Sigmundur fær kaldar kveðjur á Facebooksíðu sinni Jakob Bjarnar skrifar 3. apríl 2016 17:54 Facebook-verjar hirða ekkert um að sýna forsætisráðherra kurteisi eða virðingu á hans eigin Facebooksíðu. „Konan mín sem hefur alltaf viljað leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags, konan sem tapaði á falli bankanna, taldi sjálfsagt að tapa meiru til að tryggja eignir annarra kröfuhafa, þ.e. sparifjáreigenda,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Facebooksíðu sína. Sigmundur Davíð lítur svo á að eiginkona hans sæti árásum af hálfu Sigrúnar Davíðsdóttur pistlahöfundar á RÚV. En, áður en hann beinir tali sínu að ríkisútvarpinu, finnst honum rétt að koma eftirfarandi á framfæri, þá varðandi eiginkonu sína. „Hún tapaði líka á þeirri leið sem ég boðaði til að koma til móts við skuldsett heimili og verja efnahagsstöðugleika og var öflugasti hvatamaður minn í þeim efnum og tapaði svo loks á því að vilja ekki skapa árekstra með því að kaupa krónur á afslætti og fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum eða verðtryggðum íslenskum hávaxtakrónum. Laun hennar eru þau að RÚV með Sigrúnu Davíðsdóttur í broddi fylkingar, eftir skrif um bankaútrásina, Icesave og vogunarsjóðina, birtir frétt með mynd af henni undir fyrirsögninni: „Wintris-málið: „Íslands sjálftökumenn““ Og Sigmundur Davíð segir þetta ástæðuna fyrir því að hann vilji ekki tala við RÚV. „Svo er ég spurður af hverju ég sé ekki búinn að fara í viðtal á RÚV.“ Þó yfir tvö hundruð manns hafi lækað þessi orð Sigmundar Davíðs vekur athygli hversu afdráttarlausar athugasemdir falla á síðu hans. Fjölmargir hirða hvergi um að sýna forsætisráðherra kurteisi, hvað þá virðingarvott. „Ekkert af því sem Sigmundur Davíð hefur sagt breytir því að hann átti að upplýsa um það fyrir kosningar að konan hans væri kröfuhafi,“ segir einn. Annar segir: „Ætli ruv sé búin að segja "sama frasanb" 7 sinnum?“ Og önnur segir: „“Já, konan mín, konan mín og konan min, skammastu þín...“ Þá eru margir sem skora á Sigmund Davíð að segja af sér: „Sigmundur segðu af þér og axlaðu ábyrgð.“ Og þannig gengur dælan. Athugsemdirnar sýna svo ekki verður um villst að verulega er farið að hrikta í stöðu forsætisráðherra meðal kjósenda. Sjá má færsluna hér neðar og er athyglisvert að lesa hvað Facebookverjum sýnist um orð Sigmundar Davíðs.Konan mín sem hefur alltaf viljað leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags, konan sem tapaði á falli bankanna, taldi...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 3. apríl 2016 Panama-skjölin Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
„Konan mín sem hefur alltaf viljað leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags, konan sem tapaði á falli bankanna, taldi sjálfsagt að tapa meiru til að tryggja eignir annarra kröfuhafa, þ.e. sparifjáreigenda,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Facebooksíðu sína. Sigmundur Davíð lítur svo á að eiginkona hans sæti árásum af hálfu Sigrúnar Davíðsdóttur pistlahöfundar á RÚV. En, áður en hann beinir tali sínu að ríkisútvarpinu, finnst honum rétt að koma eftirfarandi á framfæri, þá varðandi eiginkonu sína. „Hún tapaði líka á þeirri leið sem ég boðaði til að koma til móts við skuldsett heimili og verja efnahagsstöðugleika og var öflugasti hvatamaður minn í þeim efnum og tapaði svo loks á því að vilja ekki skapa árekstra með því að kaupa krónur á afslætti og fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum eða verðtryggðum íslenskum hávaxtakrónum. Laun hennar eru þau að RÚV með Sigrúnu Davíðsdóttur í broddi fylkingar, eftir skrif um bankaútrásina, Icesave og vogunarsjóðina, birtir frétt með mynd af henni undir fyrirsögninni: „Wintris-málið: „Íslands sjálftökumenn““ Og Sigmundur Davíð segir þetta ástæðuna fyrir því að hann vilji ekki tala við RÚV. „Svo er ég spurður af hverju ég sé ekki búinn að fara í viðtal á RÚV.“ Þó yfir tvö hundruð manns hafi lækað þessi orð Sigmundar Davíðs vekur athygli hversu afdráttarlausar athugasemdir falla á síðu hans. Fjölmargir hirða hvergi um að sýna forsætisráðherra kurteisi, hvað þá virðingarvott. „Ekkert af því sem Sigmundur Davíð hefur sagt breytir því að hann átti að upplýsa um það fyrir kosningar að konan hans væri kröfuhafi,“ segir einn. Annar segir: „Ætli ruv sé búin að segja "sama frasanb" 7 sinnum?“ Og önnur segir: „“Já, konan mín, konan mín og konan min, skammastu þín...“ Þá eru margir sem skora á Sigmund Davíð að segja af sér: „Sigmundur segðu af þér og axlaðu ábyrgð.“ Og þannig gengur dælan. Athugsemdirnar sýna svo ekki verður um villst að verulega er farið að hrikta í stöðu forsætisráðherra meðal kjósenda. Sjá má færsluna hér neðar og er athyglisvert að lesa hvað Facebookverjum sýnist um orð Sigmundar Davíðs.Konan mín sem hefur alltaf viljað leggja sitt af mörkum til íslensks samfélags, konan sem tapaði á falli bankanna, taldi...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 3. apríl 2016
Panama-skjölin Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira