Ólafía Þórunn er í 19. sæti: Ætla að slappa aðeins meira af á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2016 17:40 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Daníel Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lék á einu höggi undir pari á öðrum keppnisdegi á Terre Blanche golfmótinu á LET Access atvinnumótaröðinni í Frakklandi í dag. Ólafía Þórunn lék holurnar átján á 72 höggum, fékk alls þrjá fugla og tvo skolla. Ólafía var hinsvegar í fjölmörgum færum að fá fleiri fugla og kom sér ítrekað í góð færi á hringnum. Hún hefur þar með leiki tvo fyrstu hringina á 74 og 72 höggum og er á pari eftir tvo fyrstu keppnisdagana. Þessi spilamennska skilaði Ólafíu Þórunni í 19. til 25. sætið fyrir lokahringinn á morgun. Þrír áhugakylfingar eru í þremur efstu sætunum en Luna Sobron frá Spáni er þar efst á ellefu höggum undir pari. Holur fimm og sautján hafa reynst íslenska kylfingnum vel en hún hefur verið með fugla á þeim á báðum hringum. „Það var meiri stöðugleiki í golfinu mínu í dag og lengdarstjórnunin var betri í dag en í gær. Það var smá pirringur í mér af og til. Það var hinsvegar mjög fínt að vera einn undir en mér leið eins og ég væri yfir pari vallar. Á morgun ætla ég að reyna að hafa gaman þessu og slappa aðeins meira af,“ sagði Ólafía Þórunn í viðtali á heimasíðu Golfsambandsins.pic.twitter.com/OFYaOSxsv5— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) April 1, 2016 Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lék á einu höggi undir pari á öðrum keppnisdegi á Terre Blanche golfmótinu á LET Access atvinnumótaröðinni í Frakklandi í dag. Ólafía Þórunn lék holurnar átján á 72 höggum, fékk alls þrjá fugla og tvo skolla. Ólafía var hinsvegar í fjölmörgum færum að fá fleiri fugla og kom sér ítrekað í góð færi á hringnum. Hún hefur þar með leiki tvo fyrstu hringina á 74 og 72 höggum og er á pari eftir tvo fyrstu keppnisdagana. Þessi spilamennska skilaði Ólafíu Þórunni í 19. til 25. sætið fyrir lokahringinn á morgun. Þrír áhugakylfingar eru í þremur efstu sætunum en Luna Sobron frá Spáni er þar efst á ellefu höggum undir pari. Holur fimm og sautján hafa reynst íslenska kylfingnum vel en hún hefur verið með fugla á þeim á báðum hringum. „Það var meiri stöðugleiki í golfinu mínu í dag og lengdarstjórnunin var betri í dag en í gær. Það var smá pirringur í mér af og til. Það var hinsvegar mjög fínt að vera einn undir en mér leið eins og ég væri yfir pari vallar. Á morgun ætla ég að reyna að hafa gaman þessu og slappa aðeins meira af,“ sagði Ólafía Þórunn í viðtali á heimasíðu Golfsambandsins.pic.twitter.com/OFYaOSxsv5— Golfsamband Íslands (@Golfsamband) April 1, 2016
Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira