Telja að ríkisstjórnin geti ekki setið áfram Snærós Sindradóttir skrifar 6. apríl 2016 06:00 Stjórnarandstaðan fylgdist í forundran með atburðarás gærdagsins og vissi á köflum ekki hvaðan á sig stóð veðrið. vísir/Stefán „Þetta er löskuð, úrvinda ríkisstjórn sem er að hefja sitt dauðastríð,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um komandi daga í stjórnmálunum. Hann segir það stórtíðindi hér á landi að almenningur, stjórnarandstaðan og fjölmiðlar hafi náð að knýja fram afsögn forsætisráðherra. Framsóknarflokkurinn leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, verði forsætisráðherra.Árni Páll Árnason„Það sorglega er að stjórnarflokkarnir virðast ekki kveikja mikið á þessu. En við skulum fyllast gleði og stolti yfir árangrinum og átta okkur á því að við gætum verið að búa til nýtt samfélag með málefnalegri umræðu og alvöru fjölmiðlum.“ Árni segir ríkisstjórnarflokkana hafa dregið úr trú almennings á stjórnmálum. „Sigurður Ingi er í sérstökum vanda því hann er búinn að gefa fráleitar yfirlýsingar Sigmundi til varnar og hefur meðal annars tekið þátt í ógeðfelldri aðför Framsóknarflokksins að Ríkisútvarpinu.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur í sama streng. „Stóru tíðindi dagsins eru auðvitað þau að forsætisráðherra sté til hliðar. Mér finnst jafnframt mikilvægt að halda til haga hversu miklu fjölmiðlarnir skiptu í því máli og það er áminning fyrir okkur öll hve sjálfstæðir fjölmiðlar skipta miklu í lýðræðisríki. Svo auðvitað almenningur sem mætti og mótmælti. Það er bæði jákvæð merki fyrir lýðræðið.“Helgi Hrafn GunnarssonHelgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir gærdaginn hafa verið ótrúlegan. „Þetta er búinn að vera einn ótrúlegasti dagur sem ég hef upplifað og hef þó upplifað þá nokkra ótrúlega. Ég fæ ekki séð hvernig menn hyggjast byggja aftur upp eitthvað traust á þessa ríkisstjórn. Nú eru komnir tveir ráðherrar sem hafa þurft að segja af sér. Þetta er komið út í svo djúpan absúrdisma að maður veltir fyrir sér hvernig í ósköpunum menn þykjast í þessum kringumstæðum byggja upp traust.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur stjórnarandstaðan gert með sér samkomulag um að taka ekki þátt í stjórn með ríkisstjórnarflokkunum, né að verja annan hvorn flokkinn vantrausti fram að kosningum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Panama-skjölin Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
„Þetta er löskuð, úrvinda ríkisstjórn sem er að hefja sitt dauðastríð,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um komandi daga í stjórnmálunum. Hann segir það stórtíðindi hér á landi að almenningur, stjórnarandstaðan og fjölmiðlar hafi náð að knýja fram afsögn forsætisráðherra. Framsóknarflokkurinn leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, verði forsætisráðherra.Árni Páll Árnason„Það sorglega er að stjórnarflokkarnir virðast ekki kveikja mikið á þessu. En við skulum fyllast gleði og stolti yfir árangrinum og átta okkur á því að við gætum verið að búa til nýtt samfélag með málefnalegri umræðu og alvöru fjölmiðlum.“ Árni segir ríkisstjórnarflokkana hafa dregið úr trú almennings á stjórnmálum. „Sigurður Ingi er í sérstökum vanda því hann er búinn að gefa fráleitar yfirlýsingar Sigmundi til varnar og hefur meðal annars tekið þátt í ógeðfelldri aðför Framsóknarflokksins að Ríkisútvarpinu.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur í sama streng. „Stóru tíðindi dagsins eru auðvitað þau að forsætisráðherra sté til hliðar. Mér finnst jafnframt mikilvægt að halda til haga hversu miklu fjölmiðlarnir skiptu í því máli og það er áminning fyrir okkur öll hve sjálfstæðir fjölmiðlar skipta miklu í lýðræðisríki. Svo auðvitað almenningur sem mætti og mótmælti. Það er bæði jákvæð merki fyrir lýðræðið.“Helgi Hrafn GunnarssonHelgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir gærdaginn hafa verið ótrúlegan. „Þetta er búinn að vera einn ótrúlegasti dagur sem ég hef upplifað og hef þó upplifað þá nokkra ótrúlega. Ég fæ ekki séð hvernig menn hyggjast byggja aftur upp eitthvað traust á þessa ríkisstjórn. Nú eru komnir tveir ráðherrar sem hafa þurft að segja af sér. Þetta er komið út í svo djúpan absúrdisma að maður veltir fyrir sér hvernig í ósköpunum menn þykjast í þessum kringumstæðum byggja upp traust.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur stjórnarandstaðan gert með sér samkomulag um að taka ekki þátt í stjórn með ríkisstjórnarflokkunum, né að verja annan hvorn flokkinn vantrausti fram að kosningum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira