„Pírati gæti vissulega orðið næsti forsætisráðherrann“ Bjarki Ármannsson skrifar 6. apríl 2016 13:41 Birgitta Jónsdóttir segist ekki hafa hugsað það til enda hvort hún gæti orðið næsti forsætisráðherra landsins. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ekki hafa hugsað það til enda hvort hún gæti orðið næsti forsætisráðherra Íslands. Þetta kom fram í viðtali hennar við fréttavefinn Democracy Now í beinni útsendingu nú fyrir stuttu. Líkt og kemur fram í nýrri könnun fréttastofu 365, mælast Píratar nú með 43 prósenta fylgi á sama tíma og stjórnarandstaðan vill rjúfa þing og boða til kosninga. Birgitta sagði í viðtalinu að Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherraefni Framsóknarflokksins, sé alls ekki það sem íslenska þjóðin hafi kallað eftir. Afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í kjölfar leka á Panama-gögnunum svokölluðum sé ekki nóg. „Ísland er, því miður, eina landið í vestur-Evrópu með sitjandi ráðherra sem voru nefndir í þessum leka,“ segir Birgitta. „Augljóslega vill fólk að ráðherra skattamála, sem átti einnig aflandsfélag, víki. Fólk er ennþá ósátt og það verða væntanlega áfram mótmæli þar til þau víkja.“ Hún segir mótmælin á mánudagskvöld síðastliðið, mögulega þau fjölmennstu frá upphafi á Íslandi, einstök þar sem erfitt sé að fá Íslendinga til að koma út og mótmæla nema lífsviðurværi þeirra liggi við. Hún segir reiði hafa kraumað í þjóðfélaginu lengi gagnvart sitjandi ríkisstjórn. Aðspurð hvort hún gæti sjálf orðið næsti forsætisráðherra landsins, þar sem flokkur hennar mælist nú með langmest fylgi, sagði Birgitta: „Við höfum ekki hugsað það svo langt. Pírati gæti vissulega orðið næsti forsætisráðherrann.“ Panama-skjölin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ekki hafa hugsað það til enda hvort hún gæti orðið næsti forsætisráðherra Íslands. Þetta kom fram í viðtali hennar við fréttavefinn Democracy Now í beinni útsendingu nú fyrir stuttu. Líkt og kemur fram í nýrri könnun fréttastofu 365, mælast Píratar nú með 43 prósenta fylgi á sama tíma og stjórnarandstaðan vill rjúfa þing og boða til kosninga. Birgitta sagði í viðtalinu að Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherraefni Framsóknarflokksins, sé alls ekki það sem íslenska þjóðin hafi kallað eftir. Afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í kjölfar leka á Panama-gögnunum svokölluðum sé ekki nóg. „Ísland er, því miður, eina landið í vestur-Evrópu með sitjandi ráðherra sem voru nefndir í þessum leka,“ segir Birgitta. „Augljóslega vill fólk að ráðherra skattamála, sem átti einnig aflandsfélag, víki. Fólk er ennþá ósátt og það verða væntanlega áfram mótmæli þar til þau víkja.“ Hún segir mótmælin á mánudagskvöld síðastliðið, mögulega þau fjölmennstu frá upphafi á Íslandi, einstök þar sem erfitt sé að fá Íslendinga til að koma út og mótmæla nema lífsviðurværi þeirra liggi við. Hún segir reiði hafa kraumað í þjóðfélaginu lengi gagnvart sitjandi ríkisstjórn. Aðspurð hvort hún gæti sjálf orðið næsti forsætisráðherra landsins, þar sem flokkur hennar mælist nú með langmest fylgi, sagði Birgitta: „Við höfum ekki hugsað það svo langt. Pírati gæti vissulega orðið næsti forsætisráðherrann.“
Panama-skjölin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira