Telur drauma um minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks óraunhæfa Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. apríl 2016 12:28 Össur er þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir „Tortóla virðist í beinni útsendingu vera orðinn banabiti ríkisstjórnarinnar,“ segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á Facebook-síðu sinni en Össur hefur ekki mikið tjáð sig um mál forsætisráðherra og eignir hans og konu hans á Tortóla-eyjum eftir að þáttur Kastljóss og Reykjavík media var sýndur síðastliðið sunnudagskvöld. „Þrátt fyrir uppreisn lykilmanna í eigin kjördæmi upplýsir forsætisráðherra rétt í þessu á fb-síðu sinni að hann hafi hótað formanni Sjálfstæðisflokksins þingrofi og kosningum ef þingmenn hans „treystu sér ekki til að styðja ríkisstjórnina.“ – Þetta eru merkilegustu vendingar í stjórnakreppu sem ég man eftir.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sat og teiknaði dúllur á meðan stjórnarandstaðan hélt þrumuræður um meint vanhæfi hans á þingfundi í gær.vísir/VilhelmÖssur er reyndur stjórnmálamaður og hefur setið á þingi síðan 1991. Þá hefur hann verið orðaður við forsetaframboð.Hótun Sigmundar „Í fyrsta lagi er líklegt að Framsóknarflokkurinn komi mjög illa út úr kosningum við þessar aðstæður og hótun forsætisráðherrans felur í reynd í sér að stærstum hluta þingflokks hans verði rutt af þingi út á hinar eilífu veiðilendur. Flestir flokkar, þ.á.m. Sjálfstæðisflokkurinn er líklegri til að koma betur út úr kosningum en Sjálfstæðisflokkurinn. Í öðru lagi er það krafa stjórnarandstöðunnar að þing verði rofið og nýjar kosningar boðaðar. Hótun forsætisráðherra um að beita sér fyrir kosningum færir því stjórnarandstöðunni sigur í núverandi þrætu á silfurbakka. Tillagan um vantraust virðist eiginlega búin að fella ríkisstjórnina áður en hún kemur á dagskrá þingsins. Ég man ekki eftir sérkennilegri vendingum í stjórnmálum.“ Þá telur hann ummæli varaþingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins ólíklegt framhald í málinu. „Draumar Guðlaugs Þórs sem ég rétt í þessu heyrði á Bylgjunni um minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins við þessar aðstæður tel ég sjálfur útilokaða og óraunhæfa.“Tortóla virðist í beinni útsendingu vera orðinn banabiti ríkisstjórnarinnar. Þrátt fyrir uppreisn lykilmanna í eigin kjö...Posted by Össur Skarphéðinsson on Tuesday, April 5, 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Yfir átta þúsund undirskriftir gegn Sigmundi á einum degi Nærri þrjátíu þúsund undirskriftir hafa safnast á undirskriftarlistann þar sem krafist er afsagnar forsætisráðherra. 5. apríl 2016 12:11 Ólafur Ragnar kominn til landsins Forsetinn þarf að vera til staðar og standa sína plikt, segir forseti Íslands. 5. apríl 2016 07:46 Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Megn óánægja ríkir innan bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en ákvörðunar Bjarna Benediktssonar er beðið. Tugþúsundir Íslendinga mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. 5. apríl 2016 06:00 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
„Tortóla virðist í beinni útsendingu vera orðinn banabiti ríkisstjórnarinnar,“ segir Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á Facebook-síðu sinni en Össur hefur ekki mikið tjáð sig um mál forsætisráðherra og eignir hans og konu hans á Tortóla-eyjum eftir að þáttur Kastljóss og Reykjavík media var sýndur síðastliðið sunnudagskvöld. „Þrátt fyrir uppreisn lykilmanna í eigin kjördæmi upplýsir forsætisráðherra rétt í þessu á fb-síðu sinni að hann hafi hótað formanni Sjálfstæðisflokksins þingrofi og kosningum ef þingmenn hans „treystu sér ekki til að styðja ríkisstjórnina.“ – Þetta eru merkilegustu vendingar í stjórnakreppu sem ég man eftir.“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sat og teiknaði dúllur á meðan stjórnarandstaðan hélt þrumuræður um meint vanhæfi hans á þingfundi í gær.vísir/VilhelmÖssur er reyndur stjórnmálamaður og hefur setið á þingi síðan 1991. Þá hefur hann verið orðaður við forsetaframboð.Hótun Sigmundar „Í fyrsta lagi er líklegt að Framsóknarflokkurinn komi mjög illa út úr kosningum við þessar aðstæður og hótun forsætisráðherrans felur í reynd í sér að stærstum hluta þingflokks hans verði rutt af þingi út á hinar eilífu veiðilendur. Flestir flokkar, þ.á.m. Sjálfstæðisflokkurinn er líklegri til að koma betur út úr kosningum en Sjálfstæðisflokkurinn. Í öðru lagi er það krafa stjórnarandstöðunnar að þing verði rofið og nýjar kosningar boðaðar. Hótun forsætisráðherra um að beita sér fyrir kosningum færir því stjórnarandstöðunni sigur í núverandi þrætu á silfurbakka. Tillagan um vantraust virðist eiginlega búin að fella ríkisstjórnina áður en hún kemur á dagskrá þingsins. Ég man ekki eftir sérkennilegri vendingum í stjórnmálum.“ Þá telur hann ummæli varaþingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins ólíklegt framhald í málinu. „Draumar Guðlaugs Þórs sem ég rétt í þessu heyrði á Bylgjunni um minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins við þessar aðstæður tel ég sjálfur útilokaða og óraunhæfa.“Tortóla virðist í beinni útsendingu vera orðinn banabiti ríkisstjórnarinnar. Þrátt fyrir uppreisn lykilmanna í eigin kjö...Posted by Össur Skarphéðinsson on Tuesday, April 5, 2016
Panama-skjölin Tengdar fréttir Yfir átta þúsund undirskriftir gegn Sigmundi á einum degi Nærri þrjátíu þúsund undirskriftir hafa safnast á undirskriftarlistann þar sem krafist er afsagnar forsætisráðherra. 5. apríl 2016 12:11 Ólafur Ragnar kominn til landsins Forsetinn þarf að vera til staðar og standa sína plikt, segir forseti Íslands. 5. apríl 2016 07:46 Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Megn óánægja ríkir innan bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en ákvörðunar Bjarna Benediktssonar er beðið. Tugþúsundir Íslendinga mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. 5. apríl 2016 06:00 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Sjá meira
Yfir átta þúsund undirskriftir gegn Sigmundi á einum degi Nærri þrjátíu þúsund undirskriftir hafa safnast á undirskriftarlistann þar sem krafist er afsagnar forsætisráðherra. 5. apríl 2016 12:11
Ólafur Ragnar kominn til landsins Forsetinn þarf að vera til staðar og standa sína plikt, segir forseti Íslands. 5. apríl 2016 07:46
Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Megn óánægja ríkir innan bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en ákvörðunar Bjarna Benediktssonar er beðið. Tugþúsundir Íslendinga mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. 5. apríl 2016 06:00