ASÍ neitar tengslum við aflandsfélög og óskar upplýsinga úr Panama-skjölum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. apríl 2016 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði verkalýðsfélög hafa tengsl við aflandsfélög í viðtali við sænska sjónvarpið sem sýnt var í Kastljósi á sunnudaginn. Mynd/RÚV „Við könnumst ekki við þetta,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ um þá fullyrðingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í viðtali við fréttamann sænska ríkissjónvarpsins að verkalýðsfélög hafi tengsl við aflandsfélög.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Fréttablaðið/VilhelmGylfi kveðst ekki hafa hugmynd um hvað forsætisráðherra hafi átt við með orðum sínum um verkalýðsfélögin sem birt voru í sérstökum Kastljósþætti um svokölluð Panama-skjöl sem stafa úr gagnaleka frá lögfræðifyrirtækinum Mossack Fonseca. „Reyndar hef ég óskað eftir því, ef það er tækifæri til þess að skoða þessi gögn, Panamaskjölin, hvort að slíkt sé. Það er mjög mikilvægt að fá það fram," segir Gylfi sem kveðst hafa sett þessa ósk fram við fyrirtækið Reykjavík Media sem hefur gögnin í sínum höndum og vann umfjöllunina sem flutt var í Kastljósi á sunnudag. Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður hjá Reykjavik Media, segir fjölmargar beiðnir um upplýsingar úr Panama-skjölunum hafa borist til Reykjavik Media. "Við höfum fengið gríðarlega mikið af fyrirspurnum hvort við getum flett upp hinu og þess en við bara getum ekki gert það, megum það ekki samkvæmt samkomulagi við ICIJ [Alþjóðleg samtök rannsóknarblaðamanna] sem er með forræði yfir gögnunum," útskýrir Aðalsteinn. Fréttablaðið óskaði í gær eftir því við aðstoðarmenn forsætisráðherra og upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar að ráðherrann upplýsti um hvaða verkalýðsfélög hefðu tengsl við aflandsfélög og um hvaða verkalýðsfélög og aflandsfélög væri að ræða og hver tengslin séu. Svar barst ekki en af orðum Sigmundar í umræðum á Alþingi í gær mátti ráða að hann hafi í raun jafnvel átt við lífeyrissjóði þegar hann nefndi verkalýðsfélög.Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður.Gylfi vekur í þessu sambandi athygli á að þannig hátti til á Íslandi að stéttarfélög séu ekki skattlögð. „Hvaða erindi þau ættu með sína fjármuni í skjól hef ég ekki nægilega þróað hugmyndaflug til þess að láta mér detta í hug hvers vegna ætti að vera. Ég tel hins vegar mikilvægt að fá það fram ef það er,“ segir hann. Forseti ASÍ segist aðspurður ekki enn að minnsta kosti hafa rætt fyrrnefnda fullyrðingu forsætisráðherra við fulltrúa annarra verkalýðsfélaga og - samtaka. Hins vegar hafi hann rætt þetta við tvo aðra forseta ASÍ og þeir kannist ekki við þá mynd sem Sigmundur hafi dregið upp. „Forsætisráðherra sagði þetta. Hvað hann hefur fyrir sér í því veit ég ekki. Það sem mér dettur helst í hug er að ástæðan til að nefna þetta sé bara að sleppa héra," segir Gylfi og á þá við að forsætisráðherra hafi þá verið að afvegleiða umræðuna. „En gott og vel, hann verður að standa fyrir þessu.“ Aðalsteinn kveðst ekki geta svarað því hvort Reykjavik Media hafi rekist á einhver íslensk verkalýðsfélög í Panama-skjölunum. „Ég get ekki sagt það, því miður, að minnsta kosti ekki á þessum tímapunkti.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl. Panama-skjölin Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Við könnumst ekki við þetta,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ um þá fullyrðingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í viðtali við fréttamann sænska ríkissjónvarpsins að verkalýðsfélög hafi tengsl við aflandsfélög.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Fréttablaðið/VilhelmGylfi kveðst ekki hafa hugmynd um hvað forsætisráðherra hafi átt við með orðum sínum um verkalýðsfélögin sem birt voru í sérstökum Kastljósþætti um svokölluð Panama-skjöl sem stafa úr gagnaleka frá lögfræðifyrirtækinum Mossack Fonseca. „Reyndar hef ég óskað eftir því, ef það er tækifæri til þess að skoða þessi gögn, Panamaskjölin, hvort að slíkt sé. Það er mjög mikilvægt að fá það fram," segir Gylfi sem kveðst hafa sett þessa ósk fram við fyrirtækið Reykjavík Media sem hefur gögnin í sínum höndum og vann umfjöllunina sem flutt var í Kastljósi á sunnudag. Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður hjá Reykjavik Media, segir fjölmargar beiðnir um upplýsingar úr Panama-skjölunum hafa borist til Reykjavik Media. "Við höfum fengið gríðarlega mikið af fyrirspurnum hvort við getum flett upp hinu og þess en við bara getum ekki gert það, megum það ekki samkvæmt samkomulagi við ICIJ [Alþjóðleg samtök rannsóknarblaðamanna] sem er með forræði yfir gögnunum," útskýrir Aðalsteinn. Fréttablaðið óskaði í gær eftir því við aðstoðarmenn forsætisráðherra og upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar að ráðherrann upplýsti um hvaða verkalýðsfélög hefðu tengsl við aflandsfélög og um hvaða verkalýðsfélög og aflandsfélög væri að ræða og hver tengslin séu. Svar barst ekki en af orðum Sigmundar í umræðum á Alþingi í gær mátti ráða að hann hafi í raun jafnvel átt við lífeyrissjóði þegar hann nefndi verkalýðsfélög.Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður.Gylfi vekur í þessu sambandi athygli á að þannig hátti til á Íslandi að stéttarfélög séu ekki skattlögð. „Hvaða erindi þau ættu með sína fjármuni í skjól hef ég ekki nægilega þróað hugmyndaflug til þess að láta mér detta í hug hvers vegna ætti að vera. Ég tel hins vegar mikilvægt að fá það fram ef það er,“ segir hann. Forseti ASÍ segist aðspurður ekki enn að minnsta kosti hafa rætt fyrrnefnda fullyrðingu forsætisráðherra við fulltrúa annarra verkalýðsfélaga og - samtaka. Hins vegar hafi hann rætt þetta við tvo aðra forseta ASÍ og þeir kannist ekki við þá mynd sem Sigmundur hafi dregið upp. „Forsætisráðherra sagði þetta. Hvað hann hefur fyrir sér í því veit ég ekki. Það sem mér dettur helst í hug er að ástæðan til að nefna þetta sé bara að sleppa héra," segir Gylfi og á þá við að forsætisráðherra hafi þá verið að afvegleiða umræðuna. „En gott og vel, hann verður að standa fyrir þessu.“ Aðalsteinn kveðst ekki geta svarað því hvort Reykjavik Media hafi rekist á einhver íslensk verkalýðsfélög í Panama-skjölunum. „Ég get ekki sagt það, því miður, að minnsta kosti ekki á þessum tímapunkti.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira