Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Tryggvi Páll Tryggvason og Jakob Bjarnar skrifa 4. apríl 2016 12:13 „Ég hef hvorki íhugað það að hætta, né ætla ég að hætta vegna þessa máls,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, í sjónvarpsviðtali í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu.Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að ofan og fréttatímann í heild neðst í fréttinni.Hann vísaði til góðra verka ríkisstjórnarinnar aðspurður að því hvort framganga hans hafi ekki skaðað Ísland á alþjóðavettvangi. „Nei, ríkisstjórnin er búin að ná mjög góðum árangri. Framfarnirnar hafa verið mjög miklar og það er mikilvægt að ríkisstjórnin nái að klára sín verk,“ sagði Sigmundur Davíð sem segir að kjósendur fái tækifæri til að segja sína skoðun í næstu kosningum.Sjá einnig: Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal„Það er því mikilvægt að ríkisstjórnin nái að klára sitt verk. Svo mun ég að sjálfsögðu eins og aðrir stjórnmálamenn verða dæmdur í kosningum af verkum mínum og öðru sem menn vilja leggja þar til grundvallar,“ sagði Sigmundur Davíð.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra kemur til fundar við samflokksmenn sína á Alþingi í dag.Segist hafa verið búinn að greina frá frá atriðum málsins Sigmundur Davíð sagði að tíðindi gærdagsins væru ekki ný og að hann og eiginkona sín væru búin að gera grein fyrir öllum atriðum málsins. Lagði hann áherslu á að Wintris hefði ekki verið í skattaskjóli og væri ekki aflandsfélag. „Aðalatriðið með þennan þátt sem verið er að vísa í því frá því í gær er að búið var að gera grein fyrir öllum þeim atriðum sem þar komu fram,“ Sigmundur Davíð. „Það er mjög mikilvægt að hafa í huga að þetta félag konu minnar hefur aldrei verið í skattaskjóli og er raunar ekki aflandsfélag í þeim skilningi, það hefur alltaf verið skattað á Íslandi.“ Hann neitar að hafa verið tvísaga í viðtalinu sem birt var í Kastljósi í gær og var tekið upp í ráðherrabústaðnum þann 11. mars síðastliðinn. Þar spurði sænskur blaðamaður hann að því hvort Sigmundur Davíð hafi tengst eða tengist á einhvern hátt aflandsfélögum. Sigmundur Davíð svaraði því neitandi áður en hann sagði að mögulegt væri að íslensk fyrirtæki sem hann hafi starfað fyrir hafi tengst aflandsfélögum. Sjá einnig: Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar„Það var komið inn í þessar spurningar út frá umræðu um skattaskjól og skattsvik og eins og ég sagði áðan hefur þetta félag aldrei verið í skattaskjóli,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þegar þeir útskýra hvað þeir eru að meina þá tek ég strax fram og ítreka það sem er aðalatriði málsins að þessu fyrirtæki hefur aldrei verið leynt og alltaf verið greiddir allir skattar og skyldur af því.“Almennt stundað fyrir fólk sem átti peninga Í Kastljósi í gær var greint frá kaupsamningi sem Sigmundur Davíð undirritaði en þar sést að hann seldi helmingshlut í Wintris til eiginkonu sinnar á einn bandaríkjadollar. Kaupsamningurinn var gerður 31. desember 2009, daginn áður en breytingar á tekjuskattslögum með svokölluðum CFC-reglum vegna tekjuársins 2010 tóku gildi. Með breytingunum var komið á skattskyldu Íslendinga vegna hagnaðar erlendra félaga í eigu þeirra á lágskattasvæðum.Sigmundur óttast ekki fyrirhuguð mótmæliVísir/Anton BrinkSigmundur fékk úthlutað prókúru fyrir Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prófkúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Ekkert í gögnunum bendir til þess að prókúra Sigmundar hafi verið afturkölluð. „Konan mín byrjaði að skila sundurliðun yfir eigninnar áður en að lögin gerðu það skylt, ári áður,“ sagði Sigmundur Davíð. „Hvað varðar hinvegar það almennt að einhver tengdur stjórnmálamanni eigi svona félag skráð í útlöndum, auðvitað lítur það ekkert vel út en engu að síður verður að muna að þetta er eitthvað sem var almennt stundað fyrir fólk sem átti peninga.“Óttast ekki fyrirhuguð mótmæli Boðað hefur verið til fjölmennra mótmæla á Austurvelli klukkan 17.00 í dag undir yfirskriftinni Kosningar Strax!. Sigmundur óttast ekki fyrirhuguð mótmæli. „Það mætir nú ekki allt fólkið á Austurvöll, það er ekkert nýtt að menn finni sér tilefni til þess að mótmæla þessari ríkisstjórn,“ sagði Sigmundur Davíð.Sjá einnig: Þögn í herbúðum SjálfstæðismannaSigmundur sagði jafnframt að hann vildi biðjast afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali, hinu umtalaða sem sýnt var í Kastljósi í gær, en hann segist ekki telja ástæðu til að biðjast afsökunar á neinu öðru. Hann hafi gert skilmerkilega grein fyrir öllu því sem fram kom í þættinum. „Aðalatriðið með þennan þátt er að ég var búinn að gera grein fyrir öllu sem þar kom fram. Það er þó alveg ljóst að ég stóð mig ömurlega í sjónvarpsviðtali í þessum þætti. Ég biðst afsökunar á frammistöðu minni í sjónvarpsþættinum,“ sagði Sigmundur Davíð. Panama-skjölin Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar komnir hingað til að vera viðstaddir mótmælin Hátt í sjö þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli klukkan fimm í dag, þar sem þess verður krafist að strax verði boðað til kosninga. Erlendir fjölmiðlar eru sérstaklega komnir hingað til lands til að vera viðstaddir mótmælin. 4. apríl 2016 13:46 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Sjá meira
„Ég hef hvorki íhugað það að hætta, né ætla ég að hætta vegna þessa máls,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, í sjónvarpsviðtali í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu.Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að ofan og fréttatímann í heild neðst í fréttinni.Hann vísaði til góðra verka ríkisstjórnarinnar aðspurður að því hvort framganga hans hafi ekki skaðað Ísland á alþjóðavettvangi. „Nei, ríkisstjórnin er búin að ná mjög góðum árangri. Framfarnirnar hafa verið mjög miklar og það er mikilvægt að ríkisstjórnin nái að klára sín verk,“ sagði Sigmundur Davíð sem segir að kjósendur fái tækifæri til að segja sína skoðun í næstu kosningum.Sjá einnig: Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal„Það er því mikilvægt að ríkisstjórnin nái að klára sitt verk. Svo mun ég að sjálfsögðu eins og aðrir stjórnmálamenn verða dæmdur í kosningum af verkum mínum og öðru sem menn vilja leggja þar til grundvallar,“ sagði Sigmundur Davíð.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra kemur til fundar við samflokksmenn sína á Alþingi í dag.Segist hafa verið búinn að greina frá frá atriðum málsins Sigmundur Davíð sagði að tíðindi gærdagsins væru ekki ný og að hann og eiginkona sín væru búin að gera grein fyrir öllum atriðum málsins. Lagði hann áherslu á að Wintris hefði ekki verið í skattaskjóli og væri ekki aflandsfélag. „Aðalatriðið með þennan þátt sem verið er að vísa í því frá því í gær er að búið var að gera grein fyrir öllum þeim atriðum sem þar komu fram,“ Sigmundur Davíð. „Það er mjög mikilvægt að hafa í huga að þetta félag konu minnar hefur aldrei verið í skattaskjóli og er raunar ekki aflandsfélag í þeim skilningi, það hefur alltaf verið skattað á Íslandi.“ Hann neitar að hafa verið tvísaga í viðtalinu sem birt var í Kastljósi í gær og var tekið upp í ráðherrabústaðnum þann 11. mars síðastliðinn. Þar spurði sænskur blaðamaður hann að því hvort Sigmundur Davíð hafi tengst eða tengist á einhvern hátt aflandsfélögum. Sigmundur Davíð svaraði því neitandi áður en hann sagði að mögulegt væri að íslensk fyrirtæki sem hann hafi starfað fyrir hafi tengst aflandsfélögum. Sjá einnig: Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar„Það var komið inn í þessar spurningar út frá umræðu um skattaskjól og skattsvik og eins og ég sagði áðan hefur þetta félag aldrei verið í skattaskjóli,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þegar þeir útskýra hvað þeir eru að meina þá tek ég strax fram og ítreka það sem er aðalatriði málsins að þessu fyrirtæki hefur aldrei verið leynt og alltaf verið greiddir allir skattar og skyldur af því.“Almennt stundað fyrir fólk sem átti peninga Í Kastljósi í gær var greint frá kaupsamningi sem Sigmundur Davíð undirritaði en þar sést að hann seldi helmingshlut í Wintris til eiginkonu sinnar á einn bandaríkjadollar. Kaupsamningurinn var gerður 31. desember 2009, daginn áður en breytingar á tekjuskattslögum með svokölluðum CFC-reglum vegna tekjuársins 2010 tóku gildi. Með breytingunum var komið á skattskyldu Íslendinga vegna hagnaðar erlendra félaga í eigu þeirra á lágskattasvæðum.Sigmundur óttast ekki fyrirhuguð mótmæliVísir/Anton BrinkSigmundur fékk úthlutað prókúru fyrir Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prófkúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Ekkert í gögnunum bendir til þess að prókúra Sigmundar hafi verið afturkölluð. „Konan mín byrjaði að skila sundurliðun yfir eigninnar áður en að lögin gerðu það skylt, ári áður,“ sagði Sigmundur Davíð. „Hvað varðar hinvegar það almennt að einhver tengdur stjórnmálamanni eigi svona félag skráð í útlöndum, auðvitað lítur það ekkert vel út en engu að síður verður að muna að þetta er eitthvað sem var almennt stundað fyrir fólk sem átti peninga.“Óttast ekki fyrirhuguð mótmæli Boðað hefur verið til fjölmennra mótmæla á Austurvelli klukkan 17.00 í dag undir yfirskriftinni Kosningar Strax!. Sigmundur óttast ekki fyrirhuguð mótmæli. „Það mætir nú ekki allt fólkið á Austurvöll, það er ekkert nýtt að menn finni sér tilefni til þess að mótmæla þessari ríkisstjórn,“ sagði Sigmundur Davíð.Sjá einnig: Þögn í herbúðum SjálfstæðismannaSigmundur sagði jafnframt að hann vildi biðjast afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali, hinu umtalaða sem sýnt var í Kastljósi í gær, en hann segist ekki telja ástæðu til að biðjast afsökunar á neinu öðru. Hann hafi gert skilmerkilega grein fyrir öllu því sem fram kom í þættinum. „Aðalatriðið með þennan þátt er að ég var búinn að gera grein fyrir öllu sem þar kom fram. Það er þó alveg ljóst að ég stóð mig ömurlega í sjónvarpsviðtali í þessum þætti. Ég biðst afsökunar á frammistöðu minni í sjónvarpsþættinum,“ sagði Sigmundur Davíð.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar komnir hingað til að vera viðstaddir mótmælin Hátt í sjö þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli klukkan fimm í dag, þar sem þess verður krafist að strax verði boðað til kosninga. Erlendir fjölmiðlar eru sérstaklega komnir hingað til lands til að vera viðstaddir mótmælin. 4. apríl 2016 13:46 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar komnir hingað til að vera viðstaddir mótmælin Hátt í sjö þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli klukkan fimm í dag, þar sem þess verður krafist að strax verði boðað til kosninga. Erlendir fjölmiðlar eru sérstaklega komnir hingað til lands til að vera viðstaddir mótmælin. 4. apríl 2016 13:46