Segir engan frið munu nást fyrr en rödd þjóðarinnar hljómar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. apríl 2016 12:38 Össur Skarphéðinsson vill frið meðal þjóðarinnar. Vísir/Vilhelm Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist sammála Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokks, um að ganga þurfi tafarlaust til kosninga. Hann benti á að ekki hefði verið hægt að ræða vantrauststillögu vegna upplausnar á Alþingi. Þetta kom fram á þingfundi á Alþingi sem hófst klukkan 11 í morgun. Umræðan hverfist um ástandið í samfélaginu eftir að í ljós kom að forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innanríkisráðherra voru nefnd í Panama-skjölunum. „Háttvirtur fjármála- og efnahagsráðherra sagði að trúnaðarbresturinn væri í reynd eitthvað sem líkja mætti við eldgos og hamfarir,“ sagði Össur og tók undir þau orð. Hann sagði í kjölfarið að ekki væri hægt að ná friði nema með því að láta rödd þjóðarinnar hljóma. Össur telur að það „eigi að láta þjóðina ráða úrslitum um það í kosningum, sem verða haldnar sem fyrst, hvort að þessi ríkisstjórn haldi áfram eða hvort hún verði sett á haugana.“ Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, kom á eftir Össuri í pontu og sagðist viss um að eina ástæðan fyrir því að stjórnarflokkarnir vildu ekki ganga til kosninga strax væri vegna þess að forystumennirnir vildu bíða eftir því að reiði almennings myndi dvína. Brynhildur Pétursdóttir gagnrýndi það hversu langan tíma það tók Framsóknarflokkinn að bregðast við kröfum almennings um afsögn forsætisráðherra. Hún sagðist óttast foringjadýrkun flokksins og sagði slíka dýrkun hættulega. Nefndi hún meðvirkni í þessu samhengi. Panama-skjölin Tengdar fréttir Áhöld um hvort loforð Bjarna um kosningar standist Sé sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar skoðuð, að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafaþing, út frá reglum þingskapa og fjárlaggerðar er óvíst hvort hægt sé að blása til kosninga fyrr en næsta vetur, í fyrsta lagi. Betra hefði verið að nefna dagsetningu. 7. apríl 2016 12:12 Steingrímur óð í stjórnarflokkana: „Nú á forsætisráðherra loksins heimsmet“ Þingmaður Vinstri grænna segir þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 7. apríl 2016 12:33 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist sammála Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Framsóknarflokks, um að ganga þurfi tafarlaust til kosninga. Hann benti á að ekki hefði verið hægt að ræða vantrauststillögu vegna upplausnar á Alþingi. Þetta kom fram á þingfundi á Alþingi sem hófst klukkan 11 í morgun. Umræðan hverfist um ástandið í samfélaginu eftir að í ljós kom að forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innanríkisráðherra voru nefnd í Panama-skjölunum. „Háttvirtur fjármála- og efnahagsráðherra sagði að trúnaðarbresturinn væri í reynd eitthvað sem líkja mætti við eldgos og hamfarir,“ sagði Össur og tók undir þau orð. Hann sagði í kjölfarið að ekki væri hægt að ná friði nema með því að láta rödd þjóðarinnar hljóma. Össur telur að það „eigi að láta þjóðina ráða úrslitum um það í kosningum, sem verða haldnar sem fyrst, hvort að þessi ríkisstjórn haldi áfram eða hvort hún verði sett á haugana.“ Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, kom á eftir Össuri í pontu og sagðist viss um að eina ástæðan fyrir því að stjórnarflokkarnir vildu ekki ganga til kosninga strax væri vegna þess að forystumennirnir vildu bíða eftir því að reiði almennings myndi dvína. Brynhildur Pétursdóttir gagnrýndi það hversu langan tíma það tók Framsóknarflokkinn að bregðast við kröfum almennings um afsögn forsætisráðherra. Hún sagðist óttast foringjadýrkun flokksins og sagði slíka dýrkun hættulega. Nefndi hún meðvirkni í þessu samhengi.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Áhöld um hvort loforð Bjarna um kosningar standist Sé sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar skoðuð, að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafaþing, út frá reglum þingskapa og fjárlaggerðar er óvíst hvort hægt sé að blása til kosninga fyrr en næsta vetur, í fyrsta lagi. Betra hefði verið að nefna dagsetningu. 7. apríl 2016 12:12 Steingrímur óð í stjórnarflokkana: „Nú á forsætisráðherra loksins heimsmet“ Þingmaður Vinstri grænna segir þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 7. apríl 2016 12:33 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Áhöld um hvort loforð Bjarna um kosningar standist Sé sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar skoðuð, að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafaþing, út frá reglum þingskapa og fjárlaggerðar er óvíst hvort hægt sé að blása til kosninga fyrr en næsta vetur, í fyrsta lagi. Betra hefði verið að nefna dagsetningu. 7. apríl 2016 12:12
Steingrímur óð í stjórnarflokkana: „Nú á forsætisráðherra loksins heimsmet“ Þingmaður Vinstri grænna segir þjóðina blæða fyrir hugmyndafræði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 7. apríl 2016 12:33