Tilvalið að dansa af sér veturinn á tónleikum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. apríl 2016 10:15 Það er líka til listahópur sem heitir Vinnslan. Í honum er Harpa Fönn sem sést hér með iPad. Mynd/Úr einkasafni Listahátíðin Vinnslan verður haldin nú á laugardagskvöldið í Tjarnarbíói. Um 30 listamenn sýna þar verk í vinnslu og fylla rými Tjarnarbíós með hinum ýmsu listformum. „Það sem er skemmtilegast við hátíðina er fjölbreytnin því þar verða brot og atriði úr því ferskasta sem er að gerast í lifandi tónlist, myndlist, leikhúsverkum, dansi, gjörningum og vídeólist,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir sem er meðal skipuleggjenda Vinnslunnar. Hún segir allt Tjarnarbíó lagt undir, hvort sem um sé að ræða svið eða salerni, miðasölu, bar, æfinga-, búninga- eða sminkherbergi. „Gestir fá dagskrárblað í hendur og geta svo gengið um og skoðað, hlustað og uppgötvað eitt og annað því listamennirnir sýna brot úr verkum sem þeir eru að þróa og fá viðbrögð áhorfenda við þeim, áður en þeir fullvinna þau.“ Þetta er tíunda Vinnslan, að sögn Hörpu Fannar, og allar hafa þær verið vel sóttar. „Til að byrja með voru þær í Norðurpólnum úti á Nesi og þangað komu um 300 á kvöldi,“ lýsir hún og segir héðan í frá stefnt að slíkri listahátíð árlega í apríl. Meðal listamanna að þessu sinni eru Sigga Soffía, Stafrænn Hákon, Mikael Lind, Körrent, Quest, Einar Indra og Elín Anna Þórisdóttir. Hátíðin stendur frá klukkan 19.30 til 23. „Kvöldinu lýkur á tónleikum,“ segir Harpa Fönn. „Þá er tilvalið að dansa af sér veturinn.“ Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira
Listahátíðin Vinnslan verður haldin nú á laugardagskvöldið í Tjarnarbíói. Um 30 listamenn sýna þar verk í vinnslu og fylla rými Tjarnarbíós með hinum ýmsu listformum. „Það sem er skemmtilegast við hátíðina er fjölbreytnin því þar verða brot og atriði úr því ferskasta sem er að gerast í lifandi tónlist, myndlist, leikhúsverkum, dansi, gjörningum og vídeólist,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir sem er meðal skipuleggjenda Vinnslunnar. Hún segir allt Tjarnarbíó lagt undir, hvort sem um sé að ræða svið eða salerni, miðasölu, bar, æfinga-, búninga- eða sminkherbergi. „Gestir fá dagskrárblað í hendur og geta svo gengið um og skoðað, hlustað og uppgötvað eitt og annað því listamennirnir sýna brot úr verkum sem þeir eru að þróa og fá viðbrögð áhorfenda við þeim, áður en þeir fullvinna þau.“ Þetta er tíunda Vinnslan, að sögn Hörpu Fannar, og allar hafa þær verið vel sóttar. „Til að byrja með voru þær í Norðurpólnum úti á Nesi og þangað komu um 300 á kvöldi,“ lýsir hún og segir héðan í frá stefnt að slíkri listahátíð árlega í apríl. Meðal listamanna að þessu sinni eru Sigga Soffía, Stafrænn Hákon, Mikael Lind, Körrent, Quest, Einar Indra og Elín Anna Þórisdóttir. Hátíðin stendur frá klukkan 19.30 til 23. „Kvöldinu lýkur á tónleikum,“ segir Harpa Fönn. „Þá er tilvalið að dansa af sér veturinn.“
Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira