Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Akureyri 32-21 | Meistararnir í undanúrslit með stæl Anton Ingi Leifsson á Ásvöllum skrifar 19. apríl 2016 21:15 Úr fyrsta leik liðanna. vísir/pjetur Haukar eru komnir í undanúrslit Olís-deildar karla eftir sigur á Akureyri, 32-21, í oddaleik liðanna að Ásvöllum í kvöld. Sigur Hauka var aldrei í hættu. Deildarmeistararnir, sem töpuðu á Akureyri í síðustu viku, byrjuðu vel og gáfu strax tóninn. Þeir spiluðu fantavörn og Giedrius Morkunas varði nánast allt sem kom á markið. Staðan var 15-6 í hálfleik, en lokatölur urðu ellefu marka sigur Hauka, 32-21. Meistararnir frá því í fyrra mæta ÍBV í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum að Ásvöllum á laugardag. Heimamenn byrjuðu af rosalegum krafti og byrjunin í leiknum minnti rosalega á leik liðanna síðasta fimmtudag þegar Haukarnir burstuðu gestina. Haukarnir spiluðu gífurlega sterka vörn og skoruðu sjö fyrstu mörkin í leiknum. Fyrsta mark gestanna kom ekki fyrr en þegar fimmtán og hálf mínúta var liðin að leiknum og þá var staðan orðin 7-0 fyrir Haukum. Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Akureyrar, hélt þeim á floti og bjargað gestunum frá frekari niðurlægingu í fyrri hálfleik. Gestirnir þorðu lítið sem ekkert að horfa á markið framan að leik, en þeir náðu að skora sex mörk gegn fimmtán mörkum heimamanna í fyrri hálfleik og staðan því 15-6, Haukum í vil í hálfleik. Í síðari hálfleik var engin spenna, nákvæmlega engin. Haukarnir voru allan tímann með þennan leik í höndum sér og sýndu mikla fagmennsku í síðari hálfleik hvernig þeir kláruðu þetta verkefni. Átta leikmenn liðsins voru komnir á blað í fyrri hálfleik og fleiri bættust í hópinn í síðari hálfleik. Rosaleg breidd sem Gunnar Magnússon býr að, en það er valinn maður í hverju rúmi hjá Haukunum. Sigurinn var aldrei í hættu hjá Haukum sem náðu vel að rúlla á sínum breiða og sterka hóp, en Akureyri á leið í sumarfrí. Þeir virtust vera hræddir við Ásvellina því þeir steinlágu í báðum leikjunum að Ásvöllum, samanlagt með tuttugu mörkum. Haukar unnu að lokum ellefu marka sigur, 32-21. Rosalegur góður varnarleikur, mjög góð markvarsla og yfirvegaður og frekar rennisléttur sóknarleikur fleygðu Haukum í undanúrslitin. Hákon Daði Styrmisson, Adam Haukur Baumruk og Janus Daði Smárason gerðu allir fimm mörk hver, en allir útileikmenn Hauka, nema Matthías Árni Ingimarsson, komust á blað í kvöld. Giedrius var magnaður í markinu g endaði með 50% markvörslu. Kristján Orri var bestur í liði gestanna, en hann skoraði sjö mörk úr ellefu skotum. Fleiri hefðu þurft að taka á skarið og það fyrr í leiknum, en gestirnir á leið í sumarfrí. Hreiðar Levý Guðmundsson, sem er á leið til Noregs í atvinnumennsku, varði vel í markinu.Janus: Fannst við ferskari en þeir „Þetta var kannski ekki auðvelt. Við þurftum að hafa fyrir þessu og við gerðum mjög vel,” sagði Janus Daði Smárason, hinn ungi og efnilegi leikmaður Hauka, við Vísi í leikslok. „Við spiluðum í raun óaðfinnalega vörn ef við horfum á tölfræðina. Við höldum hreinu fyrstu fimmtán mínúturnar.” Leikurinn minnti rosalega mikið á leik liðanna í Schenkerhöllinni á fimmtudaginn þar sem Haukarnir byrjuðu einnig svona rosalega vel og unnu auðveldlega. „Það má segja það. Við mættum klárir sérstaklega varnarlega. Giedrius var einnig frábær. Við fengum hraðaupphlaup og þá náðum við að keyra yfir þá,” en aðspurður hvað breyttist frá síðasta leik svaraði Janus: „Við létum Hreiðar verja alltof mörg dauðafæri frá okkur fyrir norðan. Við klikkum á tveimur til þremur í dag, en heildarlega séð erum við að skjóta miklu betur í dag. Þá fáum við ekki hraðaupphlaup í bakið.” Ellefu útileikmenn Hauka skoruðu í dag af tólf mögulegum og Janus segir það gífurlega mikilvægt. „Það sýnir að breiddin er til staðar hjá okkur í svona oddaleik. Mér fannst við ferskari en þeir og fannst við geta hlaupið meira.” Ríkjandi Íslandsmeistararnir fá nú ÍBV í undanúrslitum, en liðin áttust við í úrslitaeinvíginu fyrir tveimur árum í rosalegri rimmu. „Ég er ótrúlegt spenntur á að byrja það einvígi. Vonandi verður mætingin jafn góð og hún var í dag, ef ekki fleiri. Þetta er spennandi viðureign. Þetta er hörkuáskorun og okkur hlakkar til að takast á við hana,” sagði Janus við Vísi að lokum.Sverre: Verð áfram nema það bíði mín umslag á skrifstofunni á morgun „Þetta var alltof mikið deja-vu frá fyrsta leiknum. Við vorum ekki alveg tilbúnir í þennan leik,” sagði Sverre Jakobsen, þjálfari Akureyrar, í samtali við Vísi. „Það hlýtur að liggja hjá mér. Ég náði ekki að kveikja í liðinu og búa til andrúmsloft sem varð til þess að menn leyfðu sér að vera aðeins frjálsari, en þeir voru og njóta þess að vera í þessari stöðu.” „Við höfðum engu að tapa, nákvæmlega engu. Mér fannst þetta vera fullmikil gjöf þarna í upphafi og þeir þurftu nánast aldrei að svitna. Það var 7-0 og þeir eru það reynslumiklir að þeir voru aldrei að fara gefa þetta eftir.” Akureyri gaf ákveðin fyrirheit með að vinna annan leik liðanna á laugardaginn og bjuggust einhverjir við hörkuleik í dag, en það varð svo alls ekki raunin. „Þetta eru mikil vonbrigði. Ég held að strákarnir séu alveg hundfúlir. Ég hefði viljað sjá 4-4, 5-5 og einhverja þróun sem væri í þessa átt til að byrja með og svo veit maður ekki hvað gerist, en það er algjör óþarfi að gefa hérna 7-0.” „Þetta er eins og í borðtennis, en þá er leikurinn búinn er það ekki? Þetta er ekki það sem við lögðum upp með, en strákarnir gáfu allt í þetta og ég get ekki kvartað yfir neinu, þannig séð. Mér fannst þetta samt leiðinlegt að horfa á töfluna svona snemma leiks.” Norðanmenn eru nú komnir í sumarfrí. Þeir enduðu í áttunda sæti deildarinnar og Sverre er nokkuð ánægður eftir sitt fyrsta ár í starfi. „Að mörgu leyti er ég ánægður. Okkur var spáð erifðum vetri og eftir nokkrar umferðir var talað um okkur sem lélegasta lið deildarinnar og við myndum falla alveg örugglega og framvegis. Við sátum á botninum og það átti rétt á sér.” „Við náðum að vinna okkur mjög vel út úr þessu og spiluðum oft á tíðum fyrir áramót mjög vel. Önnur umferðin var frábær, en ég hefði viljað fá meira út úr þriðju umferðinni. Okkur vantaði smá þroska og okkur vantaði fjögur stig í viðbót, að minnsta kosti.” Sverre framlengdi á dögunum samning sinn við Akureyri og býst við að halda áfram, nema eitthvað óvænt komi upp á. „Ég verð áfram eða ég veit það ekki eftir þennan leik,” sagði Sverre brosmildur og hélt áfram aðeins að grínast: „Nei, ég er búinn að framlengja og ég verð áfram nema það bíði mín umslag á skrifstofunni á morgun,” sagði hann glettinn. Margir hafa velt fyrir sér hvað Akureyri gerir á næsta tímabili og hvort menn eins og Ingimundur Ingimundarson og fleiri halda áfram. Aðspurður út í leikmannamál svaraði hann: „Það fer allt í vinnslu núna. Ég hef verið rólegur fram að þessu og reynt að einbeita mér að þessu. Það var gaman að láta Haukana aðeins svitna með því að vinna fyrir norðan, en það vantaði mikið upp á í dag.” „Nú þurfum við að fara huga að framtíðinni og huga hvað við ætlum að gera á næsta tímabili. Það byrjar, eigum við ekki að segja bara, ekki á morgun heldur hinn,” sagði Sverre að lokum við Vísi. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Sjá meira
Haukar eru komnir í undanúrslit Olís-deildar karla eftir sigur á Akureyri, 32-21, í oddaleik liðanna að Ásvöllum í kvöld. Sigur Hauka var aldrei í hættu. Deildarmeistararnir, sem töpuðu á Akureyri í síðustu viku, byrjuðu vel og gáfu strax tóninn. Þeir spiluðu fantavörn og Giedrius Morkunas varði nánast allt sem kom á markið. Staðan var 15-6 í hálfleik, en lokatölur urðu ellefu marka sigur Hauka, 32-21. Meistararnir frá því í fyrra mæta ÍBV í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum að Ásvöllum á laugardag. Heimamenn byrjuðu af rosalegum krafti og byrjunin í leiknum minnti rosalega á leik liðanna síðasta fimmtudag þegar Haukarnir burstuðu gestina. Haukarnir spiluðu gífurlega sterka vörn og skoruðu sjö fyrstu mörkin í leiknum. Fyrsta mark gestanna kom ekki fyrr en þegar fimmtán og hálf mínúta var liðin að leiknum og þá var staðan orðin 7-0 fyrir Haukum. Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Akureyrar, hélt þeim á floti og bjargað gestunum frá frekari niðurlægingu í fyrri hálfleik. Gestirnir þorðu lítið sem ekkert að horfa á markið framan að leik, en þeir náðu að skora sex mörk gegn fimmtán mörkum heimamanna í fyrri hálfleik og staðan því 15-6, Haukum í vil í hálfleik. Í síðari hálfleik var engin spenna, nákvæmlega engin. Haukarnir voru allan tímann með þennan leik í höndum sér og sýndu mikla fagmennsku í síðari hálfleik hvernig þeir kláruðu þetta verkefni. Átta leikmenn liðsins voru komnir á blað í fyrri hálfleik og fleiri bættust í hópinn í síðari hálfleik. Rosaleg breidd sem Gunnar Magnússon býr að, en það er valinn maður í hverju rúmi hjá Haukunum. Sigurinn var aldrei í hættu hjá Haukum sem náðu vel að rúlla á sínum breiða og sterka hóp, en Akureyri á leið í sumarfrí. Þeir virtust vera hræddir við Ásvellina því þeir steinlágu í báðum leikjunum að Ásvöllum, samanlagt með tuttugu mörkum. Haukar unnu að lokum ellefu marka sigur, 32-21. Rosalegur góður varnarleikur, mjög góð markvarsla og yfirvegaður og frekar rennisléttur sóknarleikur fleygðu Haukum í undanúrslitin. Hákon Daði Styrmisson, Adam Haukur Baumruk og Janus Daði Smárason gerðu allir fimm mörk hver, en allir útileikmenn Hauka, nema Matthías Árni Ingimarsson, komust á blað í kvöld. Giedrius var magnaður í markinu g endaði með 50% markvörslu. Kristján Orri var bestur í liði gestanna, en hann skoraði sjö mörk úr ellefu skotum. Fleiri hefðu þurft að taka á skarið og það fyrr í leiknum, en gestirnir á leið í sumarfrí. Hreiðar Levý Guðmundsson, sem er á leið til Noregs í atvinnumennsku, varði vel í markinu.Janus: Fannst við ferskari en þeir „Þetta var kannski ekki auðvelt. Við þurftum að hafa fyrir þessu og við gerðum mjög vel,” sagði Janus Daði Smárason, hinn ungi og efnilegi leikmaður Hauka, við Vísi í leikslok. „Við spiluðum í raun óaðfinnalega vörn ef við horfum á tölfræðina. Við höldum hreinu fyrstu fimmtán mínúturnar.” Leikurinn minnti rosalega mikið á leik liðanna í Schenkerhöllinni á fimmtudaginn þar sem Haukarnir byrjuðu einnig svona rosalega vel og unnu auðveldlega. „Það má segja það. Við mættum klárir sérstaklega varnarlega. Giedrius var einnig frábær. Við fengum hraðaupphlaup og þá náðum við að keyra yfir þá,” en aðspurður hvað breyttist frá síðasta leik svaraði Janus: „Við létum Hreiðar verja alltof mörg dauðafæri frá okkur fyrir norðan. Við klikkum á tveimur til þremur í dag, en heildarlega séð erum við að skjóta miklu betur í dag. Þá fáum við ekki hraðaupphlaup í bakið.” Ellefu útileikmenn Hauka skoruðu í dag af tólf mögulegum og Janus segir það gífurlega mikilvægt. „Það sýnir að breiddin er til staðar hjá okkur í svona oddaleik. Mér fannst við ferskari en þeir og fannst við geta hlaupið meira.” Ríkjandi Íslandsmeistararnir fá nú ÍBV í undanúrslitum, en liðin áttust við í úrslitaeinvíginu fyrir tveimur árum í rosalegri rimmu. „Ég er ótrúlegt spenntur á að byrja það einvígi. Vonandi verður mætingin jafn góð og hún var í dag, ef ekki fleiri. Þetta er spennandi viðureign. Þetta er hörkuáskorun og okkur hlakkar til að takast á við hana,” sagði Janus við Vísi að lokum.Sverre: Verð áfram nema það bíði mín umslag á skrifstofunni á morgun „Þetta var alltof mikið deja-vu frá fyrsta leiknum. Við vorum ekki alveg tilbúnir í þennan leik,” sagði Sverre Jakobsen, þjálfari Akureyrar, í samtali við Vísi. „Það hlýtur að liggja hjá mér. Ég náði ekki að kveikja í liðinu og búa til andrúmsloft sem varð til þess að menn leyfðu sér að vera aðeins frjálsari, en þeir voru og njóta þess að vera í þessari stöðu.” „Við höfðum engu að tapa, nákvæmlega engu. Mér fannst þetta vera fullmikil gjöf þarna í upphafi og þeir þurftu nánast aldrei að svitna. Það var 7-0 og þeir eru það reynslumiklir að þeir voru aldrei að fara gefa þetta eftir.” Akureyri gaf ákveðin fyrirheit með að vinna annan leik liðanna á laugardaginn og bjuggust einhverjir við hörkuleik í dag, en það varð svo alls ekki raunin. „Þetta eru mikil vonbrigði. Ég held að strákarnir séu alveg hundfúlir. Ég hefði viljað sjá 4-4, 5-5 og einhverja þróun sem væri í þessa átt til að byrja með og svo veit maður ekki hvað gerist, en það er algjör óþarfi að gefa hérna 7-0.” „Þetta er eins og í borðtennis, en þá er leikurinn búinn er það ekki? Þetta er ekki það sem við lögðum upp með, en strákarnir gáfu allt í þetta og ég get ekki kvartað yfir neinu, þannig séð. Mér fannst þetta samt leiðinlegt að horfa á töfluna svona snemma leiks.” Norðanmenn eru nú komnir í sumarfrí. Þeir enduðu í áttunda sæti deildarinnar og Sverre er nokkuð ánægður eftir sitt fyrsta ár í starfi. „Að mörgu leyti er ég ánægður. Okkur var spáð erifðum vetri og eftir nokkrar umferðir var talað um okkur sem lélegasta lið deildarinnar og við myndum falla alveg örugglega og framvegis. Við sátum á botninum og það átti rétt á sér.” „Við náðum að vinna okkur mjög vel út úr þessu og spiluðum oft á tíðum fyrir áramót mjög vel. Önnur umferðin var frábær, en ég hefði viljað fá meira út úr þriðju umferðinni. Okkur vantaði smá þroska og okkur vantaði fjögur stig í viðbót, að minnsta kosti.” Sverre framlengdi á dögunum samning sinn við Akureyri og býst við að halda áfram, nema eitthvað óvænt komi upp á. „Ég verð áfram eða ég veit það ekki eftir þennan leik,” sagði Sverre brosmildur og hélt áfram aðeins að grínast: „Nei, ég er búinn að framlengja og ég verð áfram nema það bíði mín umslag á skrifstofunni á morgun,” sagði hann glettinn. Margir hafa velt fyrir sér hvað Akureyri gerir á næsta tímabili og hvort menn eins og Ingimundur Ingimundarson og fleiri halda áfram. Aðspurður út í leikmannamál svaraði hann: „Það fer allt í vinnslu núna. Ég hef verið rólegur fram að þessu og reynt að einbeita mér að þessu. Það var gaman að láta Haukana aðeins svitna með því að vinna fyrir norðan, en það vantaði mikið upp á í dag.” „Nú þurfum við að fara huga að framtíðinni og huga hvað við ætlum að gera á næsta tímabili. Það byrjar, eigum við ekki að segja bara, ekki á morgun heldur hinn,” sagði Sverre að lokum við Vísi.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Sjá meira