Sigmundur Davíð tilbúinn að rjúfa þing Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2016 11:31 Sigmundur Davíð yfirgefur Alþingishúsið í gær. Vísir/Friðrik Þór Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í morgun. Hann er í þessum töluðu orðum á fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum. Sigmundur segist hafa farið yfir það með fjármálaráðherra á fundinum í morgun að ef þingmenn Sjálfstæðisflokksins treystu sér ekki til að styðja ríkisstjórnina við að ljúka sameiginlegum verkefnum okkar myndi hann rjúfa þing og boða til kosninga hið fyrsta. Þá gerir Sigmundur Davíð upp feril sinn sem ráðherra og segist stoltur af verkum sínum. Hann segist stoltur af verkum sínum, mörg hefði hann viljað sjá vinda hraðar fram en enn sé nægur tími til að klára þau, sé viljinn fyrir hendi. Af færslu Sigmundar Davíðs má ráða að boltinn sé í höndum Sjálfstæðisflokksins. Sé stuðningur þingmanna flokksins ekki fyrir hendi þá sé Sigmundur Davíð tilbúinn að rjúfa þing og boða til kosninga. Færslu Sigmundar Davíðs í heild má sjá að neðan „Nú í morgun átti ég mjög góðan fund með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Við ræddum árangur ríkisstjórnarinnar og mikilvægi þess að klára þau stóru verkefni sem undirbúin hafa verið síðustu misseri og ár. Mörg þeirra eru gríðarlega mikilvæg fyrir íslenskt samfélag. Meðal annars þarf að ljúka afnámi fjármagnshafta, endurskipuleggja fjármálakerfið svo að það virki í þágu almennings, ljúka því sem ríkisstjórnarflokkarnir höfðu samþykkt um afnám verðtryggingar og innleiða umfangsmiklar úrbætur í húsnæðismálum. Mörgum þessara verkefna hefði ég viljað sjá vinda hraðar fram en enn er þó nægur tími til að klára þau, sé viljinn fyrir hendi. Jafnframt fór ég yfir það með formanni Sjálfstæðisflokksins að ef þingmenn flokksins treystu sér ekki til að styðja ríkisstjórnina við að ljúka sameiginlegum verkefnum okkar myndi ég rjúfa þing og boða til kosninga hið fyrsta. Ég er stoltur af verkum mínum í stjórnmálum til þessa og óhræddur við að leggja þau í dóm kjósenda hvort sem það verður gert nú eða síðar. Ég er líka stoltur af eiginkonu minni og þeim heiðarleika og fórnfýsi sem hún hefur ætíð sýnt. Hvort sem litið er til stjórnmálabaráttu undanfarinna ára og alls þess sem þar hefur gengið á, bæði opinberlega og innbyrðis, eða til persónulegra málefna fjölskyldu minnar get ég óhræddur, óhikað og með ánægju svarað fyrir verk mín og ákvarðanir. Þegar ég ákvað að hefja þátttöku í stjórnmálum gerði ég það vegna þess að ég hafði ákveðna sýn á hvað væri nauðsynlegt að gera til að koma íslensku samfélagi á réttan kjöl og gera því kleift að nýta þau óþrjótandi tækifæri sem þjóðin býr yfir, samfélaginu öllu til heilla. Það hefur gengið betur en jafnvel ég þorði að vona að vinna að þeirri framtíðarsýn og henni mun ég fylgja áfram á meðan mér gefst tækifæri til.“Nú í morgun átti ég mjög góðan fund með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Við ræddum árangur ríkisstj...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Tuesday, April 5, 2016 Panama-skjölin Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í morgun. Hann er í þessum töluðu orðum á fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum. Sigmundur segist hafa farið yfir það með fjármálaráðherra á fundinum í morgun að ef þingmenn Sjálfstæðisflokksins treystu sér ekki til að styðja ríkisstjórnina við að ljúka sameiginlegum verkefnum okkar myndi hann rjúfa þing og boða til kosninga hið fyrsta. Þá gerir Sigmundur Davíð upp feril sinn sem ráðherra og segist stoltur af verkum sínum. Hann segist stoltur af verkum sínum, mörg hefði hann viljað sjá vinda hraðar fram en enn sé nægur tími til að klára þau, sé viljinn fyrir hendi. Af færslu Sigmundar Davíðs má ráða að boltinn sé í höndum Sjálfstæðisflokksins. Sé stuðningur þingmanna flokksins ekki fyrir hendi þá sé Sigmundur Davíð tilbúinn að rjúfa þing og boða til kosninga. Færslu Sigmundar Davíðs í heild má sjá að neðan „Nú í morgun átti ég mjög góðan fund með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Við ræddum árangur ríkisstjórnarinnar og mikilvægi þess að klára þau stóru verkefni sem undirbúin hafa verið síðustu misseri og ár. Mörg þeirra eru gríðarlega mikilvæg fyrir íslenskt samfélag. Meðal annars þarf að ljúka afnámi fjármagnshafta, endurskipuleggja fjármálakerfið svo að það virki í þágu almennings, ljúka því sem ríkisstjórnarflokkarnir höfðu samþykkt um afnám verðtryggingar og innleiða umfangsmiklar úrbætur í húsnæðismálum. Mörgum þessara verkefna hefði ég viljað sjá vinda hraðar fram en enn er þó nægur tími til að klára þau, sé viljinn fyrir hendi. Jafnframt fór ég yfir það með formanni Sjálfstæðisflokksins að ef þingmenn flokksins treystu sér ekki til að styðja ríkisstjórnina við að ljúka sameiginlegum verkefnum okkar myndi ég rjúfa þing og boða til kosninga hið fyrsta. Ég er stoltur af verkum mínum í stjórnmálum til þessa og óhræddur við að leggja þau í dóm kjósenda hvort sem það verður gert nú eða síðar. Ég er líka stoltur af eiginkonu minni og þeim heiðarleika og fórnfýsi sem hún hefur ætíð sýnt. Hvort sem litið er til stjórnmálabaráttu undanfarinna ára og alls þess sem þar hefur gengið á, bæði opinberlega og innbyrðis, eða til persónulegra málefna fjölskyldu minnar get ég óhræddur, óhikað og með ánægju svarað fyrir verk mín og ákvarðanir. Þegar ég ákvað að hefja þátttöku í stjórnmálum gerði ég það vegna þess að ég hafði ákveðna sýn á hvað væri nauðsynlegt að gera til að koma íslensku samfélagi á réttan kjöl og gera því kleift að nýta þau óþrjótandi tækifæri sem þjóðin býr yfir, samfélaginu öllu til heilla. Það hefur gengið betur en jafnvel ég þorði að vona að vinna að þeirri framtíðarsýn og henni mun ég fylgja áfram á meðan mér gefst tækifæri til.“Nú í morgun átti ég mjög góðan fund með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Við ræddum árangur ríkisstj...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Tuesday, April 5, 2016
Panama-skjölin Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira