Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2016 11:56 Stjórnarandstaðan mun ekki aðeins leggja fram vantrauststillögu á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans heldur einnig tillögu um þingrof og kosningar. Að sögn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, verður um eina tillögu að ræða þar sem þetta tvennt verður lagt til en þing kemur saman klukkan 15 í dag. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að tillagan verði í að minnsta kosti tveimur liðum og þá geti verið að fram fari atkvæðagreiðslur á þingi um hvern lið tillögunnar en ekki bara tillöguna sem heild. Það á þó eftir að koma í ljós. Um tillögu til þingsályktunar er að ræða og verður henni dreift á þingi síðar í dag. Stjórnarandstaðan mun funda klukkan 14 áður en þingfundur hefst en í samtali við Vísi í dag sagðist Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, vonast til þess að Sigmundur Davíð muni segja af sér áður en þing kemur saman í dag. Samkvæmt dagskrá þingsins á forsætisráðherra að sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag klukkan 15. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, átti einnig að sitja fyrir svörum en hann komst ekki til landsins á tilætluðum tíma og mætir því ekki á þingfund í dag. Mikil ólga er í samfélaginu vegna frétta gærdagsins um tengsl íslenskra stjórnmálamanna við aflandsfélög í skattaskjólum. Þar ber mál Sigmundar Davíðs hæst en tengsl hans við aflandsfélagið Wintris hafa vakið heimsathygli. Mörg þúsund manns hafa boðað komu sín á mótmæli á Austurvelli í dag og þá hefur forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ákveðið að flýta komu sinni til landsins en hann hefur verið erlendis í einkaerindum að sögn Örnólfs Thorssonar forsetaritara. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fundar með þingflokknum Vildi ekki ræða við fjölmiðla fyrir þingflokksfund. 4. apríl 2016 10:30 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Stjórnarandstaðan mun ekki aðeins leggja fram vantrauststillögu á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans heldur einnig tillögu um þingrof og kosningar. Að sögn Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, verður um eina tillögu að ræða þar sem þetta tvennt verður lagt til en þing kemur saman klukkan 15 í dag. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að tillagan verði í að minnsta kosti tveimur liðum og þá geti verið að fram fari atkvæðagreiðslur á þingi um hvern lið tillögunnar en ekki bara tillöguna sem heild. Það á þó eftir að koma í ljós. Um tillögu til þingsályktunar er að ræða og verður henni dreift á þingi síðar í dag. Stjórnarandstaðan mun funda klukkan 14 áður en þingfundur hefst en í samtali við Vísi í dag sagðist Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, vonast til þess að Sigmundur Davíð muni segja af sér áður en þing kemur saman í dag. Samkvæmt dagskrá þingsins á forsætisráðherra að sitja fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag klukkan 15. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, átti einnig að sitja fyrir svörum en hann komst ekki til landsins á tilætluðum tíma og mætir því ekki á þingfund í dag. Mikil ólga er í samfélaginu vegna frétta gærdagsins um tengsl íslenskra stjórnmálamanna við aflandsfélög í skattaskjólum. Þar ber mál Sigmundar Davíðs hæst en tengsl hans við aflandsfélagið Wintris hafa vakið heimsathygli. Mörg þúsund manns hafa boðað komu sín á mótmæli á Austurvelli í dag og þá hefur forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ákveðið að flýta komu sinni til landsins en hann hefur verið erlendis í einkaerindum að sögn Örnólfs Thorssonar forsetaritara.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fundar með þingflokknum Vildi ekki ræða við fjölmiðla fyrir þingflokksfund. 4. apríl 2016 10:30 Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Sigmundur Davíð fundar með þingflokknum Vildi ekki ræða við fjölmiðla fyrir þingflokksfund. 4. apríl 2016 10:30
Þúsundir kalla eftir afsögn Sigmundar Davíðs: „Afhjúpaður sem loddari og lygari“ Gríðarlegur fjöldi hefur boðað komu sína á Austurvöll í dag til að mótmæla og krefjast kosninga vegna tengsla forsætisráðherra við aflandsfélag á Tortóla. 4. apríl 2016 07:48