Ekki fékkst samband við tæknideild til þess að athuga hvað væri að. Þegar Vísir hafði samband við Alþingi stóð til að reyna að ná sambandi við tæknideild.
Blaðamaður Vísis á staðnum segir að fundi hafi verið frestað til ellefu.
Fundi óvænt frestað í alþingi nú rétt áðan. Geimveruhljóð í hljóðkerfinu. Kannski eru þær að koma til að bjarga okkur úr þessu rugli...
— Ottarr Proppe (@OttarrProppe) April 7, 2016
Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar var fyrstur í pontu en ekki heyrðust orðaskil vegna skruðninga í útsendingu.
Gert hefur verið fundarhlé.
Uppfært
Þingfundur hófst klukkan 11 og er í beinni útsendingu hér.