Erfitt að henda reiður á því sem er að gerast Birta Björnsdóttir skrifar 6. apríl 2016 14:15 Danskur blaðamaður segir Dani fylgjast grannt með gangi mála hér á landi og að fréttir frá Íslandi séu í aðalhlutverki í dönskum fréttatímum þessa dagana. Vísir Nafn Íslands og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar koma umtalsvert við sögu þegar erlendir fréttamiðlar eru skoðaðir þessa dagana. Kastljósið hefur beinst hingað til lands síðan á sunnudagskvöld og allir helstu miðlar Evrópu og Bandaríkjanna fjallað um þessa viðburðaríku daga í íslenskum stjórnmálum. Camilla Slyngborg er fréttamaður dönsku fréttastöðvarinnar TV2. Hún kom hingað til lands á mánudaginn var. „Rétt áður en mótmælin fóru af stað svo við komum á hárréttum tíma held ég,“ segir Camilla. Hún segist lítið hafa sofið síðan hún kom, nóg sé að gera við að átta sig á stöðu mála. „Ég verð að viðurkenna að atburðarásin er öll dálítið ruglingsleg. Það er mín upplifun eftir að hafa talað við fólk að það þyki þetta öllum talsvert ruglingslegt. Þetta með að forsætisráðherrann skrifar fyrst á Facebook síðu sína að hann muni rjúfa þing ef hann fái ekki stuðning samstarfsflokks síns. Svo er hann skyndilega kominn til forsetans sem neitar honum um það. Hann endar svo á að segja af sér, eða hvað? Því svo fengum við þessa fréttatilkynningu í gærkvöldi þar sem hann segist ekki hafa sagt af sér heldur aðeins stigið til hliðar í smá stund. Það er því aðeins erfitt að henda reiður á því hvað er að gerast,“ segir Camilla. „Það kom mér fyrst á óvart að bréfið væri á ensku, með því hefur hann greinilega vilja ná til erlendu fjölmiðlanna. Ég hugsaði því hvort forsætisráðherranum fyndist við fjölmiðlafólkið ekki vera með réttar staðreyndir málsins. En mér fannst það undarlegt að við fengum fyrst skilaboð um að forsætisráðherrann hefði sagt af sér en svo bréf þess efnis að hann hyggðist einungis stíga til hliðar um óskilgreindan tíma. Mér finnst það merkilegt og langar að fá svör við því hvað hann meinar nákvæmlega með þessu.“Hvað finnst dönsku þjóðinni um það sem er að gerast hér á landi? „Danska þjóðin sýnir þessu mikinn áhuga ekki síst vegna þess hve Danmörk og Ísland liggja þétt saman. Þetta hefur verið fyrsta frétt í fréttatímum okkar undanfarna daga það sem er að gerast á Íslandi. Ekki síst vegna þess að það er forsætisráðherrann sem um ræðir. Ég held bað danska þjóðin sitji nú bara og bíði þess hvað verður og hugsa líka hvernig væri ef þetta væri í Danmörku og ef um danska forsætisráðherrann væri að ræða. En við höfum mikinn áhuga á þessu í Danmörku,“ segir Camilla. Hún telur þó ekki að umfjöllun erlendra miðla komi til með að skaða orðspor Íslands. „Ég held að þetta komi ekki til með að skaða Ísland. Margir vilja koma til Íslands sem ferðamenn og ég held að það haldi áfram. Þetta er auðvitað fyrirferðarmikið núna en ég held að þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum eða kosningar verða þá róist hlutirnir aftur. Ég held að þetta hafi ekki skaðað Ísland," segir Camilla. Panama-skjölin Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Nafn Íslands og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar koma umtalsvert við sögu þegar erlendir fréttamiðlar eru skoðaðir þessa dagana. Kastljósið hefur beinst hingað til lands síðan á sunnudagskvöld og allir helstu miðlar Evrópu og Bandaríkjanna fjallað um þessa viðburðaríku daga í íslenskum stjórnmálum. Camilla Slyngborg er fréttamaður dönsku fréttastöðvarinnar TV2. Hún kom hingað til lands á mánudaginn var. „Rétt áður en mótmælin fóru af stað svo við komum á hárréttum tíma held ég,“ segir Camilla. Hún segist lítið hafa sofið síðan hún kom, nóg sé að gera við að átta sig á stöðu mála. „Ég verð að viðurkenna að atburðarásin er öll dálítið ruglingsleg. Það er mín upplifun eftir að hafa talað við fólk að það þyki þetta öllum talsvert ruglingslegt. Þetta með að forsætisráðherrann skrifar fyrst á Facebook síðu sína að hann muni rjúfa þing ef hann fái ekki stuðning samstarfsflokks síns. Svo er hann skyndilega kominn til forsetans sem neitar honum um það. Hann endar svo á að segja af sér, eða hvað? Því svo fengum við þessa fréttatilkynningu í gærkvöldi þar sem hann segist ekki hafa sagt af sér heldur aðeins stigið til hliðar í smá stund. Það er því aðeins erfitt að henda reiður á því hvað er að gerast,“ segir Camilla. „Það kom mér fyrst á óvart að bréfið væri á ensku, með því hefur hann greinilega vilja ná til erlendu fjölmiðlanna. Ég hugsaði því hvort forsætisráðherranum fyndist við fjölmiðlafólkið ekki vera með réttar staðreyndir málsins. En mér fannst það undarlegt að við fengum fyrst skilaboð um að forsætisráðherrann hefði sagt af sér en svo bréf þess efnis að hann hyggðist einungis stíga til hliðar um óskilgreindan tíma. Mér finnst það merkilegt og langar að fá svör við því hvað hann meinar nákvæmlega með þessu.“Hvað finnst dönsku þjóðinni um það sem er að gerast hér á landi? „Danska þjóðin sýnir þessu mikinn áhuga ekki síst vegna þess hve Danmörk og Ísland liggja þétt saman. Þetta hefur verið fyrsta frétt í fréttatímum okkar undanfarna daga það sem er að gerast á Íslandi. Ekki síst vegna þess að það er forsætisráðherrann sem um ræðir. Ég held bað danska þjóðin sitji nú bara og bíði þess hvað verður og hugsa líka hvernig væri ef þetta væri í Danmörku og ef um danska forsætisráðherrann væri að ræða. En við höfum mikinn áhuga á þessu í Danmörku,“ segir Camilla. Hún telur þó ekki að umfjöllun erlendra miðla komi til með að skaða orðspor Íslands. „Ég held að þetta komi ekki til með að skaða Ísland. Margir vilja koma til Íslands sem ferðamenn og ég held að það haldi áfram. Þetta er auðvitað fyrirferðarmikið núna en ég held að þegar ný ríkisstjórn tekur við völdum eða kosningar verða þá róist hlutirnir aftur. Ég held að þetta hafi ekki skaðað Ísland," segir Camilla.
Panama-skjölin Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira