Hannes Óli þarf kannski ekki að stíga til hliðar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. apríl 2016 13:32 Hannes Óli hefur leikið Sigmund Davíð síðastliðin ár. Hann segist tilbúinn til þess að skoða það að halda áfram í hlutverki forsætisráðherra. Vísir/Samsett Hannes Óli Ágústsson leikari segist tilbúinn til þess að skoða það að taka að sér hlutverk Sigurðar Inga Jóhannssonar í stað Sigmundar Davíðs í áramótaskaupinu ef kallið kemur. En eins og kunnugt er sagði Sigmundur Davíð sig frá forsætisráðuneytinu í gær og lagði til að varaformaður sinn, Sigurður Ingi, tæki við embættinu. „Ef manni yrði boðið það þá yrði maður að kíkja á það tilboð. Dóri DNA lék hann reyndar í áramótaskaupinu fyrir tveimur árum þannig að það þyrfti að tala við hann.“ Hannes Óli segir að sér líði ágætlega þessa dagana en hann hefur leikið Sigmund Davíð undanfarin ár við mikinn fögnuð þjóðarinnar.Hannes Óli hefur vakið mikla lukku í hlutverki Sigmundar Davíðs.„Ég hef fengið mikið af samúðarkveðjum og svoleiðis í tengslum við þetta. Tengdaföður mínum var mikið kappsmál að Sigmundur Davíð myndi ekki segja af sér af þeirri einu ástæðu að tengdasonurinn myndi ekki missa jólabónusinn,“ segir Hannes og hlær. Hann hughreystir þó þá sem hafa áhyggjur af hans persónulegu líðan vegna afsagnar forsætisráðherra. „Mér finnst þetta nú enginn harmleikur fyrir mig persónulega. Þetta er bara gott fyrir þjóðina. Maður veit reyndar aldrei hvað er almennilega í gangi, þetta er orðinn svo mikill skrípaleikur.“ En gæti Hannes gripið til sömu takta þegar kemur að Sigurði Inga og hann hefur notað í leik sínum sem Sigmundur Davíð? „Þetta eru báðir dimmraddaðir, stórir menn. Sigurður Ingi jafnvel meira en Sigmundur,“ segir Hannes Óli hugsandi. Hugmyndin kom frá rithöfundinum Degi Hjartarsyni á Twitter:Þetta er alls ekkert búið fyrir Hannes Óla. #Cashljós pic.twitter.com/aFtdFPOfY0— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) April 6, 2016 „En ég hef ekki lagst í þetta almennilega, ég yrði bara að athuga þetta ef að þessu kæmi. En þeir eru mjög ólíkir í fasi. Ég yrði að skoða þetta vel.“ Stöðug líðan Hannesar hefur ef til vill eitthvað með það hlutverk sem hann bregður sér í þessa dagana að gera en hann tekur þátt í uppfærslu á verkinu Góði dátinn Svejk. Sýningin verður frumsýnd í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði á sunnudag. „Maður verður náttúrulega að hafa viðhorfið eða skapgerðina hans Svejk til að lifa af þennan skrípaleik. Hann er náttúrulega vanur að brosa í gegnum alla vitleysuna og sjá í gegnum allt blaður yfirmanna og stjórnvalda. Það er allavega mjög hollt að tileinka sér hugarfar hans á þessum síðustu og verstu tímum. Hann hefur alveg hjálpað mér að halda geðheilsunni í þessu fíaskói sem við stöndum frammi fyrir.“ Hér má nálgast upplýsingar um sýninguna. Panama-skjölin Tengdar fréttir Ýmist ekki svarað eða fullur stuðningur við þá niðurstöðu sem Bjarni mun komast að Fréttastofa sló á þráðinn til þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem fæstir svöruðu í símann. 6. apríl 2016 10:08 Þingflokkur Framsóknarflokksins veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið Þingmenn Framsóknarflokksins kannast ekki við annað en að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi sagt sig frá forsætisráðuneytinu þrátt fyrir tilkynningu ráðuneytisins um annað í gærkvöldi. 6. apríl 2016 11:02 Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð í stjórnarráðinu Þar er einnig Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs. 6. apríl 2016 11:58 Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Klæddist 66°Norður í myndbandi Louis Vuitton Tíska og hönnun Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Hannes Óli Ágústsson leikari segist tilbúinn til þess að skoða það að taka að sér hlutverk Sigurðar Inga Jóhannssonar í stað Sigmundar Davíðs í áramótaskaupinu ef kallið kemur. En eins og kunnugt er sagði Sigmundur Davíð sig frá forsætisráðuneytinu í gær og lagði til að varaformaður sinn, Sigurður Ingi, tæki við embættinu. „Ef manni yrði boðið það þá yrði maður að kíkja á það tilboð. Dóri DNA lék hann reyndar í áramótaskaupinu fyrir tveimur árum þannig að það þyrfti að tala við hann.“ Hannes Óli segir að sér líði ágætlega þessa dagana en hann hefur leikið Sigmund Davíð undanfarin ár við mikinn fögnuð þjóðarinnar.Hannes Óli hefur vakið mikla lukku í hlutverki Sigmundar Davíðs.„Ég hef fengið mikið af samúðarkveðjum og svoleiðis í tengslum við þetta. Tengdaföður mínum var mikið kappsmál að Sigmundur Davíð myndi ekki segja af sér af þeirri einu ástæðu að tengdasonurinn myndi ekki missa jólabónusinn,“ segir Hannes og hlær. Hann hughreystir þó þá sem hafa áhyggjur af hans persónulegu líðan vegna afsagnar forsætisráðherra. „Mér finnst þetta nú enginn harmleikur fyrir mig persónulega. Þetta er bara gott fyrir þjóðina. Maður veit reyndar aldrei hvað er almennilega í gangi, þetta er orðinn svo mikill skrípaleikur.“ En gæti Hannes gripið til sömu takta þegar kemur að Sigurði Inga og hann hefur notað í leik sínum sem Sigmundur Davíð? „Þetta eru báðir dimmraddaðir, stórir menn. Sigurður Ingi jafnvel meira en Sigmundur,“ segir Hannes Óli hugsandi. Hugmyndin kom frá rithöfundinum Degi Hjartarsyni á Twitter:Þetta er alls ekkert búið fyrir Hannes Óla. #Cashljós pic.twitter.com/aFtdFPOfY0— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) April 6, 2016 „En ég hef ekki lagst í þetta almennilega, ég yrði bara að athuga þetta ef að þessu kæmi. En þeir eru mjög ólíkir í fasi. Ég yrði að skoða þetta vel.“ Stöðug líðan Hannesar hefur ef til vill eitthvað með það hlutverk sem hann bregður sér í þessa dagana að gera en hann tekur þátt í uppfærslu á verkinu Góði dátinn Svejk. Sýningin verður frumsýnd í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði á sunnudag. „Maður verður náttúrulega að hafa viðhorfið eða skapgerðina hans Svejk til að lifa af þennan skrípaleik. Hann er náttúrulega vanur að brosa í gegnum alla vitleysuna og sjá í gegnum allt blaður yfirmanna og stjórnvalda. Það er allavega mjög hollt að tileinka sér hugarfar hans á þessum síðustu og verstu tímum. Hann hefur alveg hjálpað mér að halda geðheilsunni í þessu fíaskói sem við stöndum frammi fyrir.“ Hér má nálgast upplýsingar um sýninguna.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Ýmist ekki svarað eða fullur stuðningur við þá niðurstöðu sem Bjarni mun komast að Fréttastofa sló á þráðinn til þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem fæstir svöruðu í símann. 6. apríl 2016 10:08 Þingflokkur Framsóknarflokksins veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið Þingmenn Framsóknarflokksins kannast ekki við annað en að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi sagt sig frá forsætisráðuneytinu þrátt fyrir tilkynningu ráðuneytisins um annað í gærkvöldi. 6. apríl 2016 11:02 Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð í stjórnarráðinu Þar er einnig Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs. 6. apríl 2016 11:58 Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Klæddist 66°Norður í myndbandi Louis Vuitton Tíska og hönnun Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Ýmist ekki svarað eða fullur stuðningur við þá niðurstöðu sem Bjarni mun komast að Fréttastofa sló á þráðinn til þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem fæstir svöruðu í símann. 6. apríl 2016 10:08
Þingflokkur Framsóknarflokksins veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið Þingmenn Framsóknarflokksins kannast ekki við annað en að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi sagt sig frá forsætisráðuneytinu þrátt fyrir tilkynningu ráðuneytisins um annað í gærkvöldi. 6. apríl 2016 11:02
Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð í stjórnarráðinu Þar er einnig Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs. 6. apríl 2016 11:58