Ræða ráðuneyti Sigurðar Inga Sveinn Arnarsson skrifar 6. apríl 2016 07:00 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gengur af fundi með forseta Íslands. Þar fékk hann svigrúm til að skoða myndun nýs ráðuneytis. vísir/AntonBrink Formaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður Framsóknarflokksins hafa hafið viðræður um myndun nýs ráðuneytis. Auk þess hafa Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, verið með í viðræðum flokkanna. Sigurður Ingi telur það mögulegt að Sigmundur Davíð verði óbreyttur þingmaður fram að kosningum jafnframt því að gegna formennsku í Framsóknarflokknum. „Við Bjarni höfum hist sem og að ég hef átt fundi með Bjarna og Ólöfu Nordal. Síðan munum við bara fá það fólk inn sem við þurfum í viðræðurnar,“ segir Sigurður Ingi. Spurður hvort það væri ekki einkennilegt að fyrrverandi forsætisráðherra myndi taka sér sæti sem óbreyttur þingmaður jafnframt því að stýra flokki sínum sagði hann fordæmi fyrir því. „Nú er bara þessi staða uppi og við þurfum að sjá hvernig tímarnir líða fram en það er alls ekki óþekkt fyrirbæri í öðrum löndum.“Sigurður Ingi Jóhannsson og Ásmundur Einar Daðason leiða viðræður fyrir hönd Framsóknarflokksins. Fréttablaðið/VilhelmGuðlaugur Þór Þórðarson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir menn þurfa að setjast niður og ræða framhaldið af yfirvegun. „Það sem vanalega gerist þegar einhver segir af sér embætti er að annar kemur í staðinn. Sigmundur Davíð hefur orðið við þeirri kröfu en forystumenn flokkanna hafa ákveðið að ganga skrefinu lengra og fara yfir stjórnarsamstarfið í heild sinni,“ segir Guðlaugur Þór. „Ég tel að það sé skynsamlegt að líta á stóru myndina og hafa þjóðarhagsmuni að leiðarljósi. Við þurfum að endurvekja traust á íslenskum stjórnmálum.“ Sigurður Ingi segir ekki skipta mestu máli að flýta kosningum. „Kosningar eru eitt sem við ræðum. Við teljum mikilvægast að ljúka þeim verkefnum sem við erum að vinna að. Það skiptir mestu máli fyrir þjóðina að ríkisstjórnin hafi tækifæri til þess.“ Guðlaugur segir Sjálfstæðisflokkinn hins vegar tilbúinn í kosningar. „Við höfum ekki verið hræddir við kosningar og erum algjörlega tilbúin til að ganga að kjörborðinu. Hins vegar er traust milli þingflokka stjórnarmeirihlutans og mikilvægt er að kláruð verði afnám hafta og langtímaáætlun um ríkisfjármál áður en við göngum til kosninga.“Stígur til hliðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn formaður Framsóknarflokksins 2009. Sama ár var hann kjörinn á þing fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og sat sem þingmaður til 2013. Eftir þær kosningar myndaði hann sitt fyrsta ráðuneyti. Sigmundur Davíð gegndi einnig embætti dómsmálaráðherra um skamma hríð árið 2014. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, neitaði Sigmundi Davíð um þingrof á fundi þeirra í gær. Samþykkt var á þingflokksfundi Framsóknarflokksins í kjölfarið að Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður flokksins, tæki við sem forsætisráðherraefni flokksins og Sigmundur stigi til hliðar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Panama-skjölin Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður Framsóknarflokksins hafa hafið viðræður um myndun nýs ráðuneytis. Auk þess hafa Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, verið með í viðræðum flokkanna. Sigurður Ingi telur það mögulegt að Sigmundur Davíð verði óbreyttur þingmaður fram að kosningum jafnframt því að gegna formennsku í Framsóknarflokknum. „Við Bjarni höfum hist sem og að ég hef átt fundi með Bjarna og Ólöfu Nordal. Síðan munum við bara fá það fólk inn sem við þurfum í viðræðurnar,“ segir Sigurður Ingi. Spurður hvort það væri ekki einkennilegt að fyrrverandi forsætisráðherra myndi taka sér sæti sem óbreyttur þingmaður jafnframt því að stýra flokki sínum sagði hann fordæmi fyrir því. „Nú er bara þessi staða uppi og við þurfum að sjá hvernig tímarnir líða fram en það er alls ekki óþekkt fyrirbæri í öðrum löndum.“Sigurður Ingi Jóhannsson og Ásmundur Einar Daðason leiða viðræður fyrir hönd Framsóknarflokksins. Fréttablaðið/VilhelmGuðlaugur Þór Þórðarson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir menn þurfa að setjast niður og ræða framhaldið af yfirvegun. „Það sem vanalega gerist þegar einhver segir af sér embætti er að annar kemur í staðinn. Sigmundur Davíð hefur orðið við þeirri kröfu en forystumenn flokkanna hafa ákveðið að ganga skrefinu lengra og fara yfir stjórnarsamstarfið í heild sinni,“ segir Guðlaugur Þór. „Ég tel að það sé skynsamlegt að líta á stóru myndina og hafa þjóðarhagsmuni að leiðarljósi. Við þurfum að endurvekja traust á íslenskum stjórnmálum.“ Sigurður Ingi segir ekki skipta mestu máli að flýta kosningum. „Kosningar eru eitt sem við ræðum. Við teljum mikilvægast að ljúka þeim verkefnum sem við erum að vinna að. Það skiptir mestu máli fyrir þjóðina að ríkisstjórnin hafi tækifæri til þess.“ Guðlaugur segir Sjálfstæðisflokkinn hins vegar tilbúinn í kosningar. „Við höfum ekki verið hræddir við kosningar og erum algjörlega tilbúin til að ganga að kjörborðinu. Hins vegar er traust milli þingflokka stjórnarmeirihlutans og mikilvægt er að kláruð verði afnám hafta og langtímaáætlun um ríkisfjármál áður en við göngum til kosninga.“Stígur til hliðar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn formaður Framsóknarflokksins 2009. Sama ár var hann kjörinn á þing fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og sat sem þingmaður til 2013. Eftir þær kosningar myndaði hann sitt fyrsta ráðuneyti. Sigmundur Davíð gegndi einnig embætti dómsmálaráðherra um skamma hríð árið 2014. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, neitaði Sigmundi Davíð um þingrof á fundi þeirra í gær. Samþykkt var á þingflokksfundi Framsóknarflokksins í kjölfarið að Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður flokksins, tæki við sem forsætisráðherraefni flokksins og Sigmundur stigi til hliðar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira