„Það hefur enginn beðist afsökunar“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. apríl 2016 12:20 Birgitta Jónsdóttir pírati gagnrýnir vöntun á auðmýkt. Vísir/valli „Það hefur enginn beðist afsökunar,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, á Alþingi í dag. Hún vísar þar til atburða undanfarinna daga eftir að í ljós kom að nöfn fjölmargra Íslendinga leyndust í Panama-skjölunum svokölluðu. „Það hefur enginn komið fram við þjóðina þannig að við getum hætt að upplifa okkur eins og við séum í einhverju fáránlegu Dario fo leikriti.“ Dario Fo er ítalskur leikstjóri og leikritaskáld sem hefur verið gagnrýndur fyrir hárbeittar háðsdeilur sínar af pólitískum öflum á hægri vængnum á Ítalíu. Birgitta gagnrýndi skort á auðmýkt núverandi valdhafa og spurði Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hvort nóg hafi verið að gert til þess að endurheimta traust og trúnað gagnvart þjóðinni og alþjóðasamfélaginu? „Orðin að athlægi í alþjóðasamfélaginu“ „Þrjú prósent treystu næstkomandi forsætisráðherra í því embætti sem hann stýrir nú,“ sagði Birgitta og vísaði til könnunar Fréttablaðsins. Þá benti hún á að sjötíu prósent hafi sagst vilja að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra myndi segja af sér.Sigurður Ingi Jóhannsson, verðandi forsætisráðherra, tekur til máls á Alþingi í morgun. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hlýðir á.Vísir/Pjetur„Við erum orðin að algjöru athlægi í alþjóðasamfélaginu, allt í boði núverandi valdhafa.“ Sigurður Ingi viðurkenndi að mikið verk væri óunnið enn þrátt fyrir að forsætisráðherra hefði ákveðið að stíga til hliðar. Verkin hingað til unnið þverpólitískt „Við þurfum auðvitað að taka á því með hvaða hætti það gerist. Við höfum meðal annars fengið mikla athygli á liðnum árum fyrir frábæra vinnu sem við höfum verið að vinna að. Við erum með mikla athygli fjölmiðla heimsins á okkur í dag og við eigum auðvitað að nýta það tækifæri til að sýna þá stöðu að við erum komin langt með endurreisn þjóðfélagsins og hvernig við ætlum að taka á þessum málum af skilvirkni og festu.“ Birgitta var óánægð með svörin og spurði hvers vegna verðandi forsætisráðherra telji Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk best til þess fallna að leiða Ísland í gegnum vinnuna við afnám fjármagnshafta. Róbert Marshall var minntur á tíu ára gamalt bréf á þingi.Vísir/Ernir„Þetta hefur verið unnið í þverpólitískri vinnu, hvers vegna þurfa ykkar nöfn að vera tengd við það?“ Sigurður Ingi sagðist telja að mikilvægt væri að sú ríkisstjórn fái að halda áfram sinni vinnu sem sinnt hefur verkefnunum hingað til og unnið frábært starf. Þá sagði hann mikla óvissutíma ríkja. „Þið eruð óvissan,“ kallaði Birgitta þá úr þingsal. „Þið eruð óvissan.“ Mikill hasar á þingi Mikið hefur verið um frammíköll í þingsal í dag en áður en Birgitta bar upp sína fyrirspurn svaraði fjármálaráðherra fyrirspurn frá Róberti Marshall þingmanni Bjartrar framtíðar með því að vísa í bréf hans „Kæri Jón“ sem Róbert birti fyrir áratug í Morgunblaðinu til þess að biðjast griða fyrir sjónvarpsstöðina NFS sem þá átti í fjármagnsörðugleikum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kölluðu: „Þetta er ómálefnalegt“ úr sal. Þá kallaði Svandís Svavarsdóttir: „Ekki persónugera vandann“ og vísaði til orða Bjarna fyrr í umræðunum til Árna Páls. Panama-skjölin Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
„Það hefur enginn beðist afsökunar,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, á Alþingi í dag. Hún vísar þar til atburða undanfarinna daga eftir að í ljós kom að nöfn fjölmargra Íslendinga leyndust í Panama-skjölunum svokölluðu. „Það hefur enginn komið fram við þjóðina þannig að við getum hætt að upplifa okkur eins og við séum í einhverju fáránlegu Dario fo leikriti.“ Dario Fo er ítalskur leikstjóri og leikritaskáld sem hefur verið gagnrýndur fyrir hárbeittar háðsdeilur sínar af pólitískum öflum á hægri vængnum á Ítalíu. Birgitta gagnrýndi skort á auðmýkt núverandi valdhafa og spurði Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hvort nóg hafi verið að gert til þess að endurheimta traust og trúnað gagnvart þjóðinni og alþjóðasamfélaginu? „Orðin að athlægi í alþjóðasamfélaginu“ „Þrjú prósent treystu næstkomandi forsætisráðherra í því embætti sem hann stýrir nú,“ sagði Birgitta og vísaði til könnunar Fréttablaðsins. Þá benti hún á að sjötíu prósent hafi sagst vilja að Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra myndi segja af sér.Sigurður Ingi Jóhannsson, verðandi forsætisráðherra, tekur til máls á Alþingi í morgun. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, hlýðir á.Vísir/Pjetur„Við erum orðin að algjöru athlægi í alþjóðasamfélaginu, allt í boði núverandi valdhafa.“ Sigurður Ingi viðurkenndi að mikið verk væri óunnið enn þrátt fyrir að forsætisráðherra hefði ákveðið að stíga til hliðar. Verkin hingað til unnið þverpólitískt „Við þurfum auðvitað að taka á því með hvaða hætti það gerist. Við höfum meðal annars fengið mikla athygli á liðnum árum fyrir frábæra vinnu sem við höfum verið að vinna að. Við erum með mikla athygli fjölmiðla heimsins á okkur í dag og við eigum auðvitað að nýta það tækifæri til að sýna þá stöðu að við erum komin langt með endurreisn þjóðfélagsins og hvernig við ætlum að taka á þessum málum af skilvirkni og festu.“ Birgitta var óánægð með svörin og spurði hvers vegna verðandi forsætisráðherra telji Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk best til þess fallna að leiða Ísland í gegnum vinnuna við afnám fjármagnshafta. Róbert Marshall var minntur á tíu ára gamalt bréf á þingi.Vísir/Ernir„Þetta hefur verið unnið í þverpólitískri vinnu, hvers vegna þurfa ykkar nöfn að vera tengd við það?“ Sigurður Ingi sagðist telja að mikilvægt væri að sú ríkisstjórn fái að halda áfram sinni vinnu sem sinnt hefur verkefnunum hingað til og unnið frábært starf. Þá sagði hann mikla óvissutíma ríkja. „Þið eruð óvissan,“ kallaði Birgitta þá úr þingsal. „Þið eruð óvissan.“ Mikill hasar á þingi Mikið hefur verið um frammíköll í þingsal í dag en áður en Birgitta bar upp sína fyrirspurn svaraði fjármálaráðherra fyrirspurn frá Róberti Marshall þingmanni Bjartrar framtíðar með því að vísa í bréf hans „Kæri Jón“ sem Róbert birti fyrir áratug í Morgunblaðinu til þess að biðjast griða fyrir sjónvarpsstöðina NFS sem þá átti í fjármagnsörðugleikum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kölluðu: „Þetta er ómálefnalegt“ úr sal. Þá kallaði Svandís Svavarsdóttir: „Ekki persónugera vandann“ og vísaði til orða Bjarna fyrr í umræðunum til Árna Páls.
Panama-skjölin Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira