Sigmundur Davíð tilbúinn að rjúfa þing Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2016 11:31 Sigmundur Davíð yfirgefur Alþingishúsið í gær. Vísir/Friðrik Þór Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í morgun. Hann er í þessum töluðu orðum á fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum. Sigmundur segist hafa farið yfir það með fjármálaráðherra á fundinum í morgun að ef þingmenn Sjálfstæðisflokksins treystu sér ekki til að styðja ríkisstjórnina við að ljúka sameiginlegum verkefnum okkar myndi hann rjúfa þing og boða til kosninga hið fyrsta. Þá gerir Sigmundur Davíð upp feril sinn sem ráðherra og segist stoltur af verkum sínum. Hann segist stoltur af verkum sínum, mörg hefði hann viljað sjá vinda hraðar fram en enn sé nægur tími til að klára þau, sé viljinn fyrir hendi. Af færslu Sigmundar Davíðs má ráða að boltinn sé í höndum Sjálfstæðisflokksins. Sé stuðningur þingmanna flokksins ekki fyrir hendi þá sé Sigmundur Davíð tilbúinn að rjúfa þing og boða til kosninga. Færslu Sigmundar Davíðs í heild má sjá að neðan „Nú í morgun átti ég mjög góðan fund með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Við ræddum árangur ríkisstjórnarinnar og mikilvægi þess að klára þau stóru verkefni sem undirbúin hafa verið síðustu misseri og ár. Mörg þeirra eru gríðarlega mikilvæg fyrir íslenskt samfélag. Meðal annars þarf að ljúka afnámi fjármagnshafta, endurskipuleggja fjármálakerfið svo að það virki í þágu almennings, ljúka því sem ríkisstjórnarflokkarnir höfðu samþykkt um afnám verðtryggingar og innleiða umfangsmiklar úrbætur í húsnæðismálum. Mörgum þessara verkefna hefði ég viljað sjá vinda hraðar fram en enn er þó nægur tími til að klára þau, sé viljinn fyrir hendi. Jafnframt fór ég yfir það með formanni Sjálfstæðisflokksins að ef þingmenn flokksins treystu sér ekki til að styðja ríkisstjórnina við að ljúka sameiginlegum verkefnum okkar myndi ég rjúfa þing og boða til kosninga hið fyrsta. Ég er stoltur af verkum mínum í stjórnmálum til þessa og óhræddur við að leggja þau í dóm kjósenda hvort sem það verður gert nú eða síðar. Ég er líka stoltur af eiginkonu minni og þeim heiðarleika og fórnfýsi sem hún hefur ætíð sýnt. Hvort sem litið er til stjórnmálabaráttu undanfarinna ára og alls þess sem þar hefur gengið á, bæði opinberlega og innbyrðis, eða til persónulegra málefna fjölskyldu minnar get ég óhræddur, óhikað og með ánægju svarað fyrir verk mín og ákvarðanir. Þegar ég ákvað að hefja þátttöku í stjórnmálum gerði ég það vegna þess að ég hafði ákveðna sýn á hvað væri nauðsynlegt að gera til að koma íslensku samfélagi á réttan kjöl og gera því kleift að nýta þau óþrjótandi tækifæri sem þjóðin býr yfir, samfélaginu öllu til heilla. Það hefur gengið betur en jafnvel ég þorði að vona að vinna að þeirri framtíðarsýn og henni mun ég fylgja áfram á meðan mér gefst tækifæri til.“Nú í morgun átti ég mjög góðan fund með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Við ræddum árangur ríkisstj...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Tuesday, April 5, 2016 Panama-skjölin Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í morgun. Hann er í þessum töluðu orðum á fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum. Sigmundur segist hafa farið yfir það með fjármálaráðherra á fundinum í morgun að ef þingmenn Sjálfstæðisflokksins treystu sér ekki til að styðja ríkisstjórnina við að ljúka sameiginlegum verkefnum okkar myndi hann rjúfa þing og boða til kosninga hið fyrsta. Þá gerir Sigmundur Davíð upp feril sinn sem ráðherra og segist stoltur af verkum sínum. Hann segist stoltur af verkum sínum, mörg hefði hann viljað sjá vinda hraðar fram en enn sé nægur tími til að klára þau, sé viljinn fyrir hendi. Af færslu Sigmundar Davíðs má ráða að boltinn sé í höndum Sjálfstæðisflokksins. Sé stuðningur þingmanna flokksins ekki fyrir hendi þá sé Sigmundur Davíð tilbúinn að rjúfa þing og boða til kosninga. Færslu Sigmundar Davíðs í heild má sjá að neðan „Nú í morgun átti ég mjög góðan fund með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Við ræddum árangur ríkisstjórnarinnar og mikilvægi þess að klára þau stóru verkefni sem undirbúin hafa verið síðustu misseri og ár. Mörg þeirra eru gríðarlega mikilvæg fyrir íslenskt samfélag. Meðal annars þarf að ljúka afnámi fjármagnshafta, endurskipuleggja fjármálakerfið svo að það virki í þágu almennings, ljúka því sem ríkisstjórnarflokkarnir höfðu samþykkt um afnám verðtryggingar og innleiða umfangsmiklar úrbætur í húsnæðismálum. Mörgum þessara verkefna hefði ég viljað sjá vinda hraðar fram en enn er þó nægur tími til að klára þau, sé viljinn fyrir hendi. Jafnframt fór ég yfir það með formanni Sjálfstæðisflokksins að ef þingmenn flokksins treystu sér ekki til að styðja ríkisstjórnina við að ljúka sameiginlegum verkefnum okkar myndi ég rjúfa þing og boða til kosninga hið fyrsta. Ég er stoltur af verkum mínum í stjórnmálum til þessa og óhræddur við að leggja þau í dóm kjósenda hvort sem það verður gert nú eða síðar. Ég er líka stoltur af eiginkonu minni og þeim heiðarleika og fórnfýsi sem hún hefur ætíð sýnt. Hvort sem litið er til stjórnmálabaráttu undanfarinna ára og alls þess sem þar hefur gengið á, bæði opinberlega og innbyrðis, eða til persónulegra málefna fjölskyldu minnar get ég óhræddur, óhikað og með ánægju svarað fyrir verk mín og ákvarðanir. Þegar ég ákvað að hefja þátttöku í stjórnmálum gerði ég það vegna þess að ég hafði ákveðna sýn á hvað væri nauðsynlegt að gera til að koma íslensku samfélagi á réttan kjöl og gera því kleift að nýta þau óþrjótandi tækifæri sem þjóðin býr yfir, samfélaginu öllu til heilla. Það hefur gengið betur en jafnvel ég þorði að vona að vinna að þeirri framtíðarsýn og henni mun ég fylgja áfram á meðan mér gefst tækifæri til.“Nú í morgun átti ég mjög góðan fund með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Við ræddum árangur ríkisstj...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Tuesday, April 5, 2016
Panama-skjölin Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Samskipti hjólreiðamanna og ökumanna ekki upp á marga fiska Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Sjá meira