Helgi Hrafn: Enginn á mótmælunum sem kallaði eftir Sigurði Inga sem forsætisráðherra Birgir Olgeirsson skrifar 5. apríl 2016 17:03 Helgi Hrafn Gunnarsson Vísir/Pjetur Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir stjórnarmenn misskilja kröfu þjóðarinnar eftir mótmælin í gær. Hann sá engan á Austurvelli með skilti sem heimtuðu Sigurð Inga Jóhannsson, varaformann Framsóknarflokksins, sem forsætisráðherra eða hvað þá að Sjálfstæðisflokkurinn tæki við forsætisráðuneytinu. Helgi Hrafn sagði þetta í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins en hann sagði málið ekki bara snúast um hvar ráðamenn hefðu geymt eignir sínar. „Þetta snýst líka um viðbrögð við gagnrýni þegar menn urðu brjálaðir í pontu að þetta væri gagnrýnt eða spurt út í þetta. Ég held að þjóðin sé ekkert lengur til í þessi viðbrögð þegar réttmætra spurninga er spurt og þegar réttmæt gagnrýni er borin fram. Að menn bregðist við í einhverju sjálfsvorkunnar kasti og kalla alla gagnrýnendur illum nöfnum.“ Sigurður Ingi tilkynnti fyrr í dag tillögu Framsóknarflokksins að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra og Sigurður Ingi myndi taka við forsætisráðuneytinu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átti fyrr í dag fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, þar sem hann tilkynnti honum að Sjálfstæðisflokkurinn myndi hefja viðræður við Framsóknarflokksins um áframhaldandi stjórnarsamstarf flokkanna tveggja. Helgi Hrafn benti á að Sigurður Ingi hefði hingað til varið afstöðu Sigmundar Davíðs, að hann hefði ekkert gert rangt þegar hann greindi ekki frá eignum sínum í skattaskjóli, og þá hefði Bjarni Benediktsson einnig gert það að einhverju leyti. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32 Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04 Bjarni vill áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknarflokk Bjarni Benediktsson greindi forseta Íslands frá fyrirhuguðum viðræðum við Framsóknarflokk um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. 5. apríl 2016 16:28 Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04 Sigmundur Davíð segir forsetann hafa sagt ósatt Forsætisráðuneytið hafnar því að borin hafi verið upp tillaga um þingrof á fundi með forseta í dag. 5. apríl 2016 16:40 Sigurður Ingi klár í að verða forsætisráðherra Maður kemur í manns stað. 5. apríl 2016 15:42 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir stjórnarmenn misskilja kröfu þjóðarinnar eftir mótmælin í gær. Hann sá engan á Austurvelli með skilti sem heimtuðu Sigurð Inga Jóhannsson, varaformann Framsóknarflokksins, sem forsætisráðherra eða hvað þá að Sjálfstæðisflokkurinn tæki við forsætisráðuneytinu. Helgi Hrafn sagði þetta í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins en hann sagði málið ekki bara snúast um hvar ráðamenn hefðu geymt eignir sínar. „Þetta snýst líka um viðbrögð við gagnrýni þegar menn urðu brjálaðir í pontu að þetta væri gagnrýnt eða spurt út í þetta. Ég held að þjóðin sé ekkert lengur til í þessi viðbrögð þegar réttmætra spurninga er spurt og þegar réttmæt gagnrýni er borin fram. Að menn bregðist við í einhverju sjálfsvorkunnar kasti og kalla alla gagnrýnendur illum nöfnum.“ Sigurður Ingi tilkynnti fyrr í dag tillögu Framsóknarflokksins að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra og Sigurður Ingi myndi taka við forsætisráðuneytinu. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átti fyrr í dag fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, þar sem hann tilkynnti honum að Sjálfstæðisflokkurinn myndi hefja viðræður við Framsóknarflokksins um áframhaldandi stjórnarsamstarf flokkanna tveggja. Helgi Hrafn benti á að Sigurður Ingi hefði hingað til varið afstöðu Sigmundar Davíðs, að hann hefði ekkert gert rangt þegar hann greindi ekki frá eignum sínum í skattaskjóli, og þá hefði Bjarni Benediktsson einnig gert það að einhverju leyti.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32 Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04 Bjarni vill áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknarflokk Bjarni Benediktsson greindi forseta Íslands frá fyrirhuguðum viðræðum við Framsóknarflokk um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. 5. apríl 2016 16:28 Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04 Sigmundur Davíð segir forsetann hafa sagt ósatt Forsætisráðuneytið hafnar því að borin hafi verið upp tillaga um þingrof á fundi með forseta í dag. 5. apríl 2016 16:40 Sigurður Ingi klár í að verða forsætisráðherra Maður kemur í manns stað. 5. apríl 2016 15:42 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32
Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04
Bjarni vill áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknarflokk Bjarni Benediktsson greindi forseta Íslands frá fyrirhuguðum viðræðum við Framsóknarflokk um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. 5. apríl 2016 16:28
Vantrauststillögunni haldið til streitu: Byggjum ekki upp traust með svona bixi Katrín Jakobsdóttir segir Framsóknarfléttuna ekki auka traust á ríkisstjórninni. 5. apríl 2016 16:04
Sigmundur Davíð segir forsetann hafa sagt ósatt Forsætisráðuneytið hafnar því að borin hafi verið upp tillaga um þingrof á fundi með forseta í dag. 5. apríl 2016 16:40