Sálfræðingur hvetur mótmælendur til að skilja börnin eftir heima Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. apríl 2016 15:10 Kolbrún hefur áhyggjur af börnunum í mannmergðinni sem fylgt getur mótmælum. Vísir/Kolbrún/Ernir „Eins mikið og ég skil reiðina og er reið sjálf hef ég áhyggjur af börnunum í þessari umræðu,“ segir sálfræðingurinn Kolbrún Baldursdóttir sem leggur til að foreldrar skilji börnin eftir heima þegar haldið er til mótmæla. Varla hefur farið framhjá nokkrum manni að fjölmenn mótmæli voru haldin á Austurvelli á mánudag þar sem þess var krafist að ríkisstjórnin segði af sér. Hefur verið talað um 15-20 þúsund manns í þessu samhengi. Þá var mótmælt í gær á Austurvelli, fyrir utan Valhöll og Framsóknarheimilið í gær. Boðað hefur verið til þriðju mótmælanna í kvöld.Það er undarleg tilfinning að sjá réttmæta kröfu um bætt siðferði stjórnmálamanna setta fram af barni með þessum hætti. ...Posted by Einar Magnús Magnússon on Tuesday, April 5, 2016„Sumir nota afar ljót orð og lýsingar við að lýsa þeim sem reiðin beinist hvað mest að. Á mörgum skiltum mótmælenda standa sláandi setningar og á sumum þessara skilta halda börn.“ Kolbrún segist ekkert hafa á móti mótmælum, þvert á móti. Hún segist reið sjálf eins og fram hefur komið. Kolbrún gegndi varaþingmennsku fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2006. „Ég held að við þurfum að skoða þetta og gæta að okkur sem fyrirmyndir. Persónulega finnst mér að foreldrar eigi að halda börnum utan við mótmælaaðgerðir sínar.“ Hún bendir jafnframt á að börn kunni að vera í hættu á mótmælafundi ef einhver mótmælanda skyldi taka upp á því að grýta hlutum, til dæmis flöskum eða öðru. „Í þessum mótmælum nú má sjá mörg börn sem taka eðlilega upp það sem þau heyra í kringum sig en fæst skilja ef til vill ekki mikið í út á hvað þetta gengur. Þarna sjá börnin foreldra sína hrópa ókvæðisorðum og jafnvel kasta mat. Best væri ef börnunum væri bara haldið utan við þetta og fyrir þeim sem komnir eru með aldur og þroska til að skilja þetta eða eru með spurningar má útskýra málið fyrir þeim í rólegheitum heima. Leyfum börnunum að vera heima á meðan við förum í friðsamleg mótmæli.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Yfir átta þúsund undirskriftir gegn Sigmundi á einum degi Nærri þrjátíu þúsund undirskriftir hafa safnast á undirskriftarlistann þar sem krafist er afsagnar forsætisráðherra. 5. apríl 2016 12:11 Enn er boðað til mótmæla Hópurinn Jæja boðar til þriðju mótmælanna á þremur dögum. 6. apríl 2016 07:38 Mótmælendur á ferð: Komnir til Valhallar Mótmælendur stoppuðu stutt fyrir utan höfuðstöðvar Framsóknar við Hverfisgötu. Héldu svo af stað í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokks. 5. apríl 2016 18:53 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
„Eins mikið og ég skil reiðina og er reið sjálf hef ég áhyggjur af börnunum í þessari umræðu,“ segir sálfræðingurinn Kolbrún Baldursdóttir sem leggur til að foreldrar skilji börnin eftir heima þegar haldið er til mótmæla. Varla hefur farið framhjá nokkrum manni að fjölmenn mótmæli voru haldin á Austurvelli á mánudag þar sem þess var krafist að ríkisstjórnin segði af sér. Hefur verið talað um 15-20 þúsund manns í þessu samhengi. Þá var mótmælt í gær á Austurvelli, fyrir utan Valhöll og Framsóknarheimilið í gær. Boðað hefur verið til þriðju mótmælanna í kvöld.Það er undarleg tilfinning að sjá réttmæta kröfu um bætt siðferði stjórnmálamanna setta fram af barni með þessum hætti. ...Posted by Einar Magnús Magnússon on Tuesday, April 5, 2016„Sumir nota afar ljót orð og lýsingar við að lýsa þeim sem reiðin beinist hvað mest að. Á mörgum skiltum mótmælenda standa sláandi setningar og á sumum þessara skilta halda börn.“ Kolbrún segist ekkert hafa á móti mótmælum, þvert á móti. Hún segist reið sjálf eins og fram hefur komið. Kolbrún gegndi varaþingmennsku fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2006. „Ég held að við þurfum að skoða þetta og gæta að okkur sem fyrirmyndir. Persónulega finnst mér að foreldrar eigi að halda börnum utan við mótmælaaðgerðir sínar.“ Hún bendir jafnframt á að börn kunni að vera í hættu á mótmælafundi ef einhver mótmælanda skyldi taka upp á því að grýta hlutum, til dæmis flöskum eða öðru. „Í þessum mótmælum nú má sjá mörg börn sem taka eðlilega upp það sem þau heyra í kringum sig en fæst skilja ef til vill ekki mikið í út á hvað þetta gengur. Þarna sjá börnin foreldra sína hrópa ókvæðisorðum og jafnvel kasta mat. Best væri ef börnunum væri bara haldið utan við þetta og fyrir þeim sem komnir eru með aldur og þroska til að skilja þetta eða eru með spurningar má útskýra málið fyrir þeim í rólegheitum heima. Leyfum börnunum að vera heima á meðan við förum í friðsamleg mótmæli.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Yfir átta þúsund undirskriftir gegn Sigmundi á einum degi Nærri þrjátíu þúsund undirskriftir hafa safnast á undirskriftarlistann þar sem krafist er afsagnar forsætisráðherra. 5. apríl 2016 12:11 Enn er boðað til mótmæla Hópurinn Jæja boðar til þriðju mótmælanna á þremur dögum. 6. apríl 2016 07:38 Mótmælendur á ferð: Komnir til Valhallar Mótmælendur stoppuðu stutt fyrir utan höfuðstöðvar Framsóknar við Hverfisgötu. Héldu svo af stað í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokks. 5. apríl 2016 18:53 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Yfir átta þúsund undirskriftir gegn Sigmundi á einum degi Nærri þrjátíu þúsund undirskriftir hafa safnast á undirskriftarlistann þar sem krafist er afsagnar forsætisráðherra. 5. apríl 2016 12:11
Enn er boðað til mótmæla Hópurinn Jæja boðar til þriðju mótmælanna á þremur dögum. 6. apríl 2016 07:38
Mótmælendur á ferð: Komnir til Valhallar Mótmælendur stoppuðu stutt fyrir utan höfuðstöðvar Framsóknar við Hverfisgötu. Héldu svo af stað í átt til Valhallar, höfuðstöðvar Sjálfstæðisflokks. 5. apríl 2016 18:53