Börnin erfa landið Sigríður Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2016 12:00 Börnin í sýningunni Made in Children standa sig vel. Leikhús Made in Children Borgarleikhúsið Höfundar og leikstjórn: Alexander Roberts, Aude Busson og Ásrún Magnúsdóttir Leikarar: Flóki Dagsson, Freyja Sól Francisco Heldersdóttir, Herdís Sigurðardóttir, Jörundur Orrason, Kolbeinn Einarsson, Kolbeinn Orfeus Eiríksson, Margrét Vilhelmína Nikulásardóttir, Matthildur Björnsdóttir, Óðinn Sastre Freysson og Ylfa Aino Eldon Aradóttir Tónlistarstjórn: Björn Kristjánsson Hljóð: Baldvin Þór Magnússon Leikmynd og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir Ljósahönnun: Friðþjófur Þorsteinsson Okkar yngstu þjóðfélagsþegnar áttu leik föstudaginn síðasta á litla sviði Borgarleikhússins þegar samstarfsverkefnið Made in Children var frumsýnt. Tíu börn á aldrinum átta til tólf ára hafa hreiðrað um sig í húsinu og unnið að sviðsverki síðustu þrjá mánuði undir handleiðslu sviðslistafólksins Alexanders Roberts, Aude Busson og Ásrúnar Magnúsdóttur. Markmiðin eru háleit og metnaðarfull en hugmynd hópsins var að gefa ungu kynslóðinni listræn verkfæri til að tjá sig um framtíðina sem fyrir þeim liggur. En því miður höktir nýtt íslenskt sviðsverk enn og aftur á gölluðu handriti. Að þessu sinni liggur vandamálið í uppbyggingu textans en framvindan byggist á því að börnin útskýra hvað þau sjá í fari meðleikara sinna og hvernig framtíð þeirra verður með undarlega orðuðum einræðum. Setningaskipan leiktextans er alls ekki nógu sterk og orðfærið á skjön. Stíllinn myndar óþarfa fjarlægð á milli leikaranna á sviði en einnig á milli leikara og áhorfenda. Tímarammi sýningarinnar verður óljós og kjarni textans týnist. Í leikskrá er sýningin staðsett á mörkum mikils vonleysis og öfgafullrar bjartsýni, framtíðarinnar sem við hlökkum til en kvíðum á sama tíma. Fálætið og drepurðina fangar sýning vel en vonina vantar, hamingjuna sem sumir finna í erfiðum aðstæðum. Einnig takmarkast áhyggjuefnin of oft við einstaka atburði og persónulega pólitík frekar en þeirra stað í heiminum. Frammistaða hinna ungu leikara er merkilega góð miðað við þemu sýningarinnar, fjölbreytt sviðsverkefni og oft á tíðum flókinn texta. Þau leysa sín verkefni af mikilli einlægni og persónutöfrar barnanna fá að njóta sín. Hvert og eitt þeirra kemur með nýjar áherslur, persónuleg blæbrigði og nærvera þeirra er dásamleg. Aftur á móti eru draumkenndu sviðsverurnar sem börnin koma til skila með því að klæðast gráum draugabúningum óskýrt innslag. Tónlistarstjórnunin er í höndum Björns Kristjánssonar, sem kannski eru betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Borko, en börnin spila tónlistina sjálf og syngja af mikilli kunnáttu. Raftakturinn er áberandi en klassísk áhrif laumast inn á áhrifaríkan hátt. Tónlist og hljóðvinnsla bera af í annars áhrifalítilli umgjörð. Guðný Hrund Sigurðardóttir sér um leikmynd og búninga en þó fatnaðurinn sé litríkur skilar hann litlu inn í heildarmyndina. Sömu sögu má segja um sviðsmyndina sem samanstendur af bláum himni, fyrirferðarmiklum strigum af landslagi og eftirtektarlitlum textaskjá. Ljósahönnun Friðþjófs Þorsteinssonar er fyrirferðarlítil en einstaka sinnum fangar hann áferðarfögur augnablik. Miðað við pólitískt ástand síðustu daga er greinilega mikil ólga í okkar litla samfélagi. Framtíðina erfa börnin en verkefni hinna fullorðnu er að plægja akurinn en ekki kveikja í öllu vegna þess að svoleiðis aðgerðir henta betur til styttri tíma. Tilraunastarfsemi af þessu tagi er hressandi og sviðsformið sem hópurinn velur börnunum spennandi, þó handritið sé gallað. Made in Children skortir fjölbreyttari nálgun á efnið þrátt fyrir frábæra frammistöðu unga fólksins.Niðurstaða: Ungu leikararnir glansa en umgjörðin er takmörkuð. Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leikhús Made in Children Borgarleikhúsið Höfundar og leikstjórn: Alexander Roberts, Aude Busson og Ásrún Magnúsdóttir Leikarar: Flóki Dagsson, Freyja Sól Francisco Heldersdóttir, Herdís Sigurðardóttir, Jörundur Orrason, Kolbeinn Einarsson, Kolbeinn Orfeus Eiríksson, Margrét Vilhelmína Nikulásardóttir, Matthildur Björnsdóttir, Óðinn Sastre Freysson og Ylfa Aino Eldon Aradóttir Tónlistarstjórn: Björn Kristjánsson Hljóð: Baldvin Þór Magnússon Leikmynd og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir Ljósahönnun: Friðþjófur Þorsteinsson Okkar yngstu þjóðfélagsþegnar áttu leik föstudaginn síðasta á litla sviði Borgarleikhússins þegar samstarfsverkefnið Made in Children var frumsýnt. Tíu börn á aldrinum átta til tólf ára hafa hreiðrað um sig í húsinu og unnið að sviðsverki síðustu þrjá mánuði undir handleiðslu sviðslistafólksins Alexanders Roberts, Aude Busson og Ásrúnar Magnúsdóttur. Markmiðin eru háleit og metnaðarfull en hugmynd hópsins var að gefa ungu kynslóðinni listræn verkfæri til að tjá sig um framtíðina sem fyrir þeim liggur. En því miður höktir nýtt íslenskt sviðsverk enn og aftur á gölluðu handriti. Að þessu sinni liggur vandamálið í uppbyggingu textans en framvindan byggist á því að börnin útskýra hvað þau sjá í fari meðleikara sinna og hvernig framtíð þeirra verður með undarlega orðuðum einræðum. Setningaskipan leiktextans er alls ekki nógu sterk og orðfærið á skjön. Stíllinn myndar óþarfa fjarlægð á milli leikaranna á sviði en einnig á milli leikara og áhorfenda. Tímarammi sýningarinnar verður óljós og kjarni textans týnist. Í leikskrá er sýningin staðsett á mörkum mikils vonleysis og öfgafullrar bjartsýni, framtíðarinnar sem við hlökkum til en kvíðum á sama tíma. Fálætið og drepurðina fangar sýning vel en vonina vantar, hamingjuna sem sumir finna í erfiðum aðstæðum. Einnig takmarkast áhyggjuefnin of oft við einstaka atburði og persónulega pólitík frekar en þeirra stað í heiminum. Frammistaða hinna ungu leikara er merkilega góð miðað við þemu sýningarinnar, fjölbreytt sviðsverkefni og oft á tíðum flókinn texta. Þau leysa sín verkefni af mikilli einlægni og persónutöfrar barnanna fá að njóta sín. Hvert og eitt þeirra kemur með nýjar áherslur, persónuleg blæbrigði og nærvera þeirra er dásamleg. Aftur á móti eru draumkenndu sviðsverurnar sem börnin koma til skila með því að klæðast gráum draugabúningum óskýrt innslag. Tónlistarstjórnunin er í höndum Björns Kristjánssonar, sem kannski eru betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Borko, en börnin spila tónlistina sjálf og syngja af mikilli kunnáttu. Raftakturinn er áberandi en klassísk áhrif laumast inn á áhrifaríkan hátt. Tónlist og hljóðvinnsla bera af í annars áhrifalítilli umgjörð. Guðný Hrund Sigurðardóttir sér um leikmynd og búninga en þó fatnaðurinn sé litríkur skilar hann litlu inn í heildarmyndina. Sömu sögu má segja um sviðsmyndina sem samanstendur af bláum himni, fyrirferðarmiklum strigum af landslagi og eftirtektarlitlum textaskjá. Ljósahönnun Friðþjófs Þorsteinssonar er fyrirferðarlítil en einstaka sinnum fangar hann áferðarfögur augnablik. Miðað við pólitískt ástand síðustu daga er greinilega mikil ólga í okkar litla samfélagi. Framtíðina erfa börnin en verkefni hinna fullorðnu er að plægja akurinn en ekki kveikja í öllu vegna þess að svoleiðis aðgerðir henta betur til styttri tíma. Tilraunastarfsemi af þessu tagi er hressandi og sviðsformið sem hópurinn velur börnunum spennandi, þó handritið sé gallað. Made in Children skortir fjölbreyttari nálgun á efnið þrátt fyrir frábæra frammistöðu unga fólksins.Niðurstaða: Ungu leikararnir glansa en umgjörðin er takmörkuð.
Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira