Til að hita upp fyrir úrslitakvöldið fengum við þátttakendurna sex til að svara nokkrum laufléttum spurningum. Spurningarnar sem voru lagðar fyrir keppendur voru hvernig sé týpískur dagur hjá þeim hvaðan þeir kæmu og hvers vegna þeir hefðu tekið þátt. Einnig hvar þeir sæu sig eftir fimm ár, hver sé uppáhaldsdómari keppandans og að lokum í hvað hann myndi nota milljónirnar tíu sem fást fyrir að sigra.
Eva Margrét er 23 ára og kemur frá Hvanneyri í Borgarfirði. Hún hefur farið á kostum í Ísland Got Talent í vetur og ætlar að nota tíu milljónirnar til að lifa af; „Það er ekki ódýrt að lifa,“ segir Eva. Hún tók þátt í Ísland Got Talent eftir mikla pressu frá ömmu hennar og móður. Eftir fimm ár ætlar hún að vera orðin fræg rokkstjarna og fá höfuðþvott á hverjum morgni.