Grunur um skattsvik í byggingariðnaðinum: Fimmmenningarnir lausir úr varðhaldi Bjarki Ármannsson skrifar 19. apríl 2016 17:53 Grunur leikur á að fleiri hundruð milljónum króna hafi verið skotið undan. Vísir/GVA Fimmmenningarnir sem setið hafa í gæsluvarðhaldi síðastliðna viku grunaðir um stórfelld skattalaga- og bókhaldsbrot losnuðu úr haldi síðdegis í dag. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara var ákveðið að fara ekki fram á frekara gæsluvarðhald yfir hinum grunuðu þar sem rannsóknarhagsmunir þóttu ekki standa til þess. „Það er búið að vinna í þessu af miklum krafti þessa viku á meðan þau voru í gæslu og það hefur orðið ágætis framvinda í málinu,“ segir Ólafur Þór, aðspurður hvernig rannsókn málsins miði. „En það liggur samt sem áður engu að síður fyrir að það er þónokkuð mikið verk sem þarf að vinna í framhaldinu.“Sjá einnig: Fleiri reyna skipulagt að svíkja undan skatti Fimmmenningarnir eru meðal þeirra níu sem handteknir voru í umfangsmiklum aðgerðum héraðssaksóknara og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi síðastliðinn þriðjudag. Handtökurnar snúa að rannsókn á stórfelldum brotum hjá nokkrum verktakafyrirtækjum í byggingariðnaðinum en grunur leikur á að fleiri hundruð milljónum króna hafi verið skotið undan.Þá rannsakar lögreglan nú hvort verktakarnir hafi gerst sekir um mansal, auk þess sem komið var upp um kannabisræktun við handtökurnar. Lögregla hefur ekki gefið upp fjölda þeirra fyrirtækja sem eru til rannsóknar en samkvæmt heimildum fréttastofu eru Brotafl og Kraftbindingar stærstu tvö fyrirtækin sem um ræðir. Ólafur Þór segir að engar fleiri handtökur hafi farið fram vegna málsins. Tengdar fréttir Rannsaka hvort að verktakar sem handteknir voru hafi gerst sekir um mansal Fimm starfsmenn verktakafyrirtækja sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um stórfelld skattalaga- og bókhaldsbrotum. 14. apríl 2016 21:17 Níu handteknir vegna rannsóknar á efnahagsbrotum í byggingariðnaði Grunur um peningaþvætti, stórfelld skattalagabrot og brot á bókhaldslögum. Fimm eru í gæsluvarðhaldi. 14. apríl 2016 11:47 „Við erum ekki farin að sjá botninn“ Vísbendingar eru um aukna skipulagða brotastarfsemi á sviði skattalaga. Umfangsmiklar handtökur lögregu á ellefu stöðum á þriðjudag eru aðeins eitt mál af um tuttugu sem ríkisskattstjóri hefur til rannsóknar í byggingariðnaðinum. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir stöðuna alvarlega. 15. apríl 2016 19:15 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Sjá meira
Fimmmenningarnir sem setið hafa í gæsluvarðhaldi síðastliðna viku grunaðir um stórfelld skattalaga- og bókhaldsbrot losnuðu úr haldi síðdegis í dag. Að sögn Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara var ákveðið að fara ekki fram á frekara gæsluvarðhald yfir hinum grunuðu þar sem rannsóknarhagsmunir þóttu ekki standa til þess. „Það er búið að vinna í þessu af miklum krafti þessa viku á meðan þau voru í gæslu og það hefur orðið ágætis framvinda í málinu,“ segir Ólafur Þór, aðspurður hvernig rannsókn málsins miði. „En það liggur samt sem áður engu að síður fyrir að það er þónokkuð mikið verk sem þarf að vinna í framhaldinu.“Sjá einnig: Fleiri reyna skipulagt að svíkja undan skatti Fimmmenningarnir eru meðal þeirra níu sem handteknir voru í umfangsmiklum aðgerðum héraðssaksóknara og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi síðastliðinn þriðjudag. Handtökurnar snúa að rannsókn á stórfelldum brotum hjá nokkrum verktakafyrirtækjum í byggingariðnaðinum en grunur leikur á að fleiri hundruð milljónum króna hafi verið skotið undan.Þá rannsakar lögreglan nú hvort verktakarnir hafi gerst sekir um mansal, auk þess sem komið var upp um kannabisræktun við handtökurnar. Lögregla hefur ekki gefið upp fjölda þeirra fyrirtækja sem eru til rannsóknar en samkvæmt heimildum fréttastofu eru Brotafl og Kraftbindingar stærstu tvö fyrirtækin sem um ræðir. Ólafur Þór segir að engar fleiri handtökur hafi farið fram vegna málsins.
Tengdar fréttir Rannsaka hvort að verktakar sem handteknir voru hafi gerst sekir um mansal Fimm starfsmenn verktakafyrirtækja sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um stórfelld skattalaga- og bókhaldsbrotum. 14. apríl 2016 21:17 Níu handteknir vegna rannsóknar á efnahagsbrotum í byggingariðnaði Grunur um peningaþvætti, stórfelld skattalagabrot og brot á bókhaldslögum. Fimm eru í gæsluvarðhaldi. 14. apríl 2016 11:47 „Við erum ekki farin að sjá botninn“ Vísbendingar eru um aukna skipulagða brotastarfsemi á sviði skattalaga. Umfangsmiklar handtökur lögregu á ellefu stöðum á þriðjudag eru aðeins eitt mál af um tuttugu sem ríkisskattstjóri hefur til rannsóknar í byggingariðnaðinum. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir stöðuna alvarlega. 15. apríl 2016 19:15 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Sjá meira
Rannsaka hvort að verktakar sem handteknir voru hafi gerst sekir um mansal Fimm starfsmenn verktakafyrirtækja sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um stórfelld skattalaga- og bókhaldsbrotum. 14. apríl 2016 21:17
Níu handteknir vegna rannsóknar á efnahagsbrotum í byggingariðnaði Grunur um peningaþvætti, stórfelld skattalagabrot og brot á bókhaldslögum. Fimm eru í gæsluvarðhaldi. 14. apríl 2016 11:47
„Við erum ekki farin að sjá botninn“ Vísbendingar eru um aukna skipulagða brotastarfsemi á sviði skattalaga. Umfangsmiklar handtökur lögregu á ellefu stöðum á þriðjudag eru aðeins eitt mál af um tuttugu sem ríkisskattstjóri hefur til rannsóknar í byggingariðnaðinum. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir stöðuna alvarlega. 15. apríl 2016 19:15