Landsdómsmálið gæti staðið í Sjálfstæðismönnum Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2016 17:35 Bjarni er í þröngri stöðu, því ekki er víst að hann njóti mikils stuðnings innan eigin flokks við að leiða Sigurð Inga inn í forsætisráðuneytið. Sigurður Ingi Jóhannsson, sem nú er forsætisráðherraefni Framsóknarmanna, er líkast til ekki draumakandídat Sjálfstæðismanna í forsætisráðuneytið. Þar kemur ýmislegt til. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fór fram á það við forseta Íslands, að hann fengi svigrúm til viðræðna við Sigurð Inga Jóhannsson, varaformann Framsóknarflokksins um áframhaldandi stjórnarsamstarf flokkanna, án Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Sigurður Ingi sagði, í sjónvarpsviðtölum í dag, hann vongóðan um að Sjálfstæðismenn tækju vel í þá hugmynd, sem er reyndar Sigmundar Davíðs, að hann tæki við sem forsætisráðherra. Og það eru þeir Bjarni, auk Ásmunds Einars Daðasonar, að ræða núna.Thug life En, það er ýmislegt í ferli Sigurður Inga sem gæti staðið í Sjálfstæðismönnum og reyndar fleirum til. Hann hefur gengið hart fram í því að verja Sigmund Davíð í vandræðum hans allt fram á síðustu stundum og þekkt er nýlegt sjónvarpsviðtal Heimis Más Péturssonar við hann þar sem Sigurður Ingi segir að það sé greinilega flókið að eiga peninga á Íslandi. Ef marka má þær raddir sem heyrst hafa í tengslum við mestu mótmæli sem haldin hafa verið á Íslandi, að vandræði peningafólks væri ekki það sem stæði í fólki. Þetta varð grínurum á netinu tilefni til þess að setja saman klippu sem fór víða á Twitter.Takk Kvöldfréttir Stöðvar 2 og Sigurður Þorsteinsson. Held ég hafi ekki gert betra myndband.Posted by Hordur Agustsson on 30. mars 2016Fiskistofumálið erfittÞá er vert að rifja upp að ráðherraferill Sigurðar Inga hefur ekki verið óumdeildur, nema síður sé. Og vert er að rifja upp það mál sem reynst hefur honum verst sem er flutningur Fiskistofu af höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Þar birtist grjóthörð landbyggðastefna sem ekki er líkleg að hugnist mörgum áhrifamönnum innan Sjálfstæðisflokksins. Og ekki þótti ráðherra höndla það mál vel.Geymt en ekki gleymt. Landsdómsmálið er nokkuð sem stór hluti Sjálfstæðismanna munu aldrei fyrirgefa.Sjálfstæðismenn munu aldrei fyrirgefa LandsdómsmáliðÞetta er líkast til ekki það sem mun fara verst í samstarfsflokkinn – Sjálfstæðismenn -- heldur það sem T24, veftímarit Óla Björns Kárasonar þingmaður rekur hér, sem er sú staðreynd að Sigurður Ingi er einn þeirra sem samþykkti að Geir H. Haarde yrði dreginn fyrir Landsdóm. Það er nokkuð sem stór hluti gegnheilla Sjálfstæðismanna mun aldrei fyrirgefa. „Best færi á því að þeir 15 þingmenn sem enn sitja á þingi og studdu málssóknina á hendur Geir H. Haarde, hefðu frumkvæðið og litu í eigin barm. Það færi a.m.k. ekki illa á því að sitjandi ráðherrar, sem ekki aðeins studdu heldur lögðu til, málssóknina bæðust opinberlega afsökunar á sínum þætti,“ segir á T24. Landsdómur Panama-skjölin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, sem nú er forsætisráðherraefni Framsóknarmanna, er líkast til ekki draumakandídat Sjálfstæðismanna í forsætisráðuneytið. Þar kemur ýmislegt til. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fór fram á það við forseta Íslands, að hann fengi svigrúm til viðræðna við Sigurð Inga Jóhannsson, varaformann Framsóknarflokksins um áframhaldandi stjórnarsamstarf flokkanna, án Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Sigurður Ingi sagði, í sjónvarpsviðtölum í dag, hann vongóðan um að Sjálfstæðismenn tækju vel í þá hugmynd, sem er reyndar Sigmundar Davíðs, að hann tæki við sem forsætisráðherra. Og það eru þeir Bjarni, auk Ásmunds Einars Daðasonar, að ræða núna.Thug life En, það er ýmislegt í ferli Sigurður Inga sem gæti staðið í Sjálfstæðismönnum og reyndar fleirum til. Hann hefur gengið hart fram í því að verja Sigmund Davíð í vandræðum hans allt fram á síðustu stundum og þekkt er nýlegt sjónvarpsviðtal Heimis Más Péturssonar við hann þar sem Sigurður Ingi segir að það sé greinilega flókið að eiga peninga á Íslandi. Ef marka má þær raddir sem heyrst hafa í tengslum við mestu mótmæli sem haldin hafa verið á Íslandi, að vandræði peningafólks væri ekki það sem stæði í fólki. Þetta varð grínurum á netinu tilefni til þess að setja saman klippu sem fór víða á Twitter.Takk Kvöldfréttir Stöðvar 2 og Sigurður Þorsteinsson. Held ég hafi ekki gert betra myndband.Posted by Hordur Agustsson on 30. mars 2016Fiskistofumálið erfittÞá er vert að rifja upp að ráðherraferill Sigurðar Inga hefur ekki verið óumdeildur, nema síður sé. Og vert er að rifja upp það mál sem reynst hefur honum verst sem er flutningur Fiskistofu af höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Þar birtist grjóthörð landbyggðastefna sem ekki er líkleg að hugnist mörgum áhrifamönnum innan Sjálfstæðisflokksins. Og ekki þótti ráðherra höndla það mál vel.Geymt en ekki gleymt. Landsdómsmálið er nokkuð sem stór hluti Sjálfstæðismanna munu aldrei fyrirgefa.Sjálfstæðismenn munu aldrei fyrirgefa LandsdómsmáliðÞetta er líkast til ekki það sem mun fara verst í samstarfsflokkinn – Sjálfstæðismenn -- heldur það sem T24, veftímarit Óla Björns Kárasonar þingmaður rekur hér, sem er sú staðreynd að Sigurður Ingi er einn þeirra sem samþykkti að Geir H. Haarde yrði dreginn fyrir Landsdóm. Það er nokkuð sem stór hluti gegnheilla Sjálfstæðismanna mun aldrei fyrirgefa. „Best færi á því að þeir 15 þingmenn sem enn sitja á þingi og studdu málssóknina á hendur Geir H. Haarde, hefðu frumkvæðið og litu í eigin barm. Það færi a.m.k. ekki illa á því að sitjandi ráðherrar, sem ekki aðeins studdu heldur lögðu til, málssóknina bæðust opinberlega afsökunar á sínum þætti,“ segir á T24.
Landsdómur Panama-skjölin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira