Framsóknarflokkurinn hefur skaðast Birgir Örn Steinarsson skrifar 6. apríl 2016 11:01 Sigurður Ingi tilkynnti eftir þingflokksfund Framsóknarflokksins í gær að Sigmundur ætlaði að stíga til hliðar og hann myndi taka við. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði í viðtali við Ísland í Bítið á Bylgjunni í morgun að atburðir síðustu daga hefðu skaðað flokk sinn. „Við sjáum það bara strax á skoðanakönnunum,“ sagði Sigurður Ingi í viðtalinu og viðurkenndi að það hefði ekki komið sér á óvart miðað við umfjöllun Kastljóss um Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og tengsl hans við aflandsfélagið Wintris. Sigurður talaði um það í þættinum að hann hefði komið inn í íslensk stjórnmál á tíma sem þau hefðu tapað trausti. Síðan þá hefði flokknum gengið mjög vel þar sem boðið hafi verið upp á öflug mál sem þjóðin hafi verið tilbúin að hlusta á. Næst beindi hann tali sínu að aflandseignum Íslendinga. „En það þarf að taka á þessum gríðarlega vanda. Nú veit ég ekki hvort það eru yfir þúsund Íslendingar sem eiga fyrirtæki á skráða reikninga erlendis og kannski ekki allt með eðlilegum hætti. Það þarf að ganga alla leið í þeim málum“.Sigmundur fær tækifæri til þess að byggja aftur upp trúnaðUm ákvörðun forsætisráðherra að stíga til hliðar hafði hann þetta að segja; „Nú fær hann það tækifæri til þess að byggja upp þann trúnað sem hann þarf. Annars vegar við flokksmenn Framsóknarflokksins og hins vegar við kjósendur í landinu“. Þegar þáttastjórnandi spurði hvort Sigmundur hefði átt nokkurra kosta völ en að segja af sér svaraði hann; „Við höfum oft séð það að fólk hefur verið hvatt til slíks en það hefur ekki gert það. Okkur fannst það virðingavert af honum til þess að skapa ró í samfélaginu um nauðsynleg verkefni. Eins og hann hefur sagt þá vildi hann óska þess að þessi mistök hefðu aldrei orðið og að þessi reikningur væri ekki til“. Panama-skjölin Tengdar fréttir Ýmist ekki svarað eða fullur stuðningur við þá niðurstöðu sem Bjarni mun komast að Fréttastofa sló á þráðinn til þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem fæstir svöruðu í símann. 6. apríl 2016 10:08 Ræða ráðuneyti Sigurðar Inga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson reyndi að fara fram hjá þingflokki sínum og rjúfa þing í óþökk beggja stjórnarflokka. Sigurður Ingi Jóhannsson ræðir nú við Bjarna Benediktsson um myndun nýs ráðuneytis. 6. apríl 2016 07:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði í viðtali við Ísland í Bítið á Bylgjunni í morgun að atburðir síðustu daga hefðu skaðað flokk sinn. „Við sjáum það bara strax á skoðanakönnunum,“ sagði Sigurður Ingi í viðtalinu og viðurkenndi að það hefði ekki komið sér á óvart miðað við umfjöllun Kastljóss um Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og tengsl hans við aflandsfélagið Wintris. Sigurður talaði um það í þættinum að hann hefði komið inn í íslensk stjórnmál á tíma sem þau hefðu tapað trausti. Síðan þá hefði flokknum gengið mjög vel þar sem boðið hafi verið upp á öflug mál sem þjóðin hafi verið tilbúin að hlusta á. Næst beindi hann tali sínu að aflandseignum Íslendinga. „En það þarf að taka á þessum gríðarlega vanda. Nú veit ég ekki hvort það eru yfir þúsund Íslendingar sem eiga fyrirtæki á skráða reikninga erlendis og kannski ekki allt með eðlilegum hætti. Það þarf að ganga alla leið í þeim málum“.Sigmundur fær tækifæri til þess að byggja aftur upp trúnaðUm ákvörðun forsætisráðherra að stíga til hliðar hafði hann þetta að segja; „Nú fær hann það tækifæri til þess að byggja upp þann trúnað sem hann þarf. Annars vegar við flokksmenn Framsóknarflokksins og hins vegar við kjósendur í landinu“. Þegar þáttastjórnandi spurði hvort Sigmundur hefði átt nokkurra kosta völ en að segja af sér svaraði hann; „Við höfum oft séð það að fólk hefur verið hvatt til slíks en það hefur ekki gert það. Okkur fannst það virðingavert af honum til þess að skapa ró í samfélaginu um nauðsynleg verkefni. Eins og hann hefur sagt þá vildi hann óska þess að þessi mistök hefðu aldrei orðið og að þessi reikningur væri ekki til“.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Ýmist ekki svarað eða fullur stuðningur við þá niðurstöðu sem Bjarni mun komast að Fréttastofa sló á þráðinn til þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem fæstir svöruðu í símann. 6. apríl 2016 10:08 Ræða ráðuneyti Sigurðar Inga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson reyndi að fara fram hjá þingflokki sínum og rjúfa þing í óþökk beggja stjórnarflokka. Sigurður Ingi Jóhannsson ræðir nú við Bjarna Benediktsson um myndun nýs ráðuneytis. 6. apríl 2016 07:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Sjá meira
Ýmist ekki svarað eða fullur stuðningur við þá niðurstöðu sem Bjarni mun komast að Fréttastofa sló á þráðinn til þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem fæstir svöruðu í símann. 6. apríl 2016 10:08
Ræða ráðuneyti Sigurðar Inga Sigmundur Davíð Gunnlaugsson reyndi að fara fram hjá þingflokki sínum og rjúfa þing í óþökk beggja stjórnarflokka. Sigurður Ingi Jóhannsson ræðir nú við Bjarna Benediktsson um myndun nýs ráðuneytis. 6. apríl 2016 07:00