Sigmundur ræðst líka gegn RÚV Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2016 16:48 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Vísir/ERNIR Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir umfjöllun RÚV um aflandsreikninga tengda Sigmundi hafa yfirbragð þess að segja sögu eða hanna atburðarás, fremur en að greina frá staðreyndum. Hann segir álitgjafa fréttastofunnar hafa verið neikvæða í sinn garð og ríkisstjórnarinnar og ekki hafi verið gert grein fyrir tengslum þeirra. „Þannig var siðfræðingurinn sem sagði að Íslendingum bæri siðferðisleg skylda til að greiða Icesave fenginn til að leggja mat á málið strax í upphafi og aðrir úr sömu átt fylgdu svo í röðum.“ Þetta skrifar Sigmundur í pistli á heimasíðu sinni. „Næst var farið að hringja reglulega í þingmenn stjórnarliðsins en svör þeirra aldrei birt þegar þau töldust jákvæð í minn garð eða ríkisstjórnarinnar. Aðeins teknar út setningar sem hægt var að setja neikvætt yfirbragð á og þær settar í nýtt samhengi.“ Þá segir hann að honum hafi borist fregnir af því að þeir sem hafi verið að undirbúa Kastljósþátt kvöldsins hafi hringt vítt og breitt til að reyna að fá fólk til að rengja ummæli sín. Því hafi verið tekið „ákaflega illa þegar menn staðfesti frásögn mína.“ Þá setur Sigmundur verulega út á frétt RÚV og segir að þar hafi verið gefið í skyn að ekki hafi verið greiddir skattar af eignum eiginkonu sinnar. „Á sama tíma skrifaði sami pistlahöfundur pistil um fjármál eiginkonu minnar á heimasíðu sína á ensku til að dreifa óhróðrinum sem víðast. Ég hef reyndar orðið var við að einhverjir hér heima hafi lagt sig fram um að dreifa sögum til erlendra fjölmiðla þar sem farið er með rangt mál í grundvallaratriðum. Dreifing óhróðursins virðist því vera orðinn grundvöllur að nýrri útrás.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir Rúv í „pólitískum herleiðangri“ gegn forsætisráðherra Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir augljóst að Ríkisútvarpið noti upplýsingar um aflandsreikninga í þeim tilgangi að koma höggi á forsætisráðherra og ríkisstjórnina. 2. apríl 2016 18:50 Þingmenn tókust á um Sigmund Davíð: Óheppilegt eða hræsni? Brynjar Níelsson og Helgi Hjörvar sjá mál forsætisráðherra og Wintris ólíkum augum. 3. apríl 2016 14:02 Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir umfjöllun RÚV um aflandsreikninga tengda Sigmundi hafa yfirbragð þess að segja sögu eða hanna atburðarás, fremur en að greina frá staðreyndum. Hann segir álitgjafa fréttastofunnar hafa verið neikvæða í sinn garð og ríkisstjórnarinnar og ekki hafi verið gert grein fyrir tengslum þeirra. „Þannig var siðfræðingurinn sem sagði að Íslendingum bæri siðferðisleg skylda til að greiða Icesave fenginn til að leggja mat á málið strax í upphafi og aðrir úr sömu átt fylgdu svo í röðum.“ Þetta skrifar Sigmundur í pistli á heimasíðu sinni. „Næst var farið að hringja reglulega í þingmenn stjórnarliðsins en svör þeirra aldrei birt þegar þau töldust jákvæð í minn garð eða ríkisstjórnarinnar. Aðeins teknar út setningar sem hægt var að setja neikvætt yfirbragð á og þær settar í nýtt samhengi.“ Þá segir hann að honum hafi borist fregnir af því að þeir sem hafi verið að undirbúa Kastljósþátt kvöldsins hafi hringt vítt og breitt til að reyna að fá fólk til að rengja ummæli sín. Því hafi verið tekið „ákaflega illa þegar menn staðfesti frásögn mína.“ Þá setur Sigmundur verulega út á frétt RÚV og segir að þar hafi verið gefið í skyn að ekki hafi verið greiddir skattar af eignum eiginkonu sinnar. „Á sama tíma skrifaði sami pistlahöfundur pistil um fjármál eiginkonu minnar á heimasíðu sína á ensku til að dreifa óhróðrinum sem víðast. Ég hef reyndar orðið var við að einhverjir hér heima hafi lagt sig fram um að dreifa sögum til erlendra fjölmiðla þar sem farið er með rangt mál í grundvallaratriðum. Dreifing óhróðursins virðist því vera orðinn grundvöllur að nýrri útrás.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir Rúv í „pólitískum herleiðangri“ gegn forsætisráðherra Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir augljóst að Ríkisútvarpið noti upplýsingar um aflandsreikninga í þeim tilgangi að koma höggi á forsætisráðherra og ríkisstjórnina. 2. apríl 2016 18:50 Þingmenn tókust á um Sigmund Davíð: Óheppilegt eða hræsni? Brynjar Níelsson og Helgi Hjörvar sjá mál forsætisráðherra og Wintris ólíkum augum. 3. apríl 2016 14:02 Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Segir Rúv í „pólitískum herleiðangri“ gegn forsætisráðherra Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir augljóst að Ríkisútvarpið noti upplýsingar um aflandsreikninga í þeim tilgangi að koma höggi á forsætisráðherra og ríkisstjórnina. 2. apríl 2016 18:50
Þingmenn tókust á um Sigmund Davíð: Óheppilegt eða hræsni? Brynjar Níelsson og Helgi Hjörvar sjá mál forsætisráðherra og Wintris ólíkum augum. 3. apríl 2016 14:02
Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15