Blikastelpur unnu Evrópumeistarana 5-0 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2016 13:56 Lið Breiðabliks eftir stórsigurinn í dag. Mynd/Halldór Arnarsson Kvennalið Breiðabliks er heldur betur að gera góða hluti í æfingaferð sinni til Þýskalands en þar eru Íslandsmeistararnir að undirbúa sig fyrir átökin í Pepsi-deild kvenna í sumar. Breiðablik mætti Evrópumeisturum í FFC Frankfurt í æfingaleik í hádeginu en fyrir fjórum dögum sló þýska liðið Söru Björk Gunnarsdóttir og félaga hennar í Rosengard út í Vítaspyrnukeppni í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Frankfurt-liðið stillti upp sterku liði á móti Blikum en meðal annarra leikmanna hjá þeim voru þýsku landsliðskonuarnar Dzsenifer Marozsan og Simone Laudehr. Auk þeirra spilaði Kanadíski landsliðsmaðurinn Sophie Schmidt og hin ástralska Emily van Egmond leikinn ásamt fleiri lykilmönnum. Blikastelpurnar voru í miklu stuði og unnu leikinn 5-0. Rakel Hönnudóttir og Ester Rós Arnardóttir komu Kópavogsliðinu í 2-0 í fyrri hálfleiknum og Fanndís Friðriksdóttir skoraði síðan þrennu í þeim síðari. Fanndís Friðriksdóttir var einmitt markahæsti leikmaðurinn í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili. Frankfurt átti margar harðar og álitlegar tilraunir að marki Blika en Blikavörnin og Sonný Lára Þráinsdóttir markmaður sáu til þess að þær urðu allar árangurslausar. Blikakonur fengu aðeins á sig fjögur mörk í átján leikjum í Pepsi-deild kvenna síðasta sumar þar sem Sonný Lára hélt marki sínu meðal annars hreinu í tólf leikjum í röð. Þessi leikur í dag var liður í æfingaferð Blikanna en áður höfðu þær unnið B-lið Frankfurt með tveimur mörkum gegn einu. Blikakonur eru líklega til afreka í sumar ef marka má þessi frábæru úrslit en það stefnir í spennandi sumar í kvennafótboltanum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Dómarinn stoppaði leikinn hjá Söru og félögum í kvöld vegna kynþáttaníðs úr stúkunni Núverandi liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Rosengård og fyrrum liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur, Gaëlle Enganamouit, lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í kvöld í seinni leik Rosengård og Frankfurt í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 30. mars 2016 21:39 Sara Björk fyrst hetja og svo skúrkur þegar Rosengård datt úr leik Sænsku meistararnir í Rosengård eru úr leik í Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir tap á móti þýska liðinu Frankfurt í seinni viðureign liðanna í átta liða úrslita í kvöld en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. 30. mars 2016 18:43 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Kvennalið Breiðabliks er heldur betur að gera góða hluti í æfingaferð sinni til Þýskalands en þar eru Íslandsmeistararnir að undirbúa sig fyrir átökin í Pepsi-deild kvenna í sumar. Breiðablik mætti Evrópumeisturum í FFC Frankfurt í æfingaleik í hádeginu en fyrir fjórum dögum sló þýska liðið Söru Björk Gunnarsdóttir og félaga hennar í Rosengard út í Vítaspyrnukeppni í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Frankfurt-liðið stillti upp sterku liði á móti Blikum en meðal annarra leikmanna hjá þeim voru þýsku landsliðskonuarnar Dzsenifer Marozsan og Simone Laudehr. Auk þeirra spilaði Kanadíski landsliðsmaðurinn Sophie Schmidt og hin ástralska Emily van Egmond leikinn ásamt fleiri lykilmönnum. Blikastelpurnar voru í miklu stuði og unnu leikinn 5-0. Rakel Hönnudóttir og Ester Rós Arnardóttir komu Kópavogsliðinu í 2-0 í fyrri hálfleiknum og Fanndís Friðriksdóttir skoraði síðan þrennu í þeim síðari. Fanndís Friðriksdóttir var einmitt markahæsti leikmaðurinn í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili. Frankfurt átti margar harðar og álitlegar tilraunir að marki Blika en Blikavörnin og Sonný Lára Þráinsdóttir markmaður sáu til þess að þær urðu allar árangurslausar. Blikakonur fengu aðeins á sig fjögur mörk í átján leikjum í Pepsi-deild kvenna síðasta sumar þar sem Sonný Lára hélt marki sínu meðal annars hreinu í tólf leikjum í röð. Þessi leikur í dag var liður í æfingaferð Blikanna en áður höfðu þær unnið B-lið Frankfurt með tveimur mörkum gegn einu. Blikakonur eru líklega til afreka í sumar ef marka má þessi frábæru úrslit en það stefnir í spennandi sumar í kvennafótboltanum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Dómarinn stoppaði leikinn hjá Söru og félögum í kvöld vegna kynþáttaníðs úr stúkunni Núverandi liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Rosengård og fyrrum liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur, Gaëlle Enganamouit, lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í kvöld í seinni leik Rosengård og Frankfurt í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 30. mars 2016 21:39 Sara Björk fyrst hetja og svo skúrkur þegar Rosengård datt úr leik Sænsku meistararnir í Rosengård eru úr leik í Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir tap á móti þýska liðinu Frankfurt í seinni viðureign liðanna í átta liða úrslita í kvöld en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. 30. mars 2016 18:43 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Dómarinn stoppaði leikinn hjá Söru og félögum í kvöld vegna kynþáttaníðs úr stúkunni Núverandi liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Rosengård og fyrrum liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur, Gaëlle Enganamouit, lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í kvöld í seinni leik Rosengård og Frankfurt í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 30. mars 2016 21:39
Sara Björk fyrst hetja og svo skúrkur þegar Rosengård datt úr leik Sænsku meistararnir í Rosengård eru úr leik í Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir tap á móti þýska liðinu Frankfurt í seinni viðureign liðanna í átta liða úrslita í kvöld en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. 30. mars 2016 18:43