Segir viðtalið fræga hafa verið hannað til að rugla sig í ríminu Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2016 08:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að ekki standi til að halda ríkisstjórnarfund í dag. Þá telur hann að ímynd Íslands hafi ekki skaðast vegna umræðu síðustu daga. Sigmundur var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun þar sem opnað var fyrir spurningar frá hlustendum. Bent á að bæði Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn á Akureyri, hans heimakjördæmi, hafi skorað á Sigmund að segja af sér, sagði Sigmundur að það væru nú ekki mikil ný tíðindi varðandi þann hóp. Þeir hafi áður skrifað greinar á sömu nótum gegn Sigmundi. Hann sagði hópinn vera afmarkaðan og að gæti ekki talist til stuðningsmanna sinna. Hann sagðist ekki gera athugasemdir við að fólk hafi ólíkar skoðanir á sér. Hann væri í stjórnmálum eingöngu vegna þess að hann hafi trú á ákveðnum hlutum. Hafi sterkar skoðanir á því hvað þurfi að gera hér á landi. Sigmundur sagði ríkisstjórnarsamstarfið ekki hanga á bláþræði vegna umræðunnar núna. Það myndi einungis hanga á bláþræði ef menn vildu ekki starfa saman. Fyrsta spurningin til Sigmundar var um hvort að hann myndi selja hlustandanum hlut sinn í Wintris fyrir einn dollara. Hann sagði ástæðu þessa gjörnings vera að hann hefði aldrei verið eigandi félagsins og að hann hefði verið skráður eigandi upprunalega fyrir mistök. Söluverðið hefði verið einn dollari þar sem um leiðréttingu hefði verið að ræða og að félagið hefði upprunalega verið einskis virði.„Hannað til þess að rugla mig í ríminu“ Aðspurður um viðtalið sem birt var í Kastljósi á sunnudaginn, sagði Sigmundur að það hefði verið á allan hátt „hannað til þess að rugla mig í ríminu og láta mig halda að verið væri að ræða einhverja allt aðra hluti en verið var.“ Hann hefði þó auðvitað átt að standa sig betur. Sigmundur hvatti fólk til að lesa samantekt þeirra hjóna á heimasíðu sinni. Þar að auki hefði hann vilja sjá það í Kastljósþætti sunnudags „að menn hefðu verið búnir að kynna sér það frekar en að koma með ýmsar fullyrðingar og gefa til kynna að engu hefði verið svarað þegar raunin var allt önnur.“Engar áhyggjur af ímynd ÍslandsSigmundur hefur verið á forsíðum erlendra dagblaða og vefsíðna. Sigmundur hefur þó ekki áhyggjur af ímynd Íslands, að hún hafi skaðast með umfjölluninni „Nei, ég hef það nú ekki. Ég tel aðalatriðið í þessu að koma réttum upplýsingum á framfæri. Það er gott til þess að vita að margir þessara fjölmiðla, a.m.k. þessir sem teljast virðulegri, taka fram hvers eðlis málið er,“ segir Sigmundur. „Auðvitað slá menn helst upp mynudm af þeim sem eru í tilteknum stöðum eða eru þekktir, frægir íþróttamenn og fólk úr ýmsum störfum sem eru til þess fallin að gera þau að myndefni.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Megn óánægja ríkir innan bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en ákvörðunar Bjarna Benediktssonar er beðið. Tugþúsundir Íslendinga mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. 5. apríl 2016 06:00 Segir forsætisráðherra á ábyrgð Sjálfstæðisflokks Grétar Þór Eyþórsson segir pólitískt líf forsætisráðherra í höndum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 5. apríl 2016 06:00 Panama-skjölin skekja alþjóðasamfélagið Nöfn forseta Úkraínu og Rússlands koma fyrir í Panama-skjölunum. Mál þeirra valda titringi í heimalöndunum 5. apríl 2016 06:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að ekki standi til að halda ríkisstjórnarfund í dag. Þá telur hann að ímynd Íslands hafi ekki skaðast vegna umræðu síðustu daga. Sigmundur var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun þar sem opnað var fyrir spurningar frá hlustendum. Bent á að bæði Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn á Akureyri, hans heimakjördæmi, hafi skorað á Sigmund að segja af sér, sagði Sigmundur að það væru nú ekki mikil ný tíðindi varðandi þann hóp. Þeir hafi áður skrifað greinar á sömu nótum gegn Sigmundi. Hann sagði hópinn vera afmarkaðan og að gæti ekki talist til stuðningsmanna sinna. Hann sagðist ekki gera athugasemdir við að fólk hafi ólíkar skoðanir á sér. Hann væri í stjórnmálum eingöngu vegna þess að hann hafi trú á ákveðnum hlutum. Hafi sterkar skoðanir á því hvað þurfi að gera hér á landi. Sigmundur sagði ríkisstjórnarsamstarfið ekki hanga á bláþræði vegna umræðunnar núna. Það myndi einungis hanga á bláþræði ef menn vildu ekki starfa saman. Fyrsta spurningin til Sigmundar var um hvort að hann myndi selja hlustandanum hlut sinn í Wintris fyrir einn dollara. Hann sagði ástæðu þessa gjörnings vera að hann hefði aldrei verið eigandi félagsins og að hann hefði verið skráður eigandi upprunalega fyrir mistök. Söluverðið hefði verið einn dollari þar sem um leiðréttingu hefði verið að ræða og að félagið hefði upprunalega verið einskis virði.„Hannað til þess að rugla mig í ríminu“ Aðspurður um viðtalið sem birt var í Kastljósi á sunnudaginn, sagði Sigmundur að það hefði verið á allan hátt „hannað til þess að rugla mig í ríminu og láta mig halda að verið væri að ræða einhverja allt aðra hluti en verið var.“ Hann hefði þó auðvitað átt að standa sig betur. Sigmundur hvatti fólk til að lesa samantekt þeirra hjóna á heimasíðu sinni. Þar að auki hefði hann vilja sjá það í Kastljósþætti sunnudags „að menn hefðu verið búnir að kynna sér það frekar en að koma með ýmsar fullyrðingar og gefa til kynna að engu hefði verið svarað þegar raunin var allt önnur.“Engar áhyggjur af ímynd ÍslandsSigmundur hefur verið á forsíðum erlendra dagblaða og vefsíðna. Sigmundur hefur þó ekki áhyggjur af ímynd Íslands, að hún hafi skaðast með umfjölluninni „Nei, ég hef það nú ekki. Ég tel aðalatriðið í þessu að koma réttum upplýsingum á framfæri. Það er gott til þess að vita að margir þessara fjölmiðla, a.m.k. þessir sem teljast virðulegri, taka fram hvers eðlis málið er,“ segir Sigmundur. „Auðvitað slá menn helst upp mynudm af þeim sem eru í tilteknum stöðum eða eru þekktir, frægir íþróttamenn og fólk úr ýmsum störfum sem eru til þess fallin að gera þau að myndefni.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Megn óánægja ríkir innan bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en ákvörðunar Bjarna Benediktssonar er beðið. Tugþúsundir Íslendinga mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. 5. apríl 2016 06:00 Segir forsætisráðherra á ábyrgð Sjálfstæðisflokks Grétar Þór Eyþórsson segir pólitískt líf forsætisráðherra í höndum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 5. apríl 2016 06:00 Panama-skjölin skekja alþjóðasamfélagið Nöfn forseta Úkraínu og Rússlands koma fyrir í Panama-skjölunum. Mál þeirra valda titringi í heimalöndunum 5. apríl 2016 06:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Fleiri fréttir Sorglegt að ekki verði af fyrirtækjaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Sjá meira
Upplausn í ríkisstjórn innan beggja flokka Ríkisstjórnarsamstarfið hangir á bláþræði. Megn óánægja ríkir innan bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks en ákvörðunar Bjarna Benediktssonar er beðið. Tugþúsundir Íslendinga mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær. 5. apríl 2016 06:00
Segir forsætisráðherra á ábyrgð Sjálfstæðisflokks Grétar Þór Eyþórsson segir pólitískt líf forsætisráðherra í höndum þingflokks Sjálfstæðisflokksins. 5. apríl 2016 06:00
Panama-skjölin skekja alþjóðasamfélagið Nöfn forseta Úkraínu og Rússlands koma fyrir í Panama-skjölunum. Mál þeirra valda titringi í heimalöndunum 5. apríl 2016 06:00
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“