HÍ mun skoða mál lektors í ljósi Panama-skjalanna Birgir Olgeirsson skrifar 4. apríl 2016 16:59 Það kom forsvarsmönnum Háskóla Íslands verulega á óvart að sjá að Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við Háskóla Íslands, hafi notað lektorstitil sinn í samskiptum við lögmannsstofuna Mossack Fonseca á Panama. Fjallað hefur verið um félag sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Júlíus Vífill Ingvarsson, stofnaði um eftirlaunasjóð sinn sem er skráður á Panama. Milliliður Júlíusar á uppsetningu félagsins í Panama árið 2014 er íslenska lögmannsstofan Promptus. Eigandi hennar er Kristján Gunnar. Kristján Gunnar á langan feril í skattaráðgjöf fyrir íslenska banka en hafði áður gegnt stöðu skattrannsóknarstjóra og stýrt eftirlitsdeild ríkisskattstjóra.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Vildi umboð fyrir aflandsþjónustu Mossack Fonseca Í umfjöllun Kastljóss og Reykjavík Media kom fram að Kristján Gunnar hefði óskað eftir því í október árið 2013 við Mossack Fonseca að fá nokkurs konar umboð fyrir aflandsþjónustu þess hér á landi. Í skeytinu kynnti hann sig sem lögfræðing og lektor við Háskóla Íslands. Hann minnti á í skeytinu að hann hefði í störfum sínum fyrir Landsbankann átt í viðskiptum við Mossack Fonseca. Kvaðst hann hafa umbjóðendur sem vildu stofna félag á Panama en óskaði jafnframt eftir að geta stofnað félög á fleiri aflandssvæðum.„Hann er hér í hlutastarfi“ Rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, segir það hafa komið á óvart að sjá Kristján Gunnar nota lektorstitil sinn í þessum gjörningi. Hann segir stjórn Háskóla Íslands ætla að fara yfir málið og ræða við Kristján Gunnar. „Hann er hér í hlutastarfi og sinnir öðrum verkefnum en það þarf bara að fara yfir málið,“ segir Jón Atli. Hann segist ekkert hafa vitað af þessum gjörningi Kristján Gunnars og segir að fara þurfi vandlega yfir málið.Kristján Gunnar sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 síðastliðinn föstudag að ekkert skattalegt hagræði væri fólgið í því að eiga félag á aflandseyjum.Sagðist ekki muna eftir að hafa beðið um leynd Hann var spurður af Jóhannesi Kr. Kristjánssyni hjá Reykjavík Media hvers vegna fólk stofnaði þessi félög ef ekkert skattalegt hagræði væri af því. Sagði Kristján það tengjast einnig fjárfestingum veðsetningum og lánum. Hann sagði að hagkvæmt hefði verið fyrir eiginkonu forsætisráðherra að stofna félagið á sínum tíma þegar hún gerði það en í dag sé betra að fjárfesta í gegnum félög á Íslandi. Jóhannes Kr. spurði Kristján Gunnar hvers vegna beðið hefði sérstaklega um að nafn Júlíusar Vífils kæmi hvergi fram í gögnum félagsins sem hann að halda utan um eftirlaunasjóð hans. Kristján Gunnar sagðist ekki muna til þess að beðið hafi verið um það. Umfjöllun Kastljóss og Reykjavík Media má sjá hér fyrir neðan. Umfjöllun um Kristján Gunnar hefst þegar 49 mínútur og 37 sekúndur eru liðnar af þættinum. Panama-skjölin Tengdar fréttir Ekkert skattalegt hagræði af aflandsfélögum Kristján Gunnar Valdimarsson héraðsdómslögmaður og sérfræðingur í alþjóðlegum skattarétti segir ekkert skattalegt hagræði fólgið í því að eiga félag á aflandseyjum. 1. apríl 2016 18:45 Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Það kom forsvarsmönnum Háskóla Íslands verulega á óvart að sjá að Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við Háskóla Íslands, hafi notað lektorstitil sinn í samskiptum við lögmannsstofuna Mossack Fonseca á Panama. Fjallað hefur verið um félag sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Júlíus Vífill Ingvarsson, stofnaði um eftirlaunasjóð sinn sem er skráður á Panama. Milliliður Júlíusar á uppsetningu félagsins í Panama árið 2014 er íslenska lögmannsstofan Promptus. Eigandi hennar er Kristján Gunnar. Kristján Gunnar á langan feril í skattaráðgjöf fyrir íslenska banka en hafði áður gegnt stöðu skattrannsóknarstjóra og stýrt eftirlitsdeild ríkisskattstjóra.Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.Vildi umboð fyrir aflandsþjónustu Mossack Fonseca Í umfjöllun Kastljóss og Reykjavík Media kom fram að Kristján Gunnar hefði óskað eftir því í október árið 2013 við Mossack Fonseca að fá nokkurs konar umboð fyrir aflandsþjónustu þess hér á landi. Í skeytinu kynnti hann sig sem lögfræðing og lektor við Háskóla Íslands. Hann minnti á í skeytinu að hann hefði í störfum sínum fyrir Landsbankann átt í viðskiptum við Mossack Fonseca. Kvaðst hann hafa umbjóðendur sem vildu stofna félag á Panama en óskaði jafnframt eftir að geta stofnað félög á fleiri aflandssvæðum.„Hann er hér í hlutastarfi“ Rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson, segir það hafa komið á óvart að sjá Kristján Gunnar nota lektorstitil sinn í þessum gjörningi. Hann segir stjórn Háskóla Íslands ætla að fara yfir málið og ræða við Kristján Gunnar. „Hann er hér í hlutastarfi og sinnir öðrum verkefnum en það þarf bara að fara yfir málið,“ segir Jón Atli. Hann segist ekkert hafa vitað af þessum gjörningi Kristján Gunnars og segir að fara þurfi vandlega yfir málið.Kristján Gunnar sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 síðastliðinn föstudag að ekkert skattalegt hagræði væri fólgið í því að eiga félag á aflandseyjum.Sagðist ekki muna eftir að hafa beðið um leynd Hann var spurður af Jóhannesi Kr. Kristjánssyni hjá Reykjavík Media hvers vegna fólk stofnaði þessi félög ef ekkert skattalegt hagræði væri af því. Sagði Kristján það tengjast einnig fjárfestingum veðsetningum og lánum. Hann sagði að hagkvæmt hefði verið fyrir eiginkonu forsætisráðherra að stofna félagið á sínum tíma þegar hún gerði það en í dag sé betra að fjárfesta í gegnum félög á Íslandi. Jóhannes Kr. spurði Kristján Gunnar hvers vegna beðið hefði sérstaklega um að nafn Júlíusar Vífils kæmi hvergi fram í gögnum félagsins sem hann að halda utan um eftirlaunasjóð hans. Kristján Gunnar sagðist ekki muna til þess að beðið hafi verið um það. Umfjöllun Kastljóss og Reykjavík Media má sjá hér fyrir neðan. Umfjöllun um Kristján Gunnar hefst þegar 49 mínútur og 37 sekúndur eru liðnar af þættinum.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Ekkert skattalegt hagræði af aflandsfélögum Kristján Gunnar Valdimarsson héraðsdómslögmaður og sérfræðingur í alþjóðlegum skattarétti segir ekkert skattalegt hagræði fólgið í því að eiga félag á aflandseyjum. 1. apríl 2016 18:45 Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Ekkert skattalegt hagræði af aflandsfélögum Kristján Gunnar Valdimarsson héraðsdómslögmaður og sérfræðingur í alþjóðlegum skattarétti segir ekkert skattalegt hagræði fólgið í því að eiga félag á aflandseyjum. 1. apríl 2016 18:45
Íslensku stjórnmálamennirnir í Panama-skjölunum Fleiri en ráðherrarnir þrír eiga félög á aflandseyjum. 3. apríl 2016 19:04