Borgarskjalavörður: Fólk á ekki rétt á að sjá Panama-skjölin Ingvar Haraldsson og Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. apríl 2016 07:00 Á Borgarskjalasafni Reykjavíkur er skjalavarsla Mossack Fonseca í Panama sögð áhugaverð. Ekki liggur fyrir hvaða hugbúnaður var notaður þar. NORDICPHOTOS/AFP „Skjalavörður hlýtur alltaf í prinsippinu að vera á móti því að verið sé að fara með ólögmætum hætti inn í svona gagnasöfn,“ segir Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður um gagnalekann frá Mossack Fonseca í Panama. „Slíkir gagnalekar eru brot á trúnaði og gagnavernd og andstæða baráttu fyrir gegnsæi í þjóðfélögum, meðal annars hjá opinberum aðilum á Íslandi og annars staðar,“ segir í færslu sem Svanhildur ritar á Facebook-síðu Borgarskjalasafans. „Af því þetta er ekki gagnaleki, þetta er gagnastuldur,“ segir hún. Svanhildur segist þó ekki vera að taka neina afstöðu til gagnanna sjálfra og upplýsinganna sem koma fram í þeim. Bent er á að fram hafi komið að 11,5 milljónum skjala hafi verið lekið til fjölmiðla. „Á Íslandi eru það upplýsingalög sem eiga að tryggja gegnsæi í opinberri stjórnsýslu með því að ákveða aðgang og birtingu upplýsinga,“ segir í færslu Borgarskjalasafnsins. „Pananama-skjölin er ekki eitthvað sem almenningur á rétt á að skoða, þetta er um einkamálefni einstaklinga og fyrirtækja,“ segir Svanhildur. Fremur ætti að efla samstarf og upplýsingaskipti milli skattayfirvalda. „Slíkir gagnalekar eru brot á trúnaði og gagnavernd og andstæða baráttu fyrir gegnsæi í þjóðfélögum, meðal annars hjá opinberum aðilum á Íslandi og annars staðar,“ Þá segir að „óbein umræða“ um skjalavörslu Mossack Fonseca hafi vakið athygli skjalavarða. „Fram hefur komið að það hafi auðveldað vinnu blaðamanna að skjalavarsla fyrirtækisins var mjög skipulögð og hafði hver viðskiptavinur sína möppu sem gat verið frá nokkrum skjölum og upp í 3.000 skjöl,“ segir Borgarskalasafnið sem kveður Mossack Fonseca virðast hafa talað fyrir pappírslausri skjalavörslu. „Ekki hefur komið fram hvaða hugbúnaður hefur verið notaður hjá Mossack Fonseca við að halda utan um skjöl sín með skipulögðum hætti. Áhugavert væri að heyra meira um þessa hlið málsins.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
„Skjalavörður hlýtur alltaf í prinsippinu að vera á móti því að verið sé að fara með ólögmætum hætti inn í svona gagnasöfn,“ segir Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður um gagnalekann frá Mossack Fonseca í Panama. „Slíkir gagnalekar eru brot á trúnaði og gagnavernd og andstæða baráttu fyrir gegnsæi í þjóðfélögum, meðal annars hjá opinberum aðilum á Íslandi og annars staðar,“ segir í færslu sem Svanhildur ritar á Facebook-síðu Borgarskjalasafans. „Af því þetta er ekki gagnaleki, þetta er gagnastuldur,“ segir hún. Svanhildur segist þó ekki vera að taka neina afstöðu til gagnanna sjálfra og upplýsinganna sem koma fram í þeim. Bent er á að fram hafi komið að 11,5 milljónum skjala hafi verið lekið til fjölmiðla. „Á Íslandi eru það upplýsingalög sem eiga að tryggja gegnsæi í opinberri stjórnsýslu með því að ákveða aðgang og birtingu upplýsinga,“ segir í færslu Borgarskjalasafnsins. „Pananama-skjölin er ekki eitthvað sem almenningur á rétt á að skoða, þetta er um einkamálefni einstaklinga og fyrirtækja,“ segir Svanhildur. Fremur ætti að efla samstarf og upplýsingaskipti milli skattayfirvalda. „Slíkir gagnalekar eru brot á trúnaði og gagnavernd og andstæða baráttu fyrir gegnsæi í þjóðfélögum, meðal annars hjá opinberum aðilum á Íslandi og annars staðar,“ Þá segir að „óbein umræða“ um skjalavörslu Mossack Fonseca hafi vakið athygli skjalavarða. „Fram hefur komið að það hafi auðveldað vinnu blaðamanna að skjalavarsla fyrirtækisins var mjög skipulögð og hafði hver viðskiptavinur sína möppu sem gat verið frá nokkrum skjölum og upp í 3.000 skjöl,“ segir Borgarskalasafnið sem kveður Mossack Fonseca virðast hafa talað fyrir pappírslausri skjalavörslu. „Ekki hefur komið fram hvaða hugbúnaður hefur verið notaður hjá Mossack Fonseca við að halda utan um skjöl sín með skipulögðum hætti. Áhugavert væri að heyra meira um þessa hlið málsins.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira