Lífið

Bjóða upp á ís sem er stútfullur af hroka og kostar það sama og hinir eftir skattaafslátt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þessi ís er víst ekki góður
Þessi ís er víst ekki góður vísir
Ísbúðin Valdís hefur sett í sölu glænýjan ís í tilefni dagsins og ber hann nafnið WINTRÍS.

„Hann er mjög súr og stútfullur af hroka og afsökunum. Hann kostar meira en hinir ísarnir en svo er skattaafsláttur þannig að hann kostar það sama. Ég mæli ekkert sérstaklega með honum. Kv. Valdís,“ segir á Facebook-síðu ísbúðarinnar.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóra Reykjavík Media, og sænska ríkissjónvarpið, SVT, þegar þeir spurður hvers vegna hann hafi ekki sagt frá félaginu Wintris, sem nú er í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu forsætisráðherra. Viðtalið var sýnt í sérstökum Kastljósþætti á RÚV í gærkvöldi.

 

WINTRÍS ísinn er kominn. Hann er mjög súr og stútfullur af hroka og afsökunum! Hann kostar meira en hinir ísarnir en svo...

Posted by Ísbúðin Valdís on Monday, 4 April 2016





Fleiri fréttir

Sjá meira


×