
Rúmlega 4000 manns hafa boðað komu sína á Facebook-viðburði þeim sem auglýsir mótmælin. Krafa mótmælenda er að þing verði rofið svo hægt sé að kjósa nýja ríkisstjórn strax.
Uppfært 17.30: Að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, eru nú um 2500 manns mættir á Austurvöll.
„Þannig að þetta er þá allavega heldur meira en var í gær en þetta er ekki neitt í líkingu við mánudaginn,“ segir Ásgeir, sem staðið hefur vaktina á Austurvelli öll kvöld vikunnar til þessa.

„Við komum náttúrulega alltaf með settið,“ grínast Ásgeir.
Smá væta er úti en frekar hlýtt veður.
Uppfært klukkan 18.30
Mótmælendum fækkar ört á Austurvelli að sögn viðstaddra.



LIVE on #Periscope: #cashljós protest in Reykjavik! https://t.co/zn4mfI0Egn
— Haraldur Helgi (@Haraldurhelgi) April 6, 2016