í skattaskjólum.Hélt utan um hlut Róberts Félagið Aceway, skráð á Panama og í eigu Róbert Wessman er á listanum. Í skriflegu svari segir Halldór Kristmannsson, talsmaður Alvogen, þar sem Róbert er nú forstjóri, að Aceway hafi verið fjárfestingafélag stofnað á Panama í samstarfi við Landsbankann í Lúxemborg. „Tilgangur félagsins var að halda utan um eign Róberts í lyfjafyrirtækinu Actavis og uppsetning félagsins var samkvæmt ráðgjöf Landsbankans á þeim tíma. Actavis var á þessum tíma skráð í Kauphöll Íslands og eign Róberts í gegnum áðurnefnt félag því ávallt opinber í tilkynningum til Kauphallar,“ segir í svari Róberts til Vísis.Jóhann segist hafa verið boðið félagÞá er nafn Jóhanns Halldórssonar fjárfestis einnig á listanum í tengslum við félagið Acewood. Jóhann segir Landsbankann í Lúxemborg hafa boðið sér félagið til sölu en aldrei hafi orðið af þeim viðskiptum. Því hafi hann engin tengsl við Acewood og hef aldrei átt aðild að því félagi.DV greindi frá því árið 2010 að húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar væri í eigu félagsins Tenco Holding Services SA, sem skráð væri á Tortóla. Jóhann stýrir félaginu S8 sem hyggst reisa hótel á Hlíðarenda en félagið var í eigu Teco.
Panama-skjölin Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira