Félag Íslendinga í Noregi ákvað í gær að skipuleggja mótmæli í Ósló í dag.
Forsíður nærri allra norsku blaðanna voru undirlagðar fréttum af upplausn í íslenskum stjórnmálum og samfélagi í kjölfar leka Panama-skjalanna.
Í Aftenposten var ítarleg greining á stöðunni sem og í Dagsavisen og VG. Aftenposten biður lesendur sína einnig um ábendingar er tengjast leka Panama-skjalanna.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. apríl.
Mótmæli skipulögð í Ósló
Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar
