Innlent

Uppákoma kvöldsins á Alþingi: „Þetta var ferlegt“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknar, á tali við fjölmiðla skömmu áður en rann upp fyrir honum ljós.
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknar, á tali við fjölmiðla skömmu áður en rann upp fyrir honum ljós.
Höskuldur Þórhallsson stal að margra mati senunni þegar hann varð að nokkurs konar sjálfskipuðum upplýsingafulltrúa stjórnarflokkanna. Hann tilkynnti fjölmiðlafólki á Alþingi að Sigurður Ingi Jóhannsson yrði forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir væri ráðherraefni, á undan áætlun.

Höskuldur hefur húmor fyrir uppákomunni og útskýrir aðdraganda hennar á Facebook-síðu sinni í kvöld.

„Eftir langan fund í þingflokknum biðum við á meðan Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð færu fram til að svara blaðamönnum,“ segir Höskuldur.

„Ég brá mér afsíðis í hliðarherbergi til að tala í símann. Þegar ég kláraði samtölin sem tóku all langan tíma var ég á leið heim og gekk í flasið á blaðamönnum.“

Sjá einnig:Kynntur sem formaður aðeins of snemma

Blaðamenn höfðu beðið lengi eftir tíðindum af fundinum en skömmu áður hafði Sigmundur Davíð svo gott sem tilkynnt að Sigurður Ingi tæki við af honum, án þess að segja það berum orðum.

„Það hvarflaði ekki að mér annað en að oddvitarnir væru þegar búnir að svara blaðamönnum um niðurstöðu dagsins,“ segir Höskuldur. Það höfðu þeir hins vegar ekki gert.

„Þetta var ferlegt - ég viðurkenni það - en svona er þetta - ég ætlaði mér sko aldeilis ekki að vera einhverskonar „blaðafulltrúi“ nýju stjórnarinnar.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×