Ólafur Ragnar sagður hafa rassskellt Sigmund Davíð Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2016 15:07 Ýmsir á Facebook meta það svo að Ólafur Ragnar hafi rassskellt Sigmund Davíð, og tekið hann í kennslustund þegar hann neitaði honum um heimild til þingrofs. Fólkið á Facebook telur Ólaf Ragnar hafa kaghýtt Sigmund Forseti Íslands er með pálmann í höndunum en forsætisráðherra smáður. Gusurnar ganga yfir Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Facebook í kjölfar þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti landsins neitaði honum um heimild til þingrofs. Þar eiga menn erfitt með að halda lýsingarorðum sínum í skefjum. Þeir sem tjá sig um þennan leik á Facebook eiga ekki í nokkrum vandræðum með að túlka þennan millileik sem svo að staða Sigmundar Davíðs sé þar með algerlega vonlaus. Menn ganga nokkuð langt í túlkunum sínum og er Sigmundur Davíð sagður hafa verið flengdur af forsetanum, sem sjálfur stendur uppi með pálmann í höndunum. Helgi Seljan þurfti að láta segja sér þetta tvisvar: „Ólafur Ragnar neitaði SDG - heyrist mér. OMG.“ Reynir Traustason blaðamaður segir þetta stórleik forsetans: „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bókstaflega sleginn kaldur. Ruglinu linnir vonandi sem með þessu og forsætisráðherrann hrökklast þangað sem honum ber. Ferfalt húrra fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni.“ Og Mörður Árnason varaþingmaður segist ... „[A]Alltíeinu soldið ánægður með forsetann sem ég kaus. Une grande performance -- og hárrétt ákvörðun, stjórnskipunarlega og pólitískt. Nú er að bíða í tíu mínútur eftir næsta leik ... hannaða atburðarásin á fullu ...“ Grímur Atlason framkvæmdastjóri kann einnig að koma orðum að því: „Ólafur Ragnar gerði það eina rétta í stöðunni: Hann rassskellti freka kallinn! Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er slíkur amatör og fúskari að það hálfa væri nóg. Hvernig tókst okkur að velja þennan mann sem forsætisráðherra okkar? Það er rannsóknarefni.“ Og blaðamaðurinn Jóhann Páll Jóhannsson er á sama róli: „SDG niðurlægður af pólitískum guðföður sínum, ÓRG sem tekst um leið að gera sjálfan sig að miðpunkti athyglinnar.“ Enn einn blaðamaðurinn sem tjáir sig um málið er Ágúst Borgþór Sverrisson, sem segir, fullur aðdáunar á þeirri skák sem Ólafur Ragnar tefldi þegar hann neitað Sigmundi um heimildina: „Svo heldur fólk að hvaða kjáni sem er geti verið forseti.“ Panama-skjölin Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fólkið á Facebook telur Ólaf Ragnar hafa kaghýtt Sigmund Forseti Íslands er með pálmann í höndunum en forsætisráðherra smáður. Gusurnar ganga yfir Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Facebook í kjölfar þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti landsins neitaði honum um heimild til þingrofs. Þar eiga menn erfitt með að halda lýsingarorðum sínum í skefjum. Þeir sem tjá sig um þennan leik á Facebook eiga ekki í nokkrum vandræðum með að túlka þennan millileik sem svo að staða Sigmundar Davíðs sé þar með algerlega vonlaus. Menn ganga nokkuð langt í túlkunum sínum og er Sigmundur Davíð sagður hafa verið flengdur af forsetanum, sem sjálfur stendur uppi með pálmann í höndunum. Helgi Seljan þurfti að láta segja sér þetta tvisvar: „Ólafur Ragnar neitaði SDG - heyrist mér. OMG.“ Reynir Traustason blaðamaður segir þetta stórleik forsetans: „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bókstaflega sleginn kaldur. Ruglinu linnir vonandi sem með þessu og forsætisráðherrann hrökklast þangað sem honum ber. Ferfalt húrra fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni.“ Og Mörður Árnason varaþingmaður segist ... „[A]Alltíeinu soldið ánægður með forsetann sem ég kaus. Une grande performance -- og hárrétt ákvörðun, stjórnskipunarlega og pólitískt. Nú er að bíða í tíu mínútur eftir næsta leik ... hannaða atburðarásin á fullu ...“ Grímur Atlason framkvæmdastjóri kann einnig að koma orðum að því: „Ólafur Ragnar gerði það eina rétta í stöðunni: Hann rassskellti freka kallinn! Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er slíkur amatör og fúskari að það hálfa væri nóg. Hvernig tókst okkur að velja þennan mann sem forsætisráðherra okkar? Það er rannsóknarefni.“ Og blaðamaðurinn Jóhann Páll Jóhannsson er á sama róli: „SDG niðurlægður af pólitískum guðföður sínum, ÓRG sem tekst um leið að gera sjálfan sig að miðpunkti athyglinnar.“ Enn einn blaðamaðurinn sem tjáir sig um málið er Ágúst Borgþór Sverrisson, sem segir, fullur aðdáunar á þeirri skák sem Ólafur Ragnar tefldi þegar hann neitað Sigmundi um heimildina: „Svo heldur fólk að hvaða kjáni sem er geti verið forseti.“
Panama-skjölin Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira