Durant jafnaði eitt af slæmu metunum hans Jordan í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. apríl 2016 10:30 Kevin Durant og Michael Jordan. Vísir/Getty Kevin Durant átti allt annað en góðan leik í nótt þegar Oklahoma City Thunder tapaði á heimavelli á móti Dallas Mavericks í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Staðan í einvíginu er nú 1-1 og næstu tveir leikir fara fram í Dallas. Kevin Durant endaði á því að hitta aðeins úr 7 af 33 skotum sínum í leiknum sem gerir 21 prósent skotnýtingu. Hann tapaði líka sjö boltum í leiknum og öll þessi mistök hans reyndust hans liði dýrkeypt. Með því að klikka á 26 skotum í leiknum þá jafnaði hann met Michael Jordan frá 1997 yfir flest misheppnuð skot í leik í úrslitakeppninni. Það var ekki eins og hann hafi verið galopinn allt kvöldið því 22 af þessum 26 misheppnuðu skotum voru með varnarmann í sér, 18 af þessum misheppnuðu skotum voru fyrir utan teig og átta þeirra klikkaði hann á í lokaleikhlutanum. Skotnýting Durant var 29 prósent í fyrri hálfleik (4 af 14) en hún datt niður í 16 prósent í þeim síðari (3 af 19). Hann klikkaði á þremur skotum á síðustu 24 sekúndunum og lokaskot hans var varið þegar þrjár sekúndur voru eftir. Kevin Durant skoraði 21 stig í leiknum í nótt sem Thunder tapaði með einu stigi. Hann var sigahæsti leikmaður liðsins þrátt fyrir að klikka á öllum þessum skotum. Michael Jordan klikkaði líka á 26 skotum í leik á móti Miami Heat 26. maí 1997 en var þó með aðeins betri skotnýtingu. Jordan hitti úr 9 af 35 skotum sínum sem gerir 26 prósent nýtingu. Hann klikkaði á öllum átta þriggja stiga skotum sínum. Jordan náði samt að skora 29 stig í umræddum leik en Chicago tapaði þá með 7 stigum á útivelli. Kevin Durant setti með þessu einnig persónulegt met yfir flest misheppnuð skot í leik hvort sem er í úrslitakeppni eða deildarkeppni.26 missed shots22 were contested18 outside the paint8 in 4th quarter3 in final 24 seconds pic.twitter.com/VPB7e2ZpQk— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 19, 2016 KD"It's one of those nights. I just have to stick to my routine, go out there tomorrow & get ready for practice." pic.twitter.com/87BW2B4bPB— OKC THUNDER (@okcthunder) April 19, 2016 NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira
Kevin Durant átti allt annað en góðan leik í nótt þegar Oklahoma City Thunder tapaði á heimavelli á móti Dallas Mavericks í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Staðan í einvíginu er nú 1-1 og næstu tveir leikir fara fram í Dallas. Kevin Durant endaði á því að hitta aðeins úr 7 af 33 skotum sínum í leiknum sem gerir 21 prósent skotnýtingu. Hann tapaði líka sjö boltum í leiknum og öll þessi mistök hans reyndust hans liði dýrkeypt. Með því að klikka á 26 skotum í leiknum þá jafnaði hann met Michael Jordan frá 1997 yfir flest misheppnuð skot í leik í úrslitakeppninni. Það var ekki eins og hann hafi verið galopinn allt kvöldið því 22 af þessum 26 misheppnuðu skotum voru með varnarmann í sér, 18 af þessum misheppnuðu skotum voru fyrir utan teig og átta þeirra klikkaði hann á í lokaleikhlutanum. Skotnýting Durant var 29 prósent í fyrri hálfleik (4 af 14) en hún datt niður í 16 prósent í þeim síðari (3 af 19). Hann klikkaði á þremur skotum á síðustu 24 sekúndunum og lokaskot hans var varið þegar þrjár sekúndur voru eftir. Kevin Durant skoraði 21 stig í leiknum í nótt sem Thunder tapaði með einu stigi. Hann var sigahæsti leikmaður liðsins þrátt fyrir að klikka á öllum þessum skotum. Michael Jordan klikkaði líka á 26 skotum í leik á móti Miami Heat 26. maí 1997 en var þó með aðeins betri skotnýtingu. Jordan hitti úr 9 af 35 skotum sínum sem gerir 26 prósent nýtingu. Hann klikkaði á öllum átta þriggja stiga skotum sínum. Jordan náði samt að skora 29 stig í umræddum leik en Chicago tapaði þá með 7 stigum á útivelli. Kevin Durant setti með þessu einnig persónulegt met yfir flest misheppnuð skot í leik hvort sem er í úrslitakeppni eða deildarkeppni.26 missed shots22 were contested18 outside the paint8 in 4th quarter3 in final 24 seconds pic.twitter.com/VPB7e2ZpQk— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 19, 2016 KD"It's one of those nights. I just have to stick to my routine, go out there tomorrow & get ready for practice." pic.twitter.com/87BW2B4bPB— OKC THUNDER (@okcthunder) April 19, 2016
NBA Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira