Þingmenn tókust á um Sigmund Davíð: Óheppilegt eða hræsni? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2016 14:02 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Vísir/Ernir Tengsl forsætisráðherra við aflandsfélag í skattaskjóli er pólitískt erfitt fyrir hann sjálfan en hefur ekki áhrif á ríkisstjórnina. Þetta segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, er ósammála Brynjari og segir vanda Sigmundar vanda allar ríkisstjórnarinnar.Brynjar Níelsson segir stjórnmálamenn oft taka ákvarðanir sem hafa áhrif á persónulega hagi þeirra.vísir/vilhelm„Það getur verið pólitískt erfitt fyrir Sigmund sjálfan af því að eignirnar eru þarna. En ég er bara að segja út frá vanhæfissjónarmiðum að þá finnst mér þetta ekki hafa áhrif á ríkisstjórnina. Þetta getur haft áhrif á ráðherrann sem slíkan en þetta er ekki þannig mál að ríkisstjórnin eigi að hætta eða fara frá.“ Þetta sagði Brynjar í þættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þáttastjórnandinn Sigurjón M. Egilsson spurði hvort Sigmundur ætti þá bara sjálfur að stíga til hliðar og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að fylla í skarðið? „Menn geta vel því fyrir sér,“ sagði Brynjar en hann væri ekki þeirrar skoðunar. Málið væri hins vegar óþægilegt, óheppilegt og upplýsingarnar hefðu átt að liggja fyrir.Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar.Vísir/ValliHelgi Hjörvar var á öðru máli. „Mér finnst sérkennilegt að heyra hjá félaga minum Brynjari að þetta sé vandamál fyrir Sigmund sjálfan en ekki fyrir ríkisstjórnina. Auðvitað eru vandamál fyrir forsætirsráðherra vandamál fyrir ríkisstjórnina. Þetta er ekki mjög flókið. Forsætisráðherra, hvorki á Íslandi né í nokkru öðru landi, á að vera á Tortóla,“ sagði Helgi. „Því síður á að leyna upplýsingum um það. Það hefur í för með sér svo margvísleg álitamál sem hljóta að skapa verulega erfiðleika fyrir forsætisráðherrann og þar með ríkisstjórnina. Þar eru þessi álitamál um hæfið í viðræðum um stærstu hagsmuni íslensu þjóðarinnar við erlendu kröfuhafana. Sömuleiðis það sem lítur að því að hann leynir upplýsingum,“ sagði Helgi og hélt áfram: „Það er hræsnin sem í því felst að vera sjálfur í erlendu hagkerfi með erlendan gjaldeyri en gera öðrum í landinu að búa við íslenska krónu og ákveða að þeir eiga að gera það til frambúðar. Svo er það að það fóru fjármunir úr landinu fyrir hrun sem fólk sá ekki sóma sinn í að koma hingað með til fjárfestinga eftir hrun þegar neyðarástand var í landinu, fyrirtæki að hrynja og fólk að missa vinnnuna.“Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Þar fyrir neðan má hlusta á einstaka liði úr þættinum. Ásmundur Einar Daðason, Brynjar Níelsson, Helgi Hjörvar og Svandís Svavarsdóttir töluðu um átökin í íslenskum stjórnmálum. Brynjar Níelsson vill að forsætisráðherra leggi öll gögn á borðið og eyði þannig totryggni. Guðmundur Hálfdánarson og Stefán Jón Hafstein fóru víða í samræðum sínum. Þeir töluðu um stöðuna í stjórnmálunum. Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir Rúv í „pólitískum herleiðangri“ gegn forsætisráðherra Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir augljóst að Ríkisútvarpið noti upplýsingar um aflandsreikninga í þeim tilgangi að koma höggi á forsætisráðherra og ríkisstjórnina. 2. apríl 2016 18:50 Saga Ara Matt með ríkustu mönnum á Íslandi á Holtinu rifjuð upp Ríkustu mönnum landsins var boðin leið til að koma fjármunum sínum úr landi. 3. apríl 2016 13:09 Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira
Tengsl forsætisráðherra við aflandsfélag í skattaskjóli er pólitískt erfitt fyrir hann sjálfan en hefur ekki áhrif á ríkisstjórnina. Þetta segir Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, er ósammála Brynjari og segir vanda Sigmundar vanda allar ríkisstjórnarinnar.Brynjar Níelsson segir stjórnmálamenn oft taka ákvarðanir sem hafa áhrif á persónulega hagi þeirra.vísir/vilhelm„Það getur verið pólitískt erfitt fyrir Sigmund sjálfan af því að eignirnar eru þarna. En ég er bara að segja út frá vanhæfissjónarmiðum að þá finnst mér þetta ekki hafa áhrif á ríkisstjórnina. Þetta getur haft áhrif á ráðherrann sem slíkan en þetta er ekki þannig mál að ríkisstjórnin eigi að hætta eða fara frá.“ Þetta sagði Brynjar í þættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þáttastjórnandinn Sigurjón M. Egilsson spurði hvort Sigmundur ætti þá bara sjálfur að stíga til hliðar og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að fylla í skarðið? „Menn geta vel því fyrir sér,“ sagði Brynjar en hann væri ekki þeirrar skoðunar. Málið væri hins vegar óþægilegt, óheppilegt og upplýsingarnar hefðu átt að liggja fyrir.Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar.Vísir/ValliHelgi Hjörvar var á öðru máli. „Mér finnst sérkennilegt að heyra hjá félaga minum Brynjari að þetta sé vandamál fyrir Sigmund sjálfan en ekki fyrir ríkisstjórnina. Auðvitað eru vandamál fyrir forsætirsráðherra vandamál fyrir ríkisstjórnina. Þetta er ekki mjög flókið. Forsætisráðherra, hvorki á Íslandi né í nokkru öðru landi, á að vera á Tortóla,“ sagði Helgi. „Því síður á að leyna upplýsingum um það. Það hefur í för með sér svo margvísleg álitamál sem hljóta að skapa verulega erfiðleika fyrir forsætisráðherrann og þar með ríkisstjórnina. Þar eru þessi álitamál um hæfið í viðræðum um stærstu hagsmuni íslensu þjóðarinnar við erlendu kröfuhafana. Sömuleiðis það sem lítur að því að hann leynir upplýsingum,“ sagði Helgi og hélt áfram: „Það er hræsnin sem í því felst að vera sjálfur í erlendu hagkerfi með erlendan gjaldeyri en gera öðrum í landinu að búa við íslenska krónu og ákveða að þeir eiga að gera það til frambúðar. Svo er það að það fóru fjármunir úr landinu fyrir hrun sem fólk sá ekki sóma sinn í að koma hingað með til fjárfestinga eftir hrun þegar neyðarástand var í landinu, fyrirtæki að hrynja og fólk að missa vinnnuna.“Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan. Þar fyrir neðan má hlusta á einstaka liði úr þættinum. Ásmundur Einar Daðason, Brynjar Níelsson, Helgi Hjörvar og Svandís Svavarsdóttir töluðu um átökin í íslenskum stjórnmálum. Brynjar Níelsson vill að forsætisráðherra leggi öll gögn á borðið og eyði þannig totryggni. Guðmundur Hálfdánarson og Stefán Jón Hafstein fóru víða í samræðum sínum. Þeir töluðu um stöðuna í stjórnmálunum.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Segir Rúv í „pólitískum herleiðangri“ gegn forsætisráðherra Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir augljóst að Ríkisútvarpið noti upplýsingar um aflandsreikninga í þeim tilgangi að koma höggi á forsætisráðherra og ríkisstjórnina. 2. apríl 2016 18:50 Saga Ara Matt með ríkustu mönnum á Íslandi á Holtinu rifjuð upp Ríkustu mönnum landsins var boðin leið til að koma fjármunum sínum úr landi. 3. apríl 2016 13:09 Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira
Segir Rúv í „pólitískum herleiðangri“ gegn forsætisráðherra Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir augljóst að Ríkisútvarpið noti upplýsingar um aflandsreikninga í þeim tilgangi að koma höggi á forsætisráðherra og ríkisstjórnina. 2. apríl 2016 18:50
Saga Ara Matt með ríkustu mönnum á Íslandi á Holtinu rifjuð upp Ríkustu mönnum landsins var boðin leið til að koma fjármunum sínum úr landi. 3. apríl 2016 13:09
Saga skattaskjóla eins gömul og skatta Skattaskjól eru svæði þar sem ekki eru greiddir tekjuskattar. Ekki er ólöglegt að eiga peninga í aflandsfélögum, hins vegar er ólöglegt að stinga undan skatti. 2. apríl 2016 14:15