Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. desember 2025 13:34 ÁTVR hefur einkarétt á áfengissölu í verslun á Íslandi, en erlendar netverslanir hafa skotið upp kollinum á undanförnum árum. Engum er þó heimilt að afhenda áfengi á sölustað að sögn Árna Friðleifssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm/Ívar Það var að eigin frumkvæði lögreglu sem ráðist var í lokanir fjögurra verslana á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna gruns um ólöglega sölu áfengis á hátíðardögum. Forsvarsmenn fyrirtækjanna gætu átt sekt yfir höfði sér fyrir brot á reglugerð um smásölu og áfengisveitingar, að sögn Árna Friðleifssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Lögregla metur að þetta sé brot á reglugerð um smásölu og veitingar áfengis, sem sagt brot á 3. grein í þessari reglugerð þar sem stendur að áfengisútsölustaðir skuli vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudag í ágúst,“ segir Árni. Lögreglan réðist í sambærilegar aðgerðir gegn verslunum sem stunda netsölu með áfengi á sama tíma í fyrra, en viðurlög geta fylgt brotum á umræddri reglugerð. „Þetta eru sektir en sektarupphæðin, ég er ekki með hana á hreinu eins og staðan er núna,“ segir Árni. Vísir greindi frá því í gær að afhendingarstöðum netverslananna Smáríkisins og Nýju vínbúðarinnar hafi verið lokað, en ekki er fjallað sérstaklega um heimsendingu áfengis í reglugerðinni. „Málin fara væntanlega í rannsókn núna strax á mánudaginn og þá er bara metið hvernig það er. En alla veganna er reglugerðin alveg skýr um að áfengisútsölustaðir skuli vera lokaðir,“ segir Árni. Bæði Smáríkið og Nýja vínbúðin hafa auglýst opnunartíma á rauðum dögum nú um jólin á samfélagsmiðlum sínum en Smáríkið birti í gær færslu á heimasíðu sinni þar sem viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem það kunni að valda að lögregla hafi lokað afhendingarstöð fyrirtækisins. Er þetta frumkvæðisverkefni hjá ykkur í lögreglunni eða er farið í þetta í kjölfar ábendinga? „Þetta er bara frumkvæðisvinna. Lögreglan náttúrlega á að fara eftir og fylgjast með að lögum og reglugerðum sé framfylgt, og þetta er bara eitt af hennar frumkvæðisverkefnum,“ svarar Árni. Áfengi Netverslun með áfengi Lögreglumál Verslun Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
„Lögregla metur að þetta sé brot á reglugerð um smásölu og veitingar áfengis, sem sagt brot á 3. grein í þessari reglugerð þar sem stendur að áfengisútsölustaðir skuli vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudag í ágúst,“ segir Árni. Lögreglan réðist í sambærilegar aðgerðir gegn verslunum sem stunda netsölu með áfengi á sama tíma í fyrra, en viðurlög geta fylgt brotum á umræddri reglugerð. „Þetta eru sektir en sektarupphæðin, ég er ekki með hana á hreinu eins og staðan er núna,“ segir Árni. Vísir greindi frá því í gær að afhendingarstöðum netverslananna Smáríkisins og Nýju vínbúðarinnar hafi verið lokað, en ekki er fjallað sérstaklega um heimsendingu áfengis í reglugerðinni. „Málin fara væntanlega í rannsókn núna strax á mánudaginn og þá er bara metið hvernig það er. En alla veganna er reglugerðin alveg skýr um að áfengisútsölustaðir skuli vera lokaðir,“ segir Árni. Bæði Smáríkið og Nýja vínbúðin hafa auglýst opnunartíma á rauðum dögum nú um jólin á samfélagsmiðlum sínum en Smáríkið birti í gær færslu á heimasíðu sinni þar sem viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem það kunni að valda að lögregla hafi lokað afhendingarstöð fyrirtækisins. Er þetta frumkvæðisverkefni hjá ykkur í lögreglunni eða er farið í þetta í kjölfar ábendinga? „Þetta er bara frumkvæðisvinna. Lögreglan náttúrlega á að fara eftir og fylgjast með að lögum og reglugerðum sé framfylgt, og þetta er bara eitt af hennar frumkvæðisverkefnum,“ svarar Árni.
Áfengi Netverslun með áfengi Lögreglumál Verslun Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira