Sálfræðingur hvetur mótmælendur til að skilja börnin eftir heima Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. apríl 2016 15:10 Kolbrún hefur áhyggjur af börnunum í mannmergðinni sem fylgt getur mótmælum. Vísir/Kolbrún/Ernir „Eins mikið og ég skil reiðina og er reið sjálf hef ég áhyggjur af börnunum í þessari umræðu,“ segir sálfræðingurinn Kolbrún Baldursdóttir sem leggur til að foreldrar skilji börnin eftir heima þegar haldið er til mótmæla. Varla hefur farið framhjá nokkrum manni að fjölmenn mótmæli voru haldin á Austurvelli á mánudag þar sem þess var krafist að ríkisstjórnin segði af sér. Hefur verið talað um 15-20 þúsund manns í þessu samhengi. Þá var mótmælt í gær á Austurvelli, fyrir utan Valhöll og Framsóknarheimilið í gær. Boðað hefur verið til þriðju mótmælanna í kvöld.Það er undarleg tilfinning að sjá réttmæta kröfu um bætt siðferði stjórnmálamanna setta fram af barni með þessum hætti. ...Posted by Einar Magnús Magnússon on Tuesday, April 5, 2016„Sumir nota afar ljót orð og lýsingar við að lýsa þeim sem reiðin beinist hvað mest að. Á mörgum skiltum mótmælenda standa sláandi setningar og á sumum þessara skilta halda börn.“ Kolbrún segist ekkert hafa á móti mótmælum, þvert á móti. Hún segist reið sjálf eins og fram hefur komið. Kolbrún gegndi varaþingmennsku fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2006. „Ég held að við þurfum að skoða þetta og gæta að okkur sem fyrirmyndir. Persónulega finnst mér að foreldrar eigi að halda börnum utan við mótmælaaðgerðir sínar.“ Hún bendir jafnframt á að börn kunni að vera í hættu á mótmælafundi ef einhver mótmælanda skyldi taka upp á því að grýta hlutum, til dæmis flöskum eða öðru. „Í þessum mótmælum nú má sjá mörg börn sem taka eðlilega upp það sem þau heyra í kringum sig en fæst skilja ef til vill ekki mikið í út á hvað þetta gengur. Þarna sjá börnin foreldra sína hrópa ókvæðisorðum og jafnvel kasta mat. Best væri ef börnunum væri bara haldið utan við þetta og fyrir þeim sem komnir eru með aldur og þroska til að skilja þetta eða eru með spurningar má útskýra málið fyrir þeim í rólegheitum heima. Leyfum börnunum að vera heima á meðan við förum í friðsamleg mótmæli.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Yfir átta þúsund undirskriftir gegn Sigmundi á einum degi Nærri þrjátíu þúsund undirskriftir hafa safnast á undirskriftarlistann þar sem krafist er afsagnar forsætisráðherra. 5. apríl 2016 12:11 Enn er boðað til mótmæla Hópurinn Jæja boðar til þriðju mótmælanna á þremur dögum. 6. apríl 2016 07:38 Mótmælendur á ferð: Komnir til Valhallar Mótmælendur stoppuðu stutt fyrir utan höfuðstöðvar Framsóknar við Hverfisgötu. Héldu svo af stað í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokks. 5. apríl 2016 18:53 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
„Eins mikið og ég skil reiðina og er reið sjálf hef ég áhyggjur af börnunum í þessari umræðu,“ segir sálfræðingurinn Kolbrún Baldursdóttir sem leggur til að foreldrar skilji börnin eftir heima þegar haldið er til mótmæla. Varla hefur farið framhjá nokkrum manni að fjölmenn mótmæli voru haldin á Austurvelli á mánudag þar sem þess var krafist að ríkisstjórnin segði af sér. Hefur verið talað um 15-20 þúsund manns í þessu samhengi. Þá var mótmælt í gær á Austurvelli, fyrir utan Valhöll og Framsóknarheimilið í gær. Boðað hefur verið til þriðju mótmælanna í kvöld.Það er undarleg tilfinning að sjá réttmæta kröfu um bætt siðferði stjórnmálamanna setta fram af barni með þessum hætti. ...Posted by Einar Magnús Magnússon on Tuesday, April 5, 2016„Sumir nota afar ljót orð og lýsingar við að lýsa þeim sem reiðin beinist hvað mest að. Á mörgum skiltum mótmælenda standa sláandi setningar og á sumum þessara skilta halda börn.“ Kolbrún segist ekkert hafa á móti mótmælum, þvert á móti. Hún segist reið sjálf eins og fram hefur komið. Kolbrún gegndi varaþingmennsku fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2006. „Ég held að við þurfum að skoða þetta og gæta að okkur sem fyrirmyndir. Persónulega finnst mér að foreldrar eigi að halda börnum utan við mótmælaaðgerðir sínar.“ Hún bendir jafnframt á að börn kunni að vera í hættu á mótmælafundi ef einhver mótmælanda skyldi taka upp á því að grýta hlutum, til dæmis flöskum eða öðru. „Í þessum mótmælum nú má sjá mörg börn sem taka eðlilega upp það sem þau heyra í kringum sig en fæst skilja ef til vill ekki mikið í út á hvað þetta gengur. Þarna sjá börnin foreldra sína hrópa ókvæðisorðum og jafnvel kasta mat. Best væri ef börnunum væri bara haldið utan við þetta og fyrir þeim sem komnir eru með aldur og þroska til að skilja þetta eða eru með spurningar má útskýra málið fyrir þeim í rólegheitum heima. Leyfum börnunum að vera heima á meðan við förum í friðsamleg mótmæli.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Yfir átta þúsund undirskriftir gegn Sigmundi á einum degi Nærri þrjátíu þúsund undirskriftir hafa safnast á undirskriftarlistann þar sem krafist er afsagnar forsætisráðherra. 5. apríl 2016 12:11 Enn er boðað til mótmæla Hópurinn Jæja boðar til þriðju mótmælanna á þremur dögum. 6. apríl 2016 07:38 Mótmælendur á ferð: Komnir til Valhallar Mótmælendur stoppuðu stutt fyrir utan höfuðstöðvar Framsóknar við Hverfisgötu. Héldu svo af stað í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokks. 5. apríl 2016 18:53 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Yfir átta þúsund undirskriftir gegn Sigmundi á einum degi Nærri þrjátíu þúsund undirskriftir hafa safnast á undirskriftarlistann þar sem krafist er afsagnar forsætisráðherra. 5. apríl 2016 12:11
Enn er boðað til mótmæla Hópurinn Jæja boðar til þriðju mótmælanna á þremur dögum. 6. apríl 2016 07:38
Mótmælendur á ferð: Komnir til Valhallar Mótmælendur stoppuðu stutt fyrir utan höfuðstöðvar Framsóknar við Hverfisgötu. Héldu svo af stað í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokks. 5. apríl 2016 18:53