Ný ríkisstjórn fram hjá miðstjórnum flokkanna Sveinn Arnarsson skrifar 7. apríl 2016 11:07 Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson kynna niðurstöðu viðræðna sinna. Þeir munu ekki ræða við Miðstjórnir flokka sinna vísir/vilhelm Flokksráð Sjálfstæðisflokks og miðstjórn Framsóknarflokks hafa ekki verið kallaðar saman vegna nýrrar ríkisstjórnarmyndunar þrátt fyrir að lög beggja flokka gera beinlínis ráð fyrir því. Ný ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar á að taka við völdum í landinu klukkan þrjú í dag. Þorfinnur Björnsson, skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins, staðfestir að miðstjórn flokksins hafi ekki verið kölluð saman. Í lögum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segir að miðstjórn eða flokksráð flokkanna þurfi að koma saman til að samþykkja aðild sína að ríkisstjórn, málefnasamning og þá hefur venjan verið sú að ráðherralistar flokkanna liggi fyrir á fundunum til samþykktar. Í lögum Sjálfstæðisflokksins er talað um flokksráð flokksins en Framsóknarflokkurinn kallar stofnunina miðstjórn. Síðustu dagar hafa verið róstursamir í íslenskum stjórnmálum. Á einum sólarhring náðu Bjarni Benediktsson og Sigðurður Ingi Jóhannsson saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar á grunni þess samstarfs sem verið hefur milli flokkanna frá kosningum árið 2013. Í lögum Framsóknarflokksins segir að miðstjórn flokksins fari með umboð hans á milli flokksþinga og ákvarði um þátttöku flokksins í ríkisstjórn. „Málefnasamning um ríkisstjórnarsamstarf skal leggja fyrir miðstjórn,“ segir í lögum framsóknarflokksins. Í miðstjórn Framsóknarflokksins eiga sæti um 200 fulltrúar Sömu sögu er að segja af lögum Sjálfstæðisflokksins. Úr skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins er að finna reglur um flokksráð í 10. grein reglanna. „Flokksráð markar stjórnmálastefnu flokksins og afstöðu til einstakra mála, ef ekki liggja fyrir ályktanir landsfundar. Tillögu um þátttöku Sjálfstæðisflokksins í myndun ríkisstjórnar ber að leggja fyrir flokksráð sem tekur ákvörðun um ríkisstjórnaraðild flokksins.“Vigdís Hauksdóttir vildi ekki tjá sig á þessu stigi málsins hvort miðstjórn þyrfti að vera kölluð saman.vísir/VilhelmRíkisstjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, meta það sem svo að ekki þurfi að leggja nýja ríkisstjórn fyrir miðstjórnir flokkanna því málefnin byggi á stjórnarsáttmála sem samþykktur var 2013. Hinsvegar er ljóst að ný ríkisstjórn verður til í dag undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar; hans fyrsta ráðuneyti. Forystumenn beggja stjórnarflokkanna gera sér grein fyrir að óeining er meðal flokksmanna með hinar ýmsu ákvarðanir sem teknar hafa verið á síðustu dögum. Þingmenn hafa sagst vera ósáttir við niðurstöðuna og að allir kostir í stöðunni væru slæmir. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hafði ekki gert sér grein fyrir þessari stöðu þegar fréttastofa náði tali af henni. Hún vildi ekki tjá sig um þessa stöðu og hvort þurfi að kalla saman miðstjórn flokksins. Hún vildi kynna sér málið. Sagði hún rétt að formaður og varaformaður flokksins myndu svara þessum vangaveltum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, benti á þetta á Facebook síðu sinni í dag og hafa spunnist nokkrar umræður um þetta. Nefnir hann að hann hafi skrifað ævisögu Steingríms Hermannssonar, fyrrum formanns Framsóknarflokksins og forsætisráðherra þjóðarinnar. ég skrifaði einu sinni ævisögu Steingríms Hermannssonar sem var farsæll formaður Framsóknarflokksins - og rámaði þess...Posted by Dagur B. Eggertsson on Thursday, April 7, 2016 Panama-skjölin Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira
Flokksráð Sjálfstæðisflokks og miðstjórn Framsóknarflokks hafa ekki verið kallaðar saman vegna nýrrar ríkisstjórnarmyndunar þrátt fyrir að lög beggja flokka gera beinlínis ráð fyrir því. Ný ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar á að taka við völdum í landinu klukkan þrjú í dag. Þorfinnur Björnsson, skrifstofustjóri þingflokks Framsóknarflokksins, staðfestir að miðstjórn flokksins hafi ekki verið kölluð saman. Í lögum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks segir að miðstjórn eða flokksráð flokkanna þurfi að koma saman til að samþykkja aðild sína að ríkisstjórn, málefnasamning og þá hefur venjan verið sú að ráðherralistar flokkanna liggi fyrir á fundunum til samþykktar. Í lögum Sjálfstæðisflokksins er talað um flokksráð flokksins en Framsóknarflokkurinn kallar stofnunina miðstjórn. Síðustu dagar hafa verið róstursamir í íslenskum stjórnmálum. Á einum sólarhring náðu Bjarni Benediktsson og Sigðurður Ingi Jóhannsson saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar á grunni þess samstarfs sem verið hefur milli flokkanna frá kosningum árið 2013. Í lögum Framsóknarflokksins segir að miðstjórn flokksins fari með umboð hans á milli flokksþinga og ákvarði um þátttöku flokksins í ríkisstjórn. „Málefnasamning um ríkisstjórnarsamstarf skal leggja fyrir miðstjórn,“ segir í lögum framsóknarflokksins. Í miðstjórn Framsóknarflokksins eiga sæti um 200 fulltrúar Sömu sögu er að segja af lögum Sjálfstæðisflokksins. Úr skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins er að finna reglur um flokksráð í 10. grein reglanna. „Flokksráð markar stjórnmálastefnu flokksins og afstöðu til einstakra mála, ef ekki liggja fyrir ályktanir landsfundar. Tillögu um þátttöku Sjálfstæðisflokksins í myndun ríkisstjórnar ber að leggja fyrir flokksráð sem tekur ákvörðun um ríkisstjórnaraðild flokksins.“Vigdís Hauksdóttir vildi ekki tjá sig á þessu stigi málsins hvort miðstjórn þyrfti að vera kölluð saman.vísir/VilhelmRíkisstjórnarflokkarnir, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, meta það sem svo að ekki þurfi að leggja nýja ríkisstjórn fyrir miðstjórnir flokkanna því málefnin byggi á stjórnarsáttmála sem samþykktur var 2013. Hinsvegar er ljóst að ný ríkisstjórn verður til í dag undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar; hans fyrsta ráðuneyti. Forystumenn beggja stjórnarflokkanna gera sér grein fyrir að óeining er meðal flokksmanna með hinar ýmsu ákvarðanir sem teknar hafa verið á síðustu dögum. Þingmenn hafa sagst vera ósáttir við niðurstöðuna og að allir kostir í stöðunni væru slæmir. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hafði ekki gert sér grein fyrir þessari stöðu þegar fréttastofa náði tali af henni. Hún vildi ekki tjá sig um þessa stöðu og hvort þurfi að kalla saman miðstjórn flokksins. Hún vildi kynna sér málið. Sagði hún rétt að formaður og varaformaður flokksins myndu svara þessum vangaveltum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, benti á þetta á Facebook síðu sinni í dag og hafa spunnist nokkrar umræður um þetta. Nefnir hann að hann hafi skrifað ævisögu Steingríms Hermannssonar, fyrrum formanns Framsóknarflokksins og forsætisráðherra þjóðarinnar. ég skrifaði einu sinni ævisögu Steingríms Hermannssonar sem var farsæll formaður Framsóknarflokksins - og rámaði þess...Posted by Dagur B. Eggertsson on Thursday, April 7, 2016
Panama-skjölin Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira